Danilo, hægri bakvörður brasilíska landsliðsins og Manchester City, spilar ekki meira á heimsmeisaramótinu í Rússlandi vegna meiðsla.
Hann meiddist á æfingu í undirbúningi fyrir leikinn mikilvæga gegn Belgíu í kvöld. Liðin mætast í 8-liða úrslitunum og flautað verður til leiks klukkan 18.00.
Danilo er að glíma við meiðsli á vinstri ökkla en hann er einnig að glíma við meiðsli í læri eftir að hann meiddist í fyrsta leiknum gegn Sviss.
Hann hefur ekki spilað eftir það en Fagner, hægri bakvörður Corinthians í Brasilíu, hefur tekið stöðu Danilo í mótinu.
Það virðast vera einhver álög á bakvörðum Brasilíu því fyrir mótið meiddist Daniel Alves og missti af öllu mótinu. Fagner er því þriðji bakvörður Brasilíu.
Það eru ekki bara hægri bakverðir Brasilíu sem hafa verið í vandræðum því Marcelo, vinstri bakvörður liðsins, meiddist einnig í síðast leik liðsins en vonir standa til að hann verði klár í kvöld.
Álögin halda áfram á bakvörðum Brasilíu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti

Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn




Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
