Akademía íslensks og erlends tónlistarfólks Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 6. júlí 2018 06:00 „Hlutverk akademíunnar er að færa hinn alþjóðlega tónlistarheim nær Íslandi,“ segir Kristín Mjöll Jakobsdóttir kynningarstjóri. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Alþjóðlega tónlistarakademían er haldin þessa dagana í sjötta sinn í Hörpu og lýkur 14. júlí. Kristín Mjöll Jakobsdóttir er kynningarstjóri hátíðarinnar í ár og einn af stofnendum hennar. „Hlutverk akademíunnar er að færa hinn alþjóðlega tónlistarheim nær Íslandi,“ segir hún. „Hér áður fyrr þurftu tónlistarnemar að fara til útlanda til að komast á viðlíka námskeið. Með tilkomu Hörpu opnaðist tækifæri til að búa til eigin akademíu sem gæfi íslensku og erlendu tónlistarfólki tækifæri til að mætast.“ Alls eru tuttugu viðburðir á dagskrá, þar af tólf tónleikar. Þátttakendur, sem eru um sjötíu koma hvaðanæva og njóta leiðsagnar kennara, fá einkatíma, þjálfun í kammertónlist og hljómsveitarleik, auk fyrirlestra og masterklassa. „Þessir masterklassar eru öllum opnir og ókeypis en kennarinn talar ekki bara til þátttakenda heldur einnig áhorfenda,“ segir Kristín. Viðburðirnir fara fram í Hörpu, Tónskóla Sigursveins og Norræna húsinu.Samstarf við Menuhin-keppnina Frá upphafi hefur Akademían verið í samstarfi við Menuhin-fiðlukeppnina. „Sú keppni er haldin annað hvert ár og fyrsti erlendi einleikarinn sem kom á Akademíuna var sigurvegari í þeirri fiðlukeppni. Í ár kemur Ziyu He, kínverskur fiðluleikari sem sigraði í eldri deild keppninnar 2016, þá sextán ára gamall,“ segir Kristín. Ziyu He ásamt píanóleikaranum Vladimir Stoupel leikur verk eftir Schubert, Dvorák, Paganini og Li Zili. Hann kemur einnig fram á lokatónleikum hátíðarinnar. Meðal annarra viðburða má nefna nemendatónleikaseríu sem kallast Rísandi stjörnur þar sem nemendur halda tónleika. Kennarar akademíunnar halda svo sína tónleika en sumir þeirra eru prófessorar við virta tónlistarháskola. Jórunnar Viðar minnst Þátttakendur skipa hátíðarhljómsveit Akademíunnar sem lýkur hátíðinni með tónleikum í Eldborg 14. júlí. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Bjarni Frímann Bjarnason en hann er nýráðinn tónlistarstjóri Íslensku óperunnar (og aðstoðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands). Meðal verka sem flutt verða er Hetjusinfónía Beethovens og Eldur eftir Jórunni Viðar, en hún samdi verkið við fyrsta íslenska ballettinn sem var fluttur í Þjóðleikhúsinu. „Okkur langaði að tengja hátíðina við fullveldisafmælið og við völdum því þetta verk en Jórunn hefði orðið hundrað ára á þessu ári,“ segir Kristín. Einleikarar á þessum tónleikum eru Ziyu He og hin ellefu ára gamla Ásta Dóra Finnsdóttir. Dagskrána má finna á vef Tónlistarakademíunnar musicacademy.is. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
Alþjóðlega tónlistarakademían er haldin þessa dagana í sjötta sinn í Hörpu og lýkur 14. júlí. Kristín Mjöll Jakobsdóttir er kynningarstjóri hátíðarinnar í ár og einn af stofnendum hennar. „Hlutverk akademíunnar er að færa hinn alþjóðlega tónlistarheim nær Íslandi,“ segir hún. „Hér áður fyrr þurftu tónlistarnemar að fara til útlanda til að komast á viðlíka námskeið. Með tilkomu Hörpu opnaðist tækifæri til að búa til eigin akademíu sem gæfi íslensku og erlendu tónlistarfólki tækifæri til að mætast.“ Alls eru tuttugu viðburðir á dagskrá, þar af tólf tónleikar. Þátttakendur, sem eru um sjötíu koma hvaðanæva og njóta leiðsagnar kennara, fá einkatíma, þjálfun í kammertónlist og hljómsveitarleik, auk fyrirlestra og masterklassa. „Þessir masterklassar eru öllum opnir og ókeypis en kennarinn talar ekki bara til þátttakenda heldur einnig áhorfenda,“ segir Kristín. Viðburðirnir fara fram í Hörpu, Tónskóla Sigursveins og Norræna húsinu.Samstarf við Menuhin-keppnina Frá upphafi hefur Akademían verið í samstarfi við Menuhin-fiðlukeppnina. „Sú keppni er haldin annað hvert ár og fyrsti erlendi einleikarinn sem kom á Akademíuna var sigurvegari í þeirri fiðlukeppni. Í ár kemur Ziyu He, kínverskur fiðluleikari sem sigraði í eldri deild keppninnar 2016, þá sextán ára gamall,“ segir Kristín. Ziyu He ásamt píanóleikaranum Vladimir Stoupel leikur verk eftir Schubert, Dvorák, Paganini og Li Zili. Hann kemur einnig fram á lokatónleikum hátíðarinnar. Meðal annarra viðburða má nefna nemendatónleikaseríu sem kallast Rísandi stjörnur þar sem nemendur halda tónleika. Kennarar akademíunnar halda svo sína tónleika en sumir þeirra eru prófessorar við virta tónlistarháskola. Jórunnar Viðar minnst Þátttakendur skipa hátíðarhljómsveit Akademíunnar sem lýkur hátíðinni með tónleikum í Eldborg 14. júlí. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Bjarni Frímann Bjarnason en hann er nýráðinn tónlistarstjóri Íslensku óperunnar (og aðstoðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands). Meðal verka sem flutt verða er Hetjusinfónía Beethovens og Eldur eftir Jórunni Viðar, en hún samdi verkið við fyrsta íslenska ballettinn sem var fluttur í Þjóðleikhúsinu. „Okkur langaði að tengja hátíðina við fullveldisafmælið og við völdum því þetta verk en Jórunn hefði orðið hundrað ára á þessu ári,“ segir Kristín. Einleikarar á þessum tónleikum eru Ziyu He og hin ellefu ára gamla Ásta Dóra Finnsdóttir. Dagskrána má finna á vef Tónlistarakademíunnar musicacademy.is.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira