Akademía íslensks og erlends tónlistarfólks Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 6. júlí 2018 06:00 „Hlutverk akademíunnar er að færa hinn alþjóðlega tónlistarheim nær Íslandi,“ segir Kristín Mjöll Jakobsdóttir kynningarstjóri. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Alþjóðlega tónlistarakademían er haldin þessa dagana í sjötta sinn í Hörpu og lýkur 14. júlí. Kristín Mjöll Jakobsdóttir er kynningarstjóri hátíðarinnar í ár og einn af stofnendum hennar. „Hlutverk akademíunnar er að færa hinn alþjóðlega tónlistarheim nær Íslandi,“ segir hún. „Hér áður fyrr þurftu tónlistarnemar að fara til útlanda til að komast á viðlíka námskeið. Með tilkomu Hörpu opnaðist tækifæri til að búa til eigin akademíu sem gæfi íslensku og erlendu tónlistarfólki tækifæri til að mætast.“ Alls eru tuttugu viðburðir á dagskrá, þar af tólf tónleikar. Þátttakendur, sem eru um sjötíu koma hvaðanæva og njóta leiðsagnar kennara, fá einkatíma, þjálfun í kammertónlist og hljómsveitarleik, auk fyrirlestra og masterklassa. „Þessir masterklassar eru öllum opnir og ókeypis en kennarinn talar ekki bara til þátttakenda heldur einnig áhorfenda,“ segir Kristín. Viðburðirnir fara fram í Hörpu, Tónskóla Sigursveins og Norræna húsinu.Samstarf við Menuhin-keppnina Frá upphafi hefur Akademían verið í samstarfi við Menuhin-fiðlukeppnina. „Sú keppni er haldin annað hvert ár og fyrsti erlendi einleikarinn sem kom á Akademíuna var sigurvegari í þeirri fiðlukeppni. Í ár kemur Ziyu He, kínverskur fiðluleikari sem sigraði í eldri deild keppninnar 2016, þá sextán ára gamall,“ segir Kristín. Ziyu He ásamt píanóleikaranum Vladimir Stoupel leikur verk eftir Schubert, Dvorák, Paganini og Li Zili. Hann kemur einnig fram á lokatónleikum hátíðarinnar. Meðal annarra viðburða má nefna nemendatónleikaseríu sem kallast Rísandi stjörnur þar sem nemendur halda tónleika. Kennarar akademíunnar halda svo sína tónleika en sumir þeirra eru prófessorar við virta tónlistarháskola. Jórunnar Viðar minnst Þátttakendur skipa hátíðarhljómsveit Akademíunnar sem lýkur hátíðinni með tónleikum í Eldborg 14. júlí. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Bjarni Frímann Bjarnason en hann er nýráðinn tónlistarstjóri Íslensku óperunnar (og aðstoðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands). Meðal verka sem flutt verða er Hetjusinfónía Beethovens og Eldur eftir Jórunni Viðar, en hún samdi verkið við fyrsta íslenska ballettinn sem var fluttur í Þjóðleikhúsinu. „Okkur langaði að tengja hátíðina við fullveldisafmælið og við völdum því þetta verk en Jórunn hefði orðið hundrað ára á þessu ári,“ segir Kristín. Einleikarar á þessum tónleikum eru Ziyu He og hin ellefu ára gamla Ásta Dóra Finnsdóttir. Dagskrána má finna á vef Tónlistarakademíunnar musicacademy.is. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Alþjóðlega tónlistarakademían er haldin þessa dagana í sjötta sinn í Hörpu og lýkur 14. júlí. Kristín Mjöll Jakobsdóttir er kynningarstjóri hátíðarinnar í ár og einn af stofnendum hennar. „Hlutverk akademíunnar er að færa hinn alþjóðlega tónlistarheim nær Íslandi,“ segir hún. „Hér áður fyrr þurftu tónlistarnemar að fara til útlanda til að komast á viðlíka námskeið. Með tilkomu Hörpu opnaðist tækifæri til að búa til eigin akademíu sem gæfi íslensku og erlendu tónlistarfólki tækifæri til að mætast.“ Alls eru tuttugu viðburðir á dagskrá, þar af tólf tónleikar. Þátttakendur, sem eru um sjötíu koma hvaðanæva og njóta leiðsagnar kennara, fá einkatíma, þjálfun í kammertónlist og hljómsveitarleik, auk fyrirlestra og masterklassa. „Þessir masterklassar eru öllum opnir og ókeypis en kennarinn talar ekki bara til þátttakenda heldur einnig áhorfenda,“ segir Kristín. Viðburðirnir fara fram í Hörpu, Tónskóla Sigursveins og Norræna húsinu.Samstarf við Menuhin-keppnina Frá upphafi hefur Akademían verið í samstarfi við Menuhin-fiðlukeppnina. „Sú keppni er haldin annað hvert ár og fyrsti erlendi einleikarinn sem kom á Akademíuna var sigurvegari í þeirri fiðlukeppni. Í ár kemur Ziyu He, kínverskur fiðluleikari sem sigraði í eldri deild keppninnar 2016, þá sextán ára gamall,“ segir Kristín. Ziyu He ásamt píanóleikaranum Vladimir Stoupel leikur verk eftir Schubert, Dvorák, Paganini og Li Zili. Hann kemur einnig fram á lokatónleikum hátíðarinnar. Meðal annarra viðburða má nefna nemendatónleikaseríu sem kallast Rísandi stjörnur þar sem nemendur halda tónleika. Kennarar akademíunnar halda svo sína tónleika en sumir þeirra eru prófessorar við virta tónlistarháskola. Jórunnar Viðar minnst Þátttakendur skipa hátíðarhljómsveit Akademíunnar sem lýkur hátíðinni með tónleikum í Eldborg 14. júlí. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Bjarni Frímann Bjarnason en hann er nýráðinn tónlistarstjóri Íslensku óperunnar (og aðstoðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands). Meðal verka sem flutt verða er Hetjusinfónía Beethovens og Eldur eftir Jórunni Viðar, en hún samdi verkið við fyrsta íslenska ballettinn sem var fluttur í Þjóðleikhúsinu. „Okkur langaði að tengja hátíðina við fullveldisafmælið og við völdum því þetta verk en Jórunn hefði orðið hundrað ára á þessu ári,“ segir Kristín. Einleikarar á þessum tónleikum eru Ziyu He og hin ellefu ára gamla Ásta Dóra Finnsdóttir. Dagskrána má finna á vef Tónlistarakademíunnar musicacademy.is.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira