Englendingar fá góðar fréttir tveimur dögum fyrir Svíaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 09:30 Harry Kane er búinn að ná sér af bakmeiðslunum. Ekki er vitað hvort að hann hafi hreinlega meiðst í fagnaðarlátunum í leikslok. Vísir/Getty Enska landsliðið mætir Svíum í átta liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi á laugardaginn og í gær höfðu menn áhyggjur af meiðslum fimm öflugra leikmanna. Nú lítur þetta miklu betur út. Leikmennirnir fimm sem voru tæpir voru Harry Kane, Kyle Walker, Ashley Young, Jamie Vardy og Dele Alli. Sky Sports segir frá því í morgun að bæði Dele Alli og Ashley Young muni æfa með enska liðinu í dag, tveimur dögum fyrir Svíaleikinn, og ættu því báðir að vera leikfærir komi ekkert óvænt upp á æfingunum.WATCH: Dele Alli and Ashley Young will train on Thursday to give @England an injury boost ahead of their #WorldCup quarter-final with #Swe, say Sky sources: https://t.co/rGeYWlQ2ON#Eng#ThreeLionshttps://t.co/oKlywWAVbf — Sky Sports News (@SkySportsNews) July 5, 2018 Dele Alli og Ashley Young brugðust vel við meðferð sjúkraþjálfara enska liðsins. Alli hefur verið að glíma við tognun aftan í læri allt mótið og leik þannig ekki með enska liðinu í leikjunum á móti Panama og Belgíu. Ashley Young meiddist á ökkla í leiknum við Kólumbíu en hefur náð sér vel á strik í meðferðinni og verður með á laugardaginn. Harry Kane, var slæmur í bakinu og Kyle Walker, fékk krampa, eru báðir klárir í slaginn og það þarf ekki að hafa áhyggjur af þátttöku þeirra. Margir enskir stuðningsmenn fengu smá sjokk þegar fréttir af vandræðum Harry Kane en markahæsti maður keppninnar ætlar ekki að missa af þessum leik á móti Svíum. Enska landsliðið mun hinsvegar æfa fyrir luktum dyrum í dag og engir fjölmiðlamenn fá að fylgjast með. Fjölmiðlamennirnir fá því ekki tækifæri til að meta virkni og hreyfigetu umræddra leikmanna á æfingunni. Samkvæmt frétt Sky Sports þá er nú bara einn af þessum fimm tæpum en það er Jamie Vardy sem meiddist undir lok framlengingarinnar á móti Kólumbíu og gat af þeim sökum ekki tekið víti í vítakeppninni. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Enska landsliðið mætir Svíum í átta liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi á laugardaginn og í gær höfðu menn áhyggjur af meiðslum fimm öflugra leikmanna. Nú lítur þetta miklu betur út. Leikmennirnir fimm sem voru tæpir voru Harry Kane, Kyle Walker, Ashley Young, Jamie Vardy og Dele Alli. Sky Sports segir frá því í morgun að bæði Dele Alli og Ashley Young muni æfa með enska liðinu í dag, tveimur dögum fyrir Svíaleikinn, og ættu því báðir að vera leikfærir komi ekkert óvænt upp á æfingunum.WATCH: Dele Alli and Ashley Young will train on Thursday to give @England an injury boost ahead of their #WorldCup quarter-final with #Swe, say Sky sources: https://t.co/rGeYWlQ2ON#Eng#ThreeLionshttps://t.co/oKlywWAVbf — Sky Sports News (@SkySportsNews) July 5, 2018 Dele Alli og Ashley Young brugðust vel við meðferð sjúkraþjálfara enska liðsins. Alli hefur verið að glíma við tognun aftan í læri allt mótið og leik þannig ekki með enska liðinu í leikjunum á móti Panama og Belgíu. Ashley Young meiddist á ökkla í leiknum við Kólumbíu en hefur náð sér vel á strik í meðferðinni og verður með á laugardaginn. Harry Kane, var slæmur í bakinu og Kyle Walker, fékk krampa, eru báðir klárir í slaginn og það þarf ekki að hafa áhyggjur af þátttöku þeirra. Margir enskir stuðningsmenn fengu smá sjokk þegar fréttir af vandræðum Harry Kane en markahæsti maður keppninnar ætlar ekki að missa af þessum leik á móti Svíum. Enska landsliðið mun hinsvegar æfa fyrir luktum dyrum í dag og engir fjölmiðlamenn fá að fylgjast með. Fjölmiðlamennirnir fá því ekki tækifæri til að meta virkni og hreyfigetu umræddra leikmanna á æfingunni. Samkvæmt frétt Sky Sports þá er nú bara einn af þessum fimm tæpum en það er Jamie Vardy sem meiddist undir lok framlengingarinnar á móti Kólumbíu og gat af þeim sökum ekki tekið víti í vítakeppninni.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira