Neymar búinn að liggja í grasinu í fjórtán mínútur á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 09:00 Algeng sjón á HM. Leikurinn stopp og Neymar engist um af sársauka. Vísir/Getty Brasilíumaðurinn Neymar er vissulega sá sem oftast hefur verið brotið á í leikjum heimsmeistaramótsins í fótbolta en hann hefur hinsvegar jafnframt fengið á sig mikla gagnrýndi fyrir leikaraskap. Nú er komin fram ný tölfræði um Brassann sem minnkar ekkert þá gagnrýni. Fólkið á svissnesku sjónvarpsstöðinni RTS Sport fékk að kynnast þessu í leik Brasilíu og Sviss í riðlakeppninni og þau ákváðu í framhaldinu að taka saman hversu mikið Neymar hefur legið vælandi í grasinu á þessu heimsmeistaramóti. Þeirra mæling sýnir að Neymar er búinn að liggja í næstum því fjórtán mínútur í grasinu á HM í Rússlandi. 23 sinnum hefur verið dæmd aukaspyrna eftir brot á brasilíska framherjanum.#Neymar has spent 13 mins 50 of the #WorldCup rolling around injured, including 5 mins 30 vs #MEX alone, according to Swiss channel RTS. pic.twitter.com/v8clphw0Mq — Robin Bairner (@RBairner) July 4, 2018 Neymar hefur legið samtals í 13 mínútur og 50 sekúndur í grasinu og mest lá hann í grasinu á móti Mexíkó í 16 liða úrslitunum eða í 5 mínútur og 29 sekúndur. Framkoma Neymar hefur pirrað marga á mótinu en það var þó einkum ein viðbrögð hans úr síðasta leik á móti Mexíkó sem hneykslaði marga. Áhorfendur sáu hann þá veltast um í grasinu í tvær mínútur. Neymar engdist þá um eftir að Mexíkómaðurinn Miguel Layun steig á hann fyrir utan völlinn. Viðbrögð Neymar voru svo ýkt að Miguel Layun slapp við alla gagnrýni þótt að hann hefði átt að öllu eðlilegu að fá rautt spjald. Miguel Layun var í fullu jafnvægi þegar hann gekk að Neymar og steig á veika ökklann hans. Miguel Layun fékk ekki einu sinni spjald fyrir hvað þá rautt. Kannski var ástæðan að það leit út fyrir að Neymar væri hreinlega í lífshættu á grasinu svo mikil voru öskrin og lætin í honum. Það fóru allir að pæla í öfga viðbrögðum Neymar og allir gleymdu Layun. Neymar hefur skorað í tveimur síðustu leikjum og átt þátt í marki í þremur undanförum leikjum. Hann er með tvö mörk og tvær stoðsendingar í fjórum leikjum Brasilíu á HM 2018. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Brasilíumaðurinn Neymar er vissulega sá sem oftast hefur verið brotið á í leikjum heimsmeistaramótsins í fótbolta en hann hefur hinsvegar jafnframt fengið á sig mikla gagnrýndi fyrir leikaraskap. Nú er komin fram ný tölfræði um Brassann sem minnkar ekkert þá gagnrýni. Fólkið á svissnesku sjónvarpsstöðinni RTS Sport fékk að kynnast þessu í leik Brasilíu og Sviss í riðlakeppninni og þau ákváðu í framhaldinu að taka saman hversu mikið Neymar hefur legið vælandi í grasinu á þessu heimsmeistaramóti. Þeirra mæling sýnir að Neymar er búinn að liggja í næstum því fjórtán mínútur í grasinu á HM í Rússlandi. 23 sinnum hefur verið dæmd aukaspyrna eftir brot á brasilíska framherjanum.#Neymar has spent 13 mins 50 of the #WorldCup rolling around injured, including 5 mins 30 vs #MEX alone, according to Swiss channel RTS. pic.twitter.com/v8clphw0Mq — Robin Bairner (@RBairner) July 4, 2018 Neymar hefur legið samtals í 13 mínútur og 50 sekúndur í grasinu og mest lá hann í grasinu á móti Mexíkó í 16 liða úrslitunum eða í 5 mínútur og 29 sekúndur. Framkoma Neymar hefur pirrað marga á mótinu en það var þó einkum ein viðbrögð hans úr síðasta leik á móti Mexíkó sem hneykslaði marga. Áhorfendur sáu hann þá veltast um í grasinu í tvær mínútur. Neymar engdist þá um eftir að Mexíkómaðurinn Miguel Layun steig á hann fyrir utan völlinn. Viðbrögð Neymar voru svo ýkt að Miguel Layun slapp við alla gagnrýni þótt að hann hefði átt að öllu eðlilegu að fá rautt spjald. Miguel Layun var í fullu jafnvægi þegar hann gekk að Neymar og steig á veika ökklann hans. Miguel Layun fékk ekki einu sinni spjald fyrir hvað þá rautt. Kannski var ástæðan að það leit út fyrir að Neymar væri hreinlega í lífshættu á grasinu svo mikil voru öskrin og lætin í honum. Það fóru allir að pæla í öfga viðbrögðum Neymar og allir gleymdu Layun. Neymar hefur skorað í tveimur síðustu leikjum og átt þátt í marki í þremur undanförum leikjum. Hann er með tvö mörk og tvær stoðsendingar í fjórum leikjum Brasilíu á HM 2018.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira