Segja Ísland orðið of dýrt og fækka starfsfólki hótelsins Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2018 20:15 Eigendur Hótels Svartaskógar, Benedikt Hrafnkelsson og Helga Jónsdóttir. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hjón sem reka sveitahótel á Austurlandi hafa fækkað starfsfólki um þrjátíu prósent vegna samdráttar í sumar og samkeppni frá Airbnb. Þau segja Ísland orðið of dýrt en einnig hafi heimsmeistarakeppnin í fótbolta dregið úr ferðalögum. Rætt var við eigendur Hótels Svartaskógar í fréttum Stöðvar 2. Hótelið finnum við í skógarrjóðri í Jökulsárhlíð, ekki fjarri hringveginum, um 30 kílómetra norðan við Egilsstaði. Bændurnir á Hallgeirsstöðum, þau Benedikt Hrafnkelsson og Helga Jónsdóttir, reka þar lítið 20 herbergja sveitahótel en þau hófu ferðaþjónustu fyrir um aldarfjórðungi. „Þetta er öðruvísi sumar. Það virðist vera að dragast saman,“ segir Helga og segir þau greinilega finna fyrir samdrætti. „Það eru komnir gríðarlega margir í þetta. Airbnb er orðinn stór hluti og eðlilega kemur það einhversstaðar niður,“ segir Benedikt. Þau hafa brugðist við með því að fækka starfsmönnum frá því í fyrrasumar úr tíu niður í sjö, eða um 30 prósent. Helga segir það hlutfall einnig samsvara fækkun bókana. Þau áttu þó von á áttunda starfsmanninum, nú þegar drægi að háannatíma.Hótel Svartiskógur eru í rjóðri í Jökulsárhlíð, um 30 kílómetrum norðan við Egilsstaði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Mestu segja þau muna um afbókanir rútuhópa. Þannig hafi 17 af 77 rútuhópum hætt við auk þess sem færri ferðamenn séu í hverjum hópi. „Og svo er náttúrlega HM líka og þá eru menn fyrir framan sjónvarpið að horfa, - og heimur allur. Og það bara hefur áhrif,“ segir Benedikt. Þau segja að gestir hótelsins séu nær eingöngu útlendingar. „Það er greinilegt að Ísland er orðið of dýrt. Gengið er orðið of hátt og við erum komin yfir verðið í samkeppnislöndum, við eru ekki samkeppnisfær við önnur lönd sennilega. Það er bara stór hluti af þessu, held ég,“ segir Benedikt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir óþarfa að fyllast skelfingu Hrönn Greipsdóttir er framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Eldeyjar sem fjárfestir í ferðaþjónustu. Árið 2015 þegar fjárfestingafélaginu Eldey var hleypt af stokkunum lá fyrir að í nánustu framtíð yrði þörf á að þjappa afþreyingargeira ferðaþjónustunnar betur saman. 16. maí 2018 08:00 Ferðamönnum fjölgar áfram eftir ævintýralegan uppgang Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með 13% fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri 6%. 6. júní 2018 20:30 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Hjón sem reka sveitahótel á Austurlandi hafa fækkað starfsfólki um þrjátíu prósent vegna samdráttar í sumar og samkeppni frá Airbnb. Þau segja Ísland orðið of dýrt en einnig hafi heimsmeistarakeppnin í fótbolta dregið úr ferðalögum. Rætt var við eigendur Hótels Svartaskógar í fréttum Stöðvar 2. Hótelið finnum við í skógarrjóðri í Jökulsárhlíð, ekki fjarri hringveginum, um 30 kílómetra norðan við Egilsstaði. Bændurnir á Hallgeirsstöðum, þau Benedikt Hrafnkelsson og Helga Jónsdóttir, reka þar lítið 20 herbergja sveitahótel en þau hófu ferðaþjónustu fyrir um aldarfjórðungi. „Þetta er öðruvísi sumar. Það virðist vera að dragast saman,“ segir Helga og segir þau greinilega finna fyrir samdrætti. „Það eru komnir gríðarlega margir í þetta. Airbnb er orðinn stór hluti og eðlilega kemur það einhversstaðar niður,“ segir Benedikt. Þau hafa brugðist við með því að fækka starfsmönnum frá því í fyrrasumar úr tíu niður í sjö, eða um 30 prósent. Helga segir það hlutfall einnig samsvara fækkun bókana. Þau áttu þó von á áttunda starfsmanninum, nú þegar drægi að háannatíma.Hótel Svartiskógur eru í rjóðri í Jökulsárhlíð, um 30 kílómetrum norðan við Egilsstaði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Mestu segja þau muna um afbókanir rútuhópa. Þannig hafi 17 af 77 rútuhópum hætt við auk þess sem færri ferðamenn séu í hverjum hópi. „Og svo er náttúrlega HM líka og þá eru menn fyrir framan sjónvarpið að horfa, - og heimur allur. Og það bara hefur áhrif,“ segir Benedikt. Þau segja að gestir hótelsins séu nær eingöngu útlendingar. „Það er greinilegt að Ísland er orðið of dýrt. Gengið er orðið of hátt og við erum komin yfir verðið í samkeppnislöndum, við eru ekki samkeppnisfær við önnur lönd sennilega. Það er bara stór hluti af þessu, held ég,“ segir Benedikt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir óþarfa að fyllast skelfingu Hrönn Greipsdóttir er framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Eldeyjar sem fjárfestir í ferðaþjónustu. Árið 2015 þegar fjárfestingafélaginu Eldey var hleypt af stokkunum lá fyrir að í nánustu framtíð yrði þörf á að þjappa afþreyingargeira ferðaþjónustunnar betur saman. 16. maí 2018 08:00 Ferðamönnum fjölgar áfram eftir ævintýralegan uppgang Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með 13% fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri 6%. 6. júní 2018 20:30 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Segir óþarfa að fyllast skelfingu Hrönn Greipsdóttir er framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Eldeyjar sem fjárfestir í ferðaþjónustu. Árið 2015 þegar fjárfestingafélaginu Eldey var hleypt af stokkunum lá fyrir að í nánustu framtíð yrði þörf á að þjappa afþreyingargeira ferðaþjónustunnar betur saman. 16. maí 2018 08:00
Ferðamönnum fjölgar áfram eftir ævintýralegan uppgang Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með 13% fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri 6%. 6. júní 2018 20:30