6.258 fiskar komnir á land úr Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 5. júlí 2018 12:00 Öivind Kristofferson með 12 punda urriða úr Hraunvötnum sem er stærsti fiskurinn eins og er úr Veiðivötnum. Mynd: www.veidivotn.is Veiðivötn eru komin í góðann gír og það er gaman að sjá veiðitölurnar úr vötnunum á heimasíðu þeirra. Þeir sem eru að leggja leið sína í Veiðivötn í sumar þekkja þann skemmtilega vana að skoða veiðitölurnar sem eru uppfærðar á síðunni vikulega og sjá hvaða vötn eru að gefa best. Við rýndum aðeins í þessar tölur og það er svo sem fátt sem kemur á óvart en gaman að sjá hvað bleikjuveiðin í Snjóölduvatni er búin að vera góð. Snjóölduvatn er orðið eitt af vinsælustu vötnunum á svæðinu og þegar góð veiði kvisast út verður ásóknin auðvitað meira og í kjölfarið hækka tölurnar. Snjóölduvatn gaf 6.825 fiska í fyrra. 6.510 bleikjur og 315 urriða. Veiðin núna er komin í 1.774 fiska, 63 urriða og 1.711 bleikjur og bestu tíminn er framundan sérstaklega fyrir bleikjuna. Litlisjór er búinn að skila977 urriðum og er þar með annað besta vatnið og þriðja veiðnasta vatnið er síðan Hraunvötn með 508 urriða. Hæsta meðalþyngd úr einu vatni er úr Pyttlum en þar hafa þó aðeins veiðst 13 urriðar en meðalþyngdin á þessum 13 fiskum er 5.64 pund. Stærstu fiskarnir eru síðan 12 pund úr Hraunvötnum, 10.6 pund úr Litlasjó og 10,5 pund úr Ónefndavatni. Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði
Veiðivötn eru komin í góðann gír og það er gaman að sjá veiðitölurnar úr vötnunum á heimasíðu þeirra. Þeir sem eru að leggja leið sína í Veiðivötn í sumar þekkja þann skemmtilega vana að skoða veiðitölurnar sem eru uppfærðar á síðunni vikulega og sjá hvaða vötn eru að gefa best. Við rýndum aðeins í þessar tölur og það er svo sem fátt sem kemur á óvart en gaman að sjá hvað bleikjuveiðin í Snjóölduvatni er búin að vera góð. Snjóölduvatn er orðið eitt af vinsælustu vötnunum á svæðinu og þegar góð veiði kvisast út verður ásóknin auðvitað meira og í kjölfarið hækka tölurnar. Snjóölduvatn gaf 6.825 fiska í fyrra. 6.510 bleikjur og 315 urriða. Veiðin núna er komin í 1.774 fiska, 63 urriða og 1.711 bleikjur og bestu tíminn er framundan sérstaklega fyrir bleikjuna. Litlisjór er búinn að skila977 urriðum og er þar með annað besta vatnið og þriðja veiðnasta vatnið er síðan Hraunvötn með 508 urriða. Hæsta meðalþyngd úr einu vatni er úr Pyttlum en þar hafa þó aðeins veiðst 13 urriðar en meðalþyngdin á þessum 13 fiskum er 5.64 pund. Stærstu fiskarnir eru síðan 12 pund úr Hraunvötnum, 10.6 pund úr Litlasjó og 10,5 pund úr Ónefndavatni.
Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði