Fótbolti

Tveir af reynslumestu leikmönnum Japana hættir

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hasebe og Honda fagna marki þess síðarnefnda á HM í Rússlandi
Hasebe og Honda fagna marki þess síðarnefnda á HM í Rússlandi vísir/getty
Reynsluboltarnir Keisuke Honda og Makoto Hasebe hafa tilkynnt að HM í Rússlandi hafi verið þeirra síðasta mót með landsliði Japans en liðið féll úr leik á hádramatískan hátt gegn Belgíu í 16-liða úrslitum.

Um er ræða goðsagnir í japönskum fótbolta.

Hasebe bar fyrirliðabandið á HM í Rússlandi og lék alla leiki liðsins en þessi 34 ára gamli miðjumaður hefur leikið 104 landsleiki fyrir Japan sem gerir hann að fimmta leikjahæsta landsliðsmanni í sögu Japan.
 
Honda er ein skærasta stjarna Japana í seinni tíð en hann byrjaði alla fjóra leikina á bekknum í Rússlandi en kom inná í þremur; skoraði eitt mark og lagði upp eitt mark.

Hann endar því landsliðsferilinn með 98 landsleiki sem gerir hann að áttunda leikjahæsta landsliðsmanni í sögu Japan. Honda er 32 ára og vel þekktur í evrópskum fótbolta eftir að hafa gert garðinn frægan með CSKA Moskvu og AC Milan en hann er hvað þekktastur fyrir stórkostlega spyrnutækni.
 
Honda er nú á mála hjá Pachuca í Mexíkó en Hasebe leikur með Frankfurt í þýsku Bundesligunni, þar sem hann hefur leikið undanfarin tíu ár; fyrst með Wolfsburg, svo Nurnberg og nú Frankfurt.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×