Fékk að vita það rétt fyrir Argentínuleikinn að það væri búið að ræna föður hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2018 14:15 Mikel John Obi. Vísir/Getty Mikel John Obi, fyrirliði Nígeríu, spilaði leikinn mikilvæga á móti Argentínu, undir mjög erfiðum kringumstæðum. Hann fékk hræðilegar fréttir en mátti ekki segja neinum frá því. Mikel frétti það skömmu fyrir leikinn að það væri búið að ræna föður hans og hann yrði myrtur ef hann léti einhven vita. Nokkrum tímum seinna leiddi Obi Mikel nígeríska landsliðið inn á völlinn en hann hafði fengið þetta hyllilega símtal í rútunni á leiðinni á leikvanginn. Fjölskyldumeðlimur hringdi þá í Mikel og sagði að hann þyrfti að hringja í ákveðið númer. Þegar Mikel gerði það þá kröfðust mannræingjarnir lausnargjalds.Mikel John Obi told father had been kidnapped hours before World Cup match @DaveHytnerhttps://t.co/lCLGwQYyvh — Guardian sport (@guardian_sport) July 3, 2018 Pa Michael Obi, föður Mikel John Obi, var rænt í suðausturhluta Nígeríu þegar hann var á leiðinni í jarðaför. Lögreglunni tókst að frelsa hann en ekki fyrr en faðirinn hafði verið pyntaður í viku. Hann liggur nú á spítala og er að jafna sig. Þetta er í annað skiptið sem föður Mikel John Obi er rænt en það gerðist einnig í ágúst 2011. Mikel John Obi spilaði allar 90 mínúturnar í SArgentínuleiknum þrátt fyrir þessar skelfilegu fréttir en nígeríska liðið tapaði 2-1 og féll þar með úr leik. „Ég var ringlaður og vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég vissi samt að ég gat ekki valdið 180 milljónum Nígeríumanna vonbrigðum. Ég reyndi að útiloka þetta og fór út og spilaði fyrir landið mitt. Ég mátti ekki láta neinn vita í þjálfaraliðinu eða í nígeríska sambandinu. Aðeins mínir bestu vinir vissu af þessu,“ sagði Mikel John Obi við Guardian. Mikel John Obi þakkaði lögreglunni fyrir sín störf og það að þeim tókst að frelsa föðurs hans úr prísundinni. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Sjá meira
Mikel John Obi, fyrirliði Nígeríu, spilaði leikinn mikilvæga á móti Argentínu, undir mjög erfiðum kringumstæðum. Hann fékk hræðilegar fréttir en mátti ekki segja neinum frá því. Mikel frétti það skömmu fyrir leikinn að það væri búið að ræna föður hans og hann yrði myrtur ef hann léti einhven vita. Nokkrum tímum seinna leiddi Obi Mikel nígeríska landsliðið inn á völlinn en hann hafði fengið þetta hyllilega símtal í rútunni á leiðinni á leikvanginn. Fjölskyldumeðlimur hringdi þá í Mikel og sagði að hann þyrfti að hringja í ákveðið númer. Þegar Mikel gerði það þá kröfðust mannræingjarnir lausnargjalds.Mikel John Obi told father had been kidnapped hours before World Cup match @DaveHytnerhttps://t.co/lCLGwQYyvh — Guardian sport (@guardian_sport) July 3, 2018 Pa Michael Obi, föður Mikel John Obi, var rænt í suðausturhluta Nígeríu þegar hann var á leiðinni í jarðaför. Lögreglunni tókst að frelsa hann en ekki fyrr en faðirinn hafði verið pyntaður í viku. Hann liggur nú á spítala og er að jafna sig. Þetta er í annað skiptið sem föður Mikel John Obi er rænt en það gerðist einnig í ágúst 2011. Mikel John Obi spilaði allar 90 mínúturnar í SArgentínuleiknum þrátt fyrir þessar skelfilegu fréttir en nígeríska liðið tapaði 2-1 og féll þar með úr leik. „Ég var ringlaður og vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég vissi samt að ég gat ekki valdið 180 milljónum Nígeríumanna vonbrigðum. Ég reyndi að útiloka þetta og fór út og spilaði fyrir landið mitt. Ég mátti ekki láta neinn vita í þjálfaraliðinu eða í nígeríska sambandinu. Aðeins mínir bestu vinir vissu af þessu,“ sagði Mikel John Obi við Guardian. Mikel John Obi þakkaði lögreglunni fyrir sín störf og það að þeim tókst að frelsa föðurs hans úr prísundinni.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Sjá meira