Sjálf er ég krumminn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. júlí 2018 08:00 „Þegar maður er svona lengi í útlöndum þá verður maður svo þjóðlegur,“ segir Ellen Freydís. Fréttablaðið/Ernir Söngkonan Ellen Freydís Martin heldur fyrstu tónleika sína á Íslandi síðan hún flutti til Austurríkis fyrir 25 árum. Saman mynda hún og félagar hennar sveitina Krumma og hina Alpafuglana. „Það er langþráður draumur að rætast hjá mér. Mig hefur alltaf langað að hafa fallega tónleika á Íslandi og bjóða móður minni. Nú er komið að því,“ segir Ellen Freydís Martin með söngkonurödd. Hún er komin frá Austurríki ásamt fjögurra manna sveit til að halda þrenna tónleika á landinu. Þeir fyrstu eru í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á morgun, 4. júlí, klukkan 20. Íslensk þjóðlög í nýjum útsetningum eru í öndvegi. „Þegar maður er svona lengi í útlöndum þá verður maður svo þjóðlegur,“ segir hún glaðlega. Það er líka þjóðlegt að spyrja um upprunann. Ellen Freydís kveðst næstyngst fimm barna þeirra Agnesar Gestsdóttur og Marteins Jónssonar tannsmiðs, sem flutti hingað til lands sem bandarískur hermaður og hét Donald Luis Martin. „Pabbi lést síðasta haust, svo hann missir af tónleikunum, því miður,“ segir hún. Krummi og hinir Alpafuglarnir.Myndlist heillaði hana í fyrstu og hún lærði grafík en eftir að hún kynntist manni sínum dr. Orthulf Prunner sem var organisti í Háteigskirkju í sextán ár, sneri hún sér að söngnámi bæði hér á landi og í óperudeild Juilliard-háskólans í New York. „Samstarfsfólk mitt í Austurríki langaði líka að heyra eitthvað frá mér og mínu heimalandi, og varð yfir sig hrifið af þessum gömlu lögum okkar, við erum með fiðlu, harmóníku, trommur, lágfiðlu og víólu, auk söngsins og útsettum þau með tilliti til þess.“ Krummi og hinir Alpafuglarnir, kallar hópurinn sig. „Sjálf er ég er krumminn!“ segir Ellen Freydís stolt. Tónleikar númer tvö verða í Hannesarholti 5. júlí klukkan 20 (miðar fást á tix.is) og þeir þriðju á föstudag í Frystiklefanum á Rifi klukkan 21. „Svo langar okkur að hafa götutónleika á Lækjartorgi 8. júlí,“ segir Ellen Freydís. „Við höfum gert það í Vínarborg og fengið góðar undirtektir.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Söngkonan Ellen Freydís Martin heldur fyrstu tónleika sína á Íslandi síðan hún flutti til Austurríkis fyrir 25 árum. Saman mynda hún og félagar hennar sveitina Krumma og hina Alpafuglana. „Það er langþráður draumur að rætast hjá mér. Mig hefur alltaf langað að hafa fallega tónleika á Íslandi og bjóða móður minni. Nú er komið að því,“ segir Ellen Freydís Martin með söngkonurödd. Hún er komin frá Austurríki ásamt fjögurra manna sveit til að halda þrenna tónleika á landinu. Þeir fyrstu eru í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á morgun, 4. júlí, klukkan 20. Íslensk þjóðlög í nýjum útsetningum eru í öndvegi. „Þegar maður er svona lengi í útlöndum þá verður maður svo þjóðlegur,“ segir hún glaðlega. Það er líka þjóðlegt að spyrja um upprunann. Ellen Freydís kveðst næstyngst fimm barna þeirra Agnesar Gestsdóttur og Marteins Jónssonar tannsmiðs, sem flutti hingað til lands sem bandarískur hermaður og hét Donald Luis Martin. „Pabbi lést síðasta haust, svo hann missir af tónleikunum, því miður,“ segir hún. Krummi og hinir Alpafuglarnir.Myndlist heillaði hana í fyrstu og hún lærði grafík en eftir að hún kynntist manni sínum dr. Orthulf Prunner sem var organisti í Háteigskirkju í sextán ár, sneri hún sér að söngnámi bæði hér á landi og í óperudeild Juilliard-háskólans í New York. „Samstarfsfólk mitt í Austurríki langaði líka að heyra eitthvað frá mér og mínu heimalandi, og varð yfir sig hrifið af þessum gömlu lögum okkar, við erum með fiðlu, harmóníku, trommur, lágfiðlu og víólu, auk söngsins og útsettum þau með tilliti til þess.“ Krummi og hinir Alpafuglarnir, kallar hópurinn sig. „Sjálf er ég er krumminn!“ segir Ellen Freydís stolt. Tónleikar númer tvö verða í Hannesarholti 5. júlí klukkan 20 (miðar fást á tix.is) og þeir þriðju á föstudag í Frystiklefanum á Rifi klukkan 21. „Svo langar okkur að hafa götutónleika á Lækjartorgi 8. júlí,“ segir Ellen Freydís. „Við höfum gert það í Vínarborg og fengið góðar undirtektir.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“