Landsliðsmarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson er á leiðinni út í atvinnumensku til sænska stórliðsins Sävehof. FH-ingar hafa nú fundið eftirmann hans.
FH hefur gert tveggja ára samning við serbneska markvörðinn Lazar Minic. Lazar, sem er með króatískt vegabréf, er 23ja ára og hefur staðið sig vel í heimalandinu undanfarin tímabil samkvæmt fréttatilkynningu frá FH-ingum.
Lazar Minic er fæddur í október 1994. Hann er 193 sentímetrar á hæð og hefur spilað með liðum RK Jagodina , RK Partizan Beograd, RK Nova Pazova og MRK Pozarevac í Serbíu.
Birkir Fannar Bragason og Lazar Minic munu því mynda markvarðapar FH-liðsins á næsta tímabili.
Lazar Minic er þegar byrjaður að undirbúa sig fyrir tímabilið með FH eins og sjá má hér fyrir neðan.
Preparation for new season #handball #handbool #rukomet #hummel #red #handballgoalkeeper #instagood #instalike #instaphoto #picoftheday #likeforfollow #likeforlike #like4like #folowforfolow #folowme
A post shared by Lazar Minic (@lazar.minic_77) on Jun 12, 2018 at 3:05pm PDT
Hér fyrir neðan má sjá myndband með tilþrifum frá Lazar Minic í serbnesku deildinni.