Tölfræðin segir að De Gea sé lélegasti markvörðurinn í sögu HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2018 10:30 David de Gea. Vísir/Getty David de Gea og félagar í spænska fótboltalandsliðinu eru á heimleið í dag eftir að liðið datt út úr sextán liða úrslitum keppninnar í gær. Þetta var döpur heimsmeistarakeppni fyrir spænska landsliðið en hún var alveg skelfileg fyrir markvörð Manchester United sem var fyrir HM talinn vera einn besti markvörður heims. Frammistaða hans á HM í Rússlandi fær eflaust marga knattspyrnuspekinga til að endurskoða það mat sitt en var hún sögulega léleg. David de Gea hefur verið betri en enginn í marki Manchester United síðustu ár og er án vafa búinn að vera besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin tímabil. Þess vegna skilja svo fáir hvernig hann spilaði á HM í Rússlandi. Tölfræðilega er hægt að halda því fram að David de Gea sé lélegasti markvörðurinn í sögu HM eins og sjá má í þessari staðreynd á Twitter-síðu spænska stórblaðsins Marca.4 games. 7shots. 6goals conceded. 1save. Not since 1966 has a goalkeeper made fewer saves in a #WorldCup. Yet it is the record of David de Gea.https://t.co/HXWOiGU7d5pic.twitter.com/leGfopfyLU — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) July 2, 2018 David de Gea fékk á sig sex mörk í keppninni og varði ekki nema eitt skot. Síðan að menn fóru að halda utan um varin skot á HM árið 1966 hefur enginn markvörður varið svona fá skot í einni heimsmeistarakeppni. Í viðbót við það þá skoruðu Rússar úr öllum fjórum vítaspyrnunum á móti honum í vítakeppninni í gær á meðan kollegi hans í rússneska markinu, Igor Akinfeev, varði tvær spyrnur Spánverja. David de Gea varði því í raun aðeins 1 af 11 skotum sem komu á hann á HM í Rússlandi. Eitt af ellefu skotum gera 9 prósent markvörslu hjá þessum virta markverði.David de Gea.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
David de Gea og félagar í spænska fótboltalandsliðinu eru á heimleið í dag eftir að liðið datt út úr sextán liða úrslitum keppninnar í gær. Þetta var döpur heimsmeistarakeppni fyrir spænska landsliðið en hún var alveg skelfileg fyrir markvörð Manchester United sem var fyrir HM talinn vera einn besti markvörður heims. Frammistaða hans á HM í Rússlandi fær eflaust marga knattspyrnuspekinga til að endurskoða það mat sitt en var hún sögulega léleg. David de Gea hefur verið betri en enginn í marki Manchester United síðustu ár og er án vafa búinn að vera besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin tímabil. Þess vegna skilja svo fáir hvernig hann spilaði á HM í Rússlandi. Tölfræðilega er hægt að halda því fram að David de Gea sé lélegasti markvörðurinn í sögu HM eins og sjá má í þessari staðreynd á Twitter-síðu spænska stórblaðsins Marca.4 games. 7shots. 6goals conceded. 1save. Not since 1966 has a goalkeeper made fewer saves in a #WorldCup. Yet it is the record of David de Gea.https://t.co/HXWOiGU7d5pic.twitter.com/leGfopfyLU — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) July 2, 2018 David de Gea fékk á sig sex mörk í keppninni og varði ekki nema eitt skot. Síðan að menn fóru að halda utan um varin skot á HM árið 1966 hefur enginn markvörður varið svona fá skot í einni heimsmeistarakeppni. Í viðbót við það þá skoruðu Rússar úr öllum fjórum vítaspyrnunum á móti honum í vítakeppninni í gær á meðan kollegi hans í rússneska markinu, Igor Akinfeev, varði tvær spyrnur Spánverja. David de Gea varði því í raun aðeins 1 af 11 skotum sem komu á hann á HM í Rússlandi. Eitt af ellefu skotum gera 9 prósent markvörslu hjá þessum virta markverði.David de Gea.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira