Englendingar sjá fyrir sér „beina“ og „greiða“ leið inn í úrslitaleikinn á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2018 09:30 Harry Kane er líka í baráttunni um markakóngstitilinn. Vísir/Getty Englendingar voru bjartsýnir fyrir sextán liða úrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi eftir að þeir „tryggðu“ sér annað sætið í riðlinum en þeir eru enn bjartsýnni eftir úrslit helgarinnar. Þýskaland, Argentína, Portúgal og Spánn eru dæmi um öflugar knattspyrnuþjóðir sem eru farnar heim af HM og munu því ekki trufla leið enska landsliðsins í úrslitaleikinn. Spánverjar duttu úr keppni í gær og þar með er staðan þannig að engir fyrrum heimsmeistarar standa lengur í vegi fyrir enska landsliðinu og úrslitaleiknum á HM. Þýskaland, liðið sem hefur endað svo margar bestu keppnir enska landsliðsins á síðustu áratugum, hafði áður setið eftir í riðlakeppninni. Englendingar fögnuðu því ekki af ástæðulausu enda hafa þeir dottið út fyrir Þjóðverjum í vítakeppni í síðustu tveimur undanúrsltaleikjum liðsins (HM 1990 og EM 1996) Aðeins fimm þjóðir hafa slegið England út af HM þar af Þjóðverjar þrisvar (1970, 1990 og 2010). Hinar eru Brasilía (1962 og 2002), Argentína (1986 og 1998), Úrúgvæ (1954) og Portúgal (2006). Englandsmegin í útsláttarkeppninni eru því eftir England, Kólumbía, Svíþjóð, Sviss, Króatía og Rússland. Eitt af þessum liðum spilar til úrslita um heimsmeistaratitilinn í ár og HM-reynsla þeirra margra er af skornum skammti. BBC skoðaði stöðuna. Kólumbía hefur aðeins komist einu sinni í átta liða úrslit HM og það var fyrir fjórum árum síðan. Svisslendingar hafa líka komist lengst í átta liða úrslit.#ESP out #GER out #ARG out #POR out Are #ENG now the favourites to reach the #WorldCup final? Read in full https://t.co/9E2sNEd1GApic.twitter.com/Lql8v3aTdH — BBC Sport (@BBCSport) July 1, 2018 Svíar hafa komist tvisvar í undanúrslit (1994 og 1958) og einu sinni í úrslitaleikinn en það var á heimavelli fyrir sextíu árum. Króatar fóru alla leið í undanúrslitin árið 1998 en hafa ekki náð því síðan og Rússar komust nú í fyrsta sinn upp úr riðlakeppninni eftir að Sovétríkin sundruðust árið 1991. Svisslendingar eru efstir á FIFA-listanum af þessum þjóðum en þeir eru í sjötta sæti. England er þar í 12. sæti, Kólumbía er í 16. sæti. Króatía er í 20. sæti og Svíar (24. sæti) og Rússar (70. sæti) eru fyrir neðan Ísland á listanum. Englendingar sjá því margir fyrir sér „beina“ og „greiða“ leið inn í úrslitaleikinn á HM. Fyrst á dagskrá er samt leikur við Kólumbíu í sextán liða úrslitunum annað kvöld. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Sjá meira
Englendingar voru bjartsýnir fyrir sextán liða úrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi eftir að þeir „tryggðu“ sér annað sætið í riðlinum en þeir eru enn bjartsýnni eftir úrslit helgarinnar. Þýskaland, Argentína, Portúgal og Spánn eru dæmi um öflugar knattspyrnuþjóðir sem eru farnar heim af HM og munu því ekki trufla leið enska landsliðsins í úrslitaleikinn. Spánverjar duttu úr keppni í gær og þar með er staðan þannig að engir fyrrum heimsmeistarar standa lengur í vegi fyrir enska landsliðinu og úrslitaleiknum á HM. Þýskaland, liðið sem hefur endað svo margar bestu keppnir enska landsliðsins á síðustu áratugum, hafði áður setið eftir í riðlakeppninni. Englendingar fögnuðu því ekki af ástæðulausu enda hafa þeir dottið út fyrir Þjóðverjum í vítakeppni í síðustu tveimur undanúrsltaleikjum liðsins (HM 1990 og EM 1996) Aðeins fimm þjóðir hafa slegið England út af HM þar af Þjóðverjar þrisvar (1970, 1990 og 2010). Hinar eru Brasilía (1962 og 2002), Argentína (1986 og 1998), Úrúgvæ (1954) og Portúgal (2006). Englandsmegin í útsláttarkeppninni eru því eftir England, Kólumbía, Svíþjóð, Sviss, Króatía og Rússland. Eitt af þessum liðum spilar til úrslita um heimsmeistaratitilinn í ár og HM-reynsla þeirra margra er af skornum skammti. BBC skoðaði stöðuna. Kólumbía hefur aðeins komist einu sinni í átta liða úrslit HM og það var fyrir fjórum árum síðan. Svisslendingar hafa líka komist lengst í átta liða úrslit.#ESP out #GER out #ARG out #POR out Are #ENG now the favourites to reach the #WorldCup final? Read in full https://t.co/9E2sNEd1GApic.twitter.com/Lql8v3aTdH — BBC Sport (@BBCSport) July 1, 2018 Svíar hafa komist tvisvar í undanúrslit (1994 og 1958) og einu sinni í úrslitaleikinn en það var á heimavelli fyrir sextíu árum. Króatar fóru alla leið í undanúrslitin árið 1998 en hafa ekki náð því síðan og Rússar komust nú í fyrsta sinn upp úr riðlakeppninni eftir að Sovétríkin sundruðust árið 1991. Svisslendingar eru efstir á FIFA-listanum af þessum þjóðum en þeir eru í sjötta sæti. England er þar í 12. sæti, Kólumbía er í 16. sæti. Króatía er í 20. sæti og Svíar (24. sæti) og Rússar (70. sæti) eru fyrir neðan Ísland á listanum. Englendingar sjá því margir fyrir sér „beina“ og „greiða“ leið inn í úrslitaleikinn á HM. Fyrst á dagskrá er samt leikur við Kólumbíu í sextán liða úrslitunum annað kvöld.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Sjá meira