Haraldur spilaði fyrstu þrjár holurnar á einum yfir pari, en hann fékk par á fyrstu holu, skolla á annarri og aftur par á þriðju en allt eru þetta par fjögur holur.
Hann bætti við einum skolla á fimmtu braut en spilaði annars fjórðu og sjöttu holu á pari og er því tveimur yfir eftir sex holur.
Hér að neðan má sjá höggin hjá Haraldi á fyrstu þremur holunum en Friðrik Þór Halldórsson, myndatökumaður Stöðvar 2, fylgir Haraldi eftir í allan dag.