Emmessís flytur inn danskan skyrís Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júlí 2018 10:30 Emmessís var selt úr Mjólkursamsölunni árið 2007. Nábýlið er þó ennþá mikið. Vísir/GVA Smæð íslenska markaðarins og breytt tollalög eru stærstu ástæður þess að Emmessís hóf innflutning á dönskum skyrís, að sögn Gyðu Dan Johannesen, eins eigenda fyrirtækisins. Innflutningurinn hefur verið gagnrýndur og mörgum þótt skjóta skökku við að íslenska ísfyrirtækið, sem framleitt hefur vörur úr íslenskri mjólk í áratugi, sé farið að reiða sig á innfluttar mjólkurvörur. Gyða segir að innflutningurinn á skyrísnum, sem framleiddur er fyrir Emmessís af danska ísframleiðandanum Hansens Flødeis, séu viðbrögð fyrirtækisins við breyttum markaðsaðstæðum. Þeirra á meðal séu breytingar á tollalögum, sem tóku gildi þann 1. maí síðastliðinn. Lækkuðu þá tollar á innfluttum ístengdum vörum sem unnar eru úr mjólkurafurðum - „þá harðnar að sjálfsögðu á samkeppnismarkaði,“ eins og Gyða orðar það en hún metur það sem svo að neytendur horfi frekar á verð en uppruna vörunnar. Í tilfelli skyríssins sé uppruninni ekkert launungarmál að sögn Gyðu. Þó umbúðirnar séu á íslensku má sjá á þeim tvö dönsk merki, þ.m.t. merki danska fyrirtækisins. Þar að auki sé dýrt að þróa og dreifa vörum sem þessum á jafn litlum markaði og þeim íslenska. Gyða segir að því hafi verið horft til Norðurlandanna, þar sem fjöldi framleiðenda hafi tekið að þróa skyrís á síðustu misserum. Emmessís hafi því talið hagkvæmara að flytja inn vöru frá stærra markaðssvæði og pakka henni inn í íslenskar umbúðir, fremur en að framleiða hana sjálft frá grunni. Í þessu samhengi nefnir Gyða að Íslendingar séu farnir að kaupa innfluttan klaka í auknum mæli, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Gyða bætir við að Emmessís muni áfram þróa eigin vörur úr íslenskum afurðum - „ef markaður er til staðar.“ Á endanum séu það alltaf neytendurnir sem ráða. Hér að neðan má sjá líflegar umræður um danska skyrísinn. Landbúnaður Tengdar fréttir Engin tengsl við Mjólkursamsöluna Vegna fjölmiðlaumræðu undanfarna daga um samkeppni á mjólkurmarkaðnum vilja eigendur Emmessíss undirstrika að fyrirtækið er í einkaeigu. 7. október 2014 16:30 Kjörís og Emmessís takast á fyrir dómi Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði lögbann á notkun Emmessíss á vörumerkinu Toppís. Stjórnendur Emmessíss breyttu nafninu, hafa gagnstefnt Kjörís í Hveragerði og vilja bætur. Verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. 17. maí 2017 08:00 Emmessís fær nýja eigendur Einar Arnar Jónsson í Nóatúni og Gyða Dan Johansen, eiginkona forstjóra MS, eru meðal nýrra eigenda Emmessís. 7. október 2016 10:14 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Smæð íslenska markaðarins og breytt tollalög eru stærstu ástæður þess að Emmessís hóf innflutning á dönskum skyrís, að sögn Gyðu Dan Johannesen, eins eigenda fyrirtækisins. Innflutningurinn hefur verið gagnrýndur og mörgum þótt skjóta skökku við að íslenska ísfyrirtækið, sem framleitt hefur vörur úr íslenskri mjólk í áratugi, sé farið að reiða sig á innfluttar mjólkurvörur. Gyða segir að innflutningurinn á skyrísnum, sem framleiddur er fyrir Emmessís af danska ísframleiðandanum Hansens Flødeis, séu viðbrögð fyrirtækisins við breyttum markaðsaðstæðum. Þeirra á meðal séu breytingar á tollalögum, sem tóku gildi þann 1. maí síðastliðinn. Lækkuðu þá tollar á innfluttum ístengdum vörum sem unnar eru úr mjólkurafurðum - „þá harðnar að sjálfsögðu á samkeppnismarkaði,“ eins og Gyða orðar það en hún metur það sem svo að neytendur horfi frekar á verð en uppruna vörunnar. Í tilfelli skyríssins sé uppruninni ekkert launungarmál að sögn Gyðu. Þó umbúðirnar séu á íslensku má sjá á þeim tvö dönsk merki, þ.m.t. merki danska fyrirtækisins. Þar að auki sé dýrt að þróa og dreifa vörum sem þessum á jafn litlum markaði og þeim íslenska. Gyða segir að því hafi verið horft til Norðurlandanna, þar sem fjöldi framleiðenda hafi tekið að þróa skyrís á síðustu misserum. Emmessís hafi því talið hagkvæmara að flytja inn vöru frá stærra markaðssvæði og pakka henni inn í íslenskar umbúðir, fremur en að framleiða hana sjálft frá grunni. Í þessu samhengi nefnir Gyða að Íslendingar séu farnir að kaupa innfluttan klaka í auknum mæli, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Gyða bætir við að Emmessís muni áfram þróa eigin vörur úr íslenskum afurðum - „ef markaður er til staðar.“ Á endanum séu það alltaf neytendurnir sem ráða. Hér að neðan má sjá líflegar umræður um danska skyrísinn.
Landbúnaður Tengdar fréttir Engin tengsl við Mjólkursamsöluna Vegna fjölmiðlaumræðu undanfarna daga um samkeppni á mjólkurmarkaðnum vilja eigendur Emmessíss undirstrika að fyrirtækið er í einkaeigu. 7. október 2014 16:30 Kjörís og Emmessís takast á fyrir dómi Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði lögbann á notkun Emmessíss á vörumerkinu Toppís. Stjórnendur Emmessíss breyttu nafninu, hafa gagnstefnt Kjörís í Hveragerði og vilja bætur. Verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. 17. maí 2017 08:00 Emmessís fær nýja eigendur Einar Arnar Jónsson í Nóatúni og Gyða Dan Johansen, eiginkona forstjóra MS, eru meðal nýrra eigenda Emmessís. 7. október 2016 10:14 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Engin tengsl við Mjólkursamsöluna Vegna fjölmiðlaumræðu undanfarna daga um samkeppni á mjólkurmarkaðnum vilja eigendur Emmessíss undirstrika að fyrirtækið er í einkaeigu. 7. október 2014 16:30
Kjörís og Emmessís takast á fyrir dómi Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði lögbann á notkun Emmessíss á vörumerkinu Toppís. Stjórnendur Emmessíss breyttu nafninu, hafa gagnstefnt Kjörís í Hveragerði og vilja bætur. Verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. 17. maí 2017 08:00
Emmessís fær nýja eigendur Einar Arnar Jónsson í Nóatúni og Gyða Dan Johansen, eiginkona forstjóra MS, eru meðal nýrra eigenda Emmessís. 7. október 2016 10:14