Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júlí 2018 11:45 Heimir Hallgrímsson, fráfarandi þjálfari karlalandsliðs Íslands, hefur fengið fyrirspurnir erlendis frá, bæði frá landsliðum og félagsliðum. Hann segir launin aldrei hafa verið aðalatriðið í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands. Hann hafi velt fyrir sér að stýra liðinu út Þjóðadeildina en komist að þeirri niðurstöðu að það væri ósanngjarnt gagnvart þeim þjálfara sem svo tæki við. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Heimir boðaði til með skömmum fyrirvara á Hilton í morgun. Þar nýtti Heimir tækifærið og þakkaði samstarfsfólki sínu samfylgdina auk þess sem hann fór yfir hvernig staða landsliðsins sé í dag að hans mati. Hún hefur aldrei verið betri að sögn Heimis og sömu sögu sé að segja um KSÍ þar sem allt sé í blóma og fjárhagsstaðan afar góð.Skilur við landsliðið í blóma Minnti Heimir á að meirihluti landsliðsmanna væri á besta aldri, að nálgast þrítugt. Landsliði hefði náð árangri sínum undanfarin ár á besta mögulega tíma. Liðið ætti framundan leiki gegn Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni en úrslit gegn svo sterkum andstæðingum gefi mörg stig á styrkleikalista FIFA. Þá hafi fjárhagsstaða KSÍ aldrei verið betri enda landsliðið skaffað heilmikið verðlaunafé. Liðið eigi nokkuð greiða leið á EM 2020 en liðið verði aldrei neðar en í 2. styrkleikaflokki þegar dregið verði í undankeppninni. Tilkynnt var um brotthvarf Heimis í tilkynningu frá KSÍ klukkan 10 í morgun. Í framhaldinu var boðað til tveggja blaðamannafunda, annars vegar hjá Heimi á Hilton klukkan 11 og svo hjá Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13:15. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi.Niðurstaðan í Rússlandi vonbrigði Heimir upplýsti á fundinum í dag að hugur hans hefði snúist í hringi síðan hann kom heim til Íslands eftir HM í Rússlandi. Niðurstaðan, eitt stig úr þremur leikjum, hefði verið vonbrigði þótt frammistaðan hefði verið góð miðað við stöðuna á hópnum. Hann hefði rætt við Guðna Bergsson og velt fyrir sér að halda áfram með liðið í gegnum Þjóðadeildina sem hefst í haust. Hann hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að þá fengi nýr þjálfari engan tíma til undirbúnings fyrir EM 2020. Það væri ekki sanngjarnt að hann „tæki rjómann“, mest spennandi verkefnin, og því betra að stíga til hliðar. Erlend félagslið og landslið hafa verið í sambandi við umboðsmann Heimis en hann segir ekkert í hendi. Hvaða verkefni sem honum bjóðist vilji hann alltaf fá tíma til undirbúnings. Hvort sem það feli í sér að læra nýtt tungumál eða annað. Annars yrði hann hjá KSÍ út mánuðinn þegar samningurinn rynni út. Hvort hann yrði sambandinu innan handar við leit að þjálfara eða gerði annað sagðist Heimir ekki vita það. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, myndi kannski bara láta hann skúra gólfin.Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi sem sjá má hér að ofan. Að neðan má sjá textalýsingu frá fundinum.
Heimir Hallgrímsson, fráfarandi þjálfari karlalandsliðs Íslands, hefur fengið fyrirspurnir erlendis frá, bæði frá landsliðum og félagsliðum. Hann segir launin aldrei hafa verið aðalatriðið í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands. Hann hafi velt fyrir sér að stýra liðinu út Þjóðadeildina en komist að þeirri niðurstöðu að það væri ósanngjarnt gagnvart þeim þjálfara sem svo tæki við. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Heimir boðaði til með skömmum fyrirvara á Hilton í morgun. Þar nýtti Heimir tækifærið og þakkaði samstarfsfólki sínu samfylgdina auk þess sem hann fór yfir hvernig staða landsliðsins sé í dag að hans mati. Hún hefur aldrei verið betri að sögn Heimis og sömu sögu sé að segja um KSÍ þar sem allt sé í blóma og fjárhagsstaðan afar góð.Skilur við landsliðið í blóma Minnti Heimir á að meirihluti landsliðsmanna væri á besta aldri, að nálgast þrítugt. Landsliði hefði náð árangri sínum undanfarin ár á besta mögulega tíma. Liðið ætti framundan leiki gegn Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni en úrslit gegn svo sterkum andstæðingum gefi mörg stig á styrkleikalista FIFA. Þá hafi fjárhagsstaða KSÍ aldrei verið betri enda landsliðið skaffað heilmikið verðlaunafé. Liðið eigi nokkuð greiða leið á EM 2020 en liðið verði aldrei neðar en í 2. styrkleikaflokki þegar dregið verði í undankeppninni. Tilkynnt var um brotthvarf Heimis í tilkynningu frá KSÍ klukkan 10 í morgun. Í framhaldinu var boðað til tveggja blaðamannafunda, annars vegar hjá Heimi á Hilton klukkan 11 og svo hjá Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13:15. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi.Niðurstaðan í Rússlandi vonbrigði Heimir upplýsti á fundinum í dag að hugur hans hefði snúist í hringi síðan hann kom heim til Íslands eftir HM í Rússlandi. Niðurstaðan, eitt stig úr þremur leikjum, hefði verið vonbrigði þótt frammistaðan hefði verið góð miðað við stöðuna á hópnum. Hann hefði rætt við Guðna Bergsson og velt fyrir sér að halda áfram með liðið í gegnum Þjóðadeildina sem hefst í haust. Hann hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að þá fengi nýr þjálfari engan tíma til undirbúnings fyrir EM 2020. Það væri ekki sanngjarnt að hann „tæki rjómann“, mest spennandi verkefnin, og því betra að stíga til hliðar. Erlend félagslið og landslið hafa verið í sambandi við umboðsmann Heimis en hann segir ekkert í hendi. Hvaða verkefni sem honum bjóðist vilji hann alltaf fá tíma til undirbúnings. Hvort sem það feli í sér að læra nýtt tungumál eða annað. Annars yrði hann hjá KSÍ út mánuðinn þegar samningurinn rynni út. Hvort hann yrði sambandinu innan handar við leit að þjálfara eða gerði annað sagðist Heimir ekki vita það. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, myndi kannski bara láta hann skúra gólfin.Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi sem sjá má hér að ofan. Að neðan má sjá textalýsingu frá fundinum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08