Forstjóri Boeing hefur áhyggjur af viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júlí 2018 23:05 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Dennis Muilenburg forstjóri Boeing á frumsýningarviðburði fyrir nýja þotu úr smiðju flugrisans í febrúar síðastliðnum. Vísir/Getty Forstjóri flugrisans Boeing lýsti yfir þungum áhyggjum af tollastríði Bandaríkjanna og Kína er hann ræddi við blaðamenn í aðdraganda Farnborough-flugsýningarinnar sem hefst í Bretlandi í vikunni. Dennis Muilenburg sagði að viðskiptahöftin, sem Bandaríkin og Kína hafa nú lagt á hvort ríkið um sig, hækki kostnað við framleiðslu á flugvélum og öðrum loftförum. Sú framleiðsla hafi jákvæð áhrif á hagvöxt í heiminum öllum og því geti tollastríðin haft alvarlegar afleiðingar.Sjá einnig: Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Muilenburg segist þó hafa átt í viðræðum við ríkisstjórnir beggja ríka, Bandaríkjanna og Kína, og fullyrðir að hann sé vongóður um farsæla lausn á deilunum. Hann segir Boeing, sem er stærsti framleiðandinn í flugbransanum, þó ekki hafa fundið fyrir áhrifum tollastríðsins enn sem komið er. Eins og staðan er núna hafa ríkin tvö lagt tolla á vörur frá hvort öðru upp á 34 milljarða dollara eða um 3.600 milljarða íslenskra króna. Trump Bandaríkjaforseti hefur jafnframt hótað að leggja tolla á allar innfluttar vörur frá Kína að verðmæti um 500 milljarða dollara á ári, eða 52.500 milljarða króna. Bandaríkin Boeing Donald Trump Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Hætta er á að viðskiptastríð Trump Bandaríkjaforseta og Kína harðni enn á næstunni. 6. júlí 2018 10:15 Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Merkel varar Bandaríkin við verndartollum á bíla Þýskalandskanslari ráðleggur Bandaríkjastjórn að ræða frekar við viðskiptafélaga sína en að skella á þá einhliða tollum. 4. júlí 2018 13:14 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Forstjóri flugrisans Boeing lýsti yfir þungum áhyggjum af tollastríði Bandaríkjanna og Kína er hann ræddi við blaðamenn í aðdraganda Farnborough-flugsýningarinnar sem hefst í Bretlandi í vikunni. Dennis Muilenburg sagði að viðskiptahöftin, sem Bandaríkin og Kína hafa nú lagt á hvort ríkið um sig, hækki kostnað við framleiðslu á flugvélum og öðrum loftförum. Sú framleiðsla hafi jákvæð áhrif á hagvöxt í heiminum öllum og því geti tollastríðin haft alvarlegar afleiðingar.Sjá einnig: Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Muilenburg segist þó hafa átt í viðræðum við ríkisstjórnir beggja ríka, Bandaríkjanna og Kína, og fullyrðir að hann sé vongóður um farsæla lausn á deilunum. Hann segir Boeing, sem er stærsti framleiðandinn í flugbransanum, þó ekki hafa fundið fyrir áhrifum tollastríðsins enn sem komið er. Eins og staðan er núna hafa ríkin tvö lagt tolla á vörur frá hvort öðru upp á 34 milljarða dollara eða um 3.600 milljarða íslenskra króna. Trump Bandaríkjaforseti hefur jafnframt hótað að leggja tolla á allar innfluttar vörur frá Kína að verðmæti um 500 milljarða dollara á ári, eða 52.500 milljarða króna.
Bandaríkin Boeing Donald Trump Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Hætta er á að viðskiptastríð Trump Bandaríkjaforseta og Kína harðni enn á næstunni. 6. júlí 2018 10:15 Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Merkel varar Bandaríkin við verndartollum á bíla Þýskalandskanslari ráðleggur Bandaríkjastjórn að ræða frekar við viðskiptafélaga sína en að skella á þá einhliða tollum. 4. júlí 2018 13:14 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Hætta er á að viðskiptastríð Trump Bandaríkjaforseta og Kína harðni enn á næstunni. 6. júlí 2018 10:15
Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20
Merkel varar Bandaríkin við verndartollum á bíla Þýskalandskanslari ráðleggur Bandaríkjastjórn að ræða frekar við viðskiptafélaga sína en að skella á þá einhliða tollum. 4. júlí 2018 13:14