G! Festival í Færeyjum í blússandi gangi Stefán Þór Hjartarson skrifar 13. júlí 2018 06:00 Úlfur Úlfur í sumarblíðunni í Færeyjum. Kapteinn Per Jakobsen skutlaði drengjunum út á fjörð á trillunni sinni. Spúnarnir voru miklu stærri en nokkur fiskur sem bitið hefur á hjá þeim áður. Fréttablaðið/Stefán Þór Um þessar mundir fer fram tónlistarhátíðin G! Festival í Færeyjum, sem er nokkurs konar Iceland Airwaves og Þjóðhátíð í Eyjum slegið saman í eina hátíð. Blaðamaður Lífsins er á svæðinu til að skrásetja það sem fram fer á þessari færeysku hátíð. Hljómsveitin Úlfur Úlfur er fulltrúi Íslands á hátíðinni þetta árið enda vinsæl hjá frændum vorum, sem geta sungið með Brennum allt eins og það væri Stál og hnífur í týpískri tjaldútilegu. Sólin hefur ekki látið sig vanta á hátíðinni, annað en er á sunnanverðu Fróni, og því ekki vitlaust fyrir Sunnlendinga að renna út á Reykjavíkurflugvöll og taka þetta stutta flug suður til Færeyja þar sem hægt er að ná smá lit. Fróðustu menn hér í Færeyjum tala um að þetta sé eitt besta veður sem komið hefur langa lengi og því um að gera að drífa í að panta miða. „Það er geggjað að vera hérna, ég er ógeðslega peppaður,“ segir Arnar Freyr, sem er annars kátur yfir því að fá loksins smá lit eftir grátt sumarið á Íslandi.Það beit ekkert á hjá Helga en hann lét það ekki stoppa sig í að njóta G! Festival.Fréttablaðið/Stefán Þór„Þetta er auðvitað draumur að rætast – ég sótti persónulega um að spila á G! Festival árið 2011 eða 2012. Ég hef lengi vitað af þessari hátíð og alltaf langað til að koma, en nú erum við hér og það er auðvitað frábært. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu – Færeyingar eru svo góðir gestgjafar, ótrúlega næs og til í að gera allt fyrir mann.“ Strákarnir hituðu upp fyrir giggið með því að skella sér á sjóinn og anda að sér sjávarlofti. Úlfur Úlfur sem er frá Sauðárkróki, þar sem seltan liggur í loftinu, þarf auðvitað á því að halda að taka inn anganina af hafinu sem minnir á æskuslóðirnar til þess að koma sér í gírinn. Reyndar beit ekkert á þennan daginn en það kom ekkert að sök. Náttúrufegurðarinnar í Færeyjum sem er ótrúleg, hrikalegra fjallanna sem liggja snarbrött beint ofan í sjó og fallegra fjarðanna er best að njóta frá þilfari skips úti á spegilsléttum sjónum. „Okkar besti maður, kapteinn Per Jakobsen, skutlaði okkur út á fjörð á trillunni sinni. Spúnarnir voru miklu stærri en nokkur fiskur sem bitið hefur á hjá mér áður í lífinu. Leiðinlegt að við höfum ekki veitt nokkurn skapaðan hlut annað en einhvern þara – en við skemmtum okkur konunglega í góða veðrinu með honum Per – okkar besta manni. Þetta dregur ekkert úr okkur eða hitt þó heldur, við verðum ótrúlega hressir á sviðinu í kvöld.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Sjá meira
Um þessar mundir fer fram tónlistarhátíðin G! Festival í Færeyjum, sem er nokkurs konar Iceland Airwaves og Þjóðhátíð í Eyjum slegið saman í eina hátíð. Blaðamaður Lífsins er á svæðinu til að skrásetja það sem fram fer á þessari færeysku hátíð. Hljómsveitin Úlfur Úlfur er fulltrúi Íslands á hátíðinni þetta árið enda vinsæl hjá frændum vorum, sem geta sungið með Brennum allt eins og það væri Stál og hnífur í týpískri tjaldútilegu. Sólin hefur ekki látið sig vanta á hátíðinni, annað en er á sunnanverðu Fróni, og því ekki vitlaust fyrir Sunnlendinga að renna út á Reykjavíkurflugvöll og taka þetta stutta flug suður til Færeyja þar sem hægt er að ná smá lit. Fróðustu menn hér í Færeyjum tala um að þetta sé eitt besta veður sem komið hefur langa lengi og því um að gera að drífa í að panta miða. „Það er geggjað að vera hérna, ég er ógeðslega peppaður,“ segir Arnar Freyr, sem er annars kátur yfir því að fá loksins smá lit eftir grátt sumarið á Íslandi.Það beit ekkert á hjá Helga en hann lét það ekki stoppa sig í að njóta G! Festival.Fréttablaðið/Stefán Þór„Þetta er auðvitað draumur að rætast – ég sótti persónulega um að spila á G! Festival árið 2011 eða 2012. Ég hef lengi vitað af þessari hátíð og alltaf langað til að koma, en nú erum við hér og það er auðvitað frábært. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu – Færeyingar eru svo góðir gestgjafar, ótrúlega næs og til í að gera allt fyrir mann.“ Strákarnir hituðu upp fyrir giggið með því að skella sér á sjóinn og anda að sér sjávarlofti. Úlfur Úlfur sem er frá Sauðárkróki, þar sem seltan liggur í loftinu, þarf auðvitað á því að halda að taka inn anganina af hafinu sem minnir á æskuslóðirnar til þess að koma sér í gírinn. Reyndar beit ekkert á þennan daginn en það kom ekkert að sök. Náttúrufegurðarinnar í Færeyjum sem er ótrúleg, hrikalegra fjallanna sem liggja snarbrött beint ofan í sjó og fallegra fjarðanna er best að njóta frá þilfari skips úti á spegilsléttum sjónum. „Okkar besti maður, kapteinn Per Jakobsen, skutlaði okkur út á fjörð á trillunni sinni. Spúnarnir voru miklu stærri en nokkur fiskur sem bitið hefur á hjá mér áður í lífinu. Leiðinlegt að við höfum ekki veitt nokkurn skapaðan hlut annað en einhvern þara – en við skemmtum okkur konunglega í góða veðrinu með honum Per – okkar besta manni. Þetta dregur ekkert úr okkur eða hitt þó heldur, við verðum ótrúlega hressir á sviðinu í kvöld.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Sjá meira