G! Festival í Færeyjum í blússandi gangi Stefán Þór Hjartarson skrifar 13. júlí 2018 06:00 Úlfur Úlfur í sumarblíðunni í Færeyjum. Kapteinn Per Jakobsen skutlaði drengjunum út á fjörð á trillunni sinni. Spúnarnir voru miklu stærri en nokkur fiskur sem bitið hefur á hjá þeim áður. Fréttablaðið/Stefán Þór Um þessar mundir fer fram tónlistarhátíðin G! Festival í Færeyjum, sem er nokkurs konar Iceland Airwaves og Þjóðhátíð í Eyjum slegið saman í eina hátíð. Blaðamaður Lífsins er á svæðinu til að skrásetja það sem fram fer á þessari færeysku hátíð. Hljómsveitin Úlfur Úlfur er fulltrúi Íslands á hátíðinni þetta árið enda vinsæl hjá frændum vorum, sem geta sungið með Brennum allt eins og það væri Stál og hnífur í týpískri tjaldútilegu. Sólin hefur ekki látið sig vanta á hátíðinni, annað en er á sunnanverðu Fróni, og því ekki vitlaust fyrir Sunnlendinga að renna út á Reykjavíkurflugvöll og taka þetta stutta flug suður til Færeyja þar sem hægt er að ná smá lit. Fróðustu menn hér í Færeyjum tala um að þetta sé eitt besta veður sem komið hefur langa lengi og því um að gera að drífa í að panta miða. „Það er geggjað að vera hérna, ég er ógeðslega peppaður,“ segir Arnar Freyr, sem er annars kátur yfir því að fá loksins smá lit eftir grátt sumarið á Íslandi.Það beit ekkert á hjá Helga en hann lét það ekki stoppa sig í að njóta G! Festival.Fréttablaðið/Stefán Þór„Þetta er auðvitað draumur að rætast – ég sótti persónulega um að spila á G! Festival árið 2011 eða 2012. Ég hef lengi vitað af þessari hátíð og alltaf langað til að koma, en nú erum við hér og það er auðvitað frábært. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu – Færeyingar eru svo góðir gestgjafar, ótrúlega næs og til í að gera allt fyrir mann.“ Strákarnir hituðu upp fyrir giggið með því að skella sér á sjóinn og anda að sér sjávarlofti. Úlfur Úlfur sem er frá Sauðárkróki, þar sem seltan liggur í loftinu, þarf auðvitað á því að halda að taka inn anganina af hafinu sem minnir á æskuslóðirnar til þess að koma sér í gírinn. Reyndar beit ekkert á þennan daginn en það kom ekkert að sök. Náttúrufegurðarinnar í Færeyjum sem er ótrúleg, hrikalegra fjallanna sem liggja snarbrött beint ofan í sjó og fallegra fjarðanna er best að njóta frá þilfari skips úti á spegilsléttum sjónum. „Okkar besti maður, kapteinn Per Jakobsen, skutlaði okkur út á fjörð á trillunni sinni. Spúnarnir voru miklu stærri en nokkur fiskur sem bitið hefur á hjá mér áður í lífinu. Leiðinlegt að við höfum ekki veitt nokkurn skapaðan hlut annað en einhvern þara – en við skemmtum okkur konunglega í góða veðrinu með honum Per – okkar besta manni. Þetta dregur ekkert úr okkur eða hitt þó heldur, við verðum ótrúlega hressir á sviðinu í kvöld.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Um þessar mundir fer fram tónlistarhátíðin G! Festival í Færeyjum, sem er nokkurs konar Iceland Airwaves og Þjóðhátíð í Eyjum slegið saman í eina hátíð. Blaðamaður Lífsins er á svæðinu til að skrásetja það sem fram fer á þessari færeysku hátíð. Hljómsveitin Úlfur Úlfur er fulltrúi Íslands á hátíðinni þetta árið enda vinsæl hjá frændum vorum, sem geta sungið með Brennum allt eins og það væri Stál og hnífur í týpískri tjaldútilegu. Sólin hefur ekki látið sig vanta á hátíðinni, annað en er á sunnanverðu Fróni, og því ekki vitlaust fyrir Sunnlendinga að renna út á Reykjavíkurflugvöll og taka þetta stutta flug suður til Færeyja þar sem hægt er að ná smá lit. Fróðustu menn hér í Færeyjum tala um að þetta sé eitt besta veður sem komið hefur langa lengi og því um að gera að drífa í að panta miða. „Það er geggjað að vera hérna, ég er ógeðslega peppaður,“ segir Arnar Freyr, sem er annars kátur yfir því að fá loksins smá lit eftir grátt sumarið á Íslandi.Það beit ekkert á hjá Helga en hann lét það ekki stoppa sig í að njóta G! Festival.Fréttablaðið/Stefán Þór„Þetta er auðvitað draumur að rætast – ég sótti persónulega um að spila á G! Festival árið 2011 eða 2012. Ég hef lengi vitað af þessari hátíð og alltaf langað til að koma, en nú erum við hér og það er auðvitað frábært. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu – Færeyingar eru svo góðir gestgjafar, ótrúlega næs og til í að gera allt fyrir mann.“ Strákarnir hituðu upp fyrir giggið með því að skella sér á sjóinn og anda að sér sjávarlofti. Úlfur Úlfur sem er frá Sauðárkróki, þar sem seltan liggur í loftinu, þarf auðvitað á því að halda að taka inn anganina af hafinu sem minnir á æskuslóðirnar til þess að koma sér í gírinn. Reyndar beit ekkert á þennan daginn en það kom ekkert að sök. Náttúrufegurðarinnar í Færeyjum sem er ótrúleg, hrikalegra fjallanna sem liggja snarbrött beint ofan í sjó og fallegra fjarðanna er best að njóta frá þilfari skips úti á spegilsléttum sjónum. „Okkar besti maður, kapteinn Per Jakobsen, skutlaði okkur út á fjörð á trillunni sinni. Spúnarnir voru miklu stærri en nokkur fiskur sem bitið hefur á hjá mér áður í lífinu. Leiðinlegt að við höfum ekki veitt nokkurn skapaðan hlut annað en einhvern þara – en við skemmtum okkur konunglega í góða veðrinu með honum Per – okkar besta manni. Þetta dregur ekkert úr okkur eða hitt þó heldur, við verðum ótrúlega hressir á sviðinu í kvöld.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira