Rúrik segir erfitt á þessum tímapunkti að finna sér konu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2018 15:00 Rúrik Gíslason var í viðtölum í dag. vísir/vilhelm „Hvað er að gerast? Hvað gerði ég? Komst einhver inn í símann minn?“ Þetta voru fyrstu viðbrögð Rúriks Gíslasonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, eftir að hafa kíkt í símann sinn eftir 1-1 jafntefli Íslands og Argentínu á HM í Rússlandi. Fylgjendafjöldi hans hafði aukist á augabragði. Hann var um 35 þúsund fyrir leikinn en hefur á fjórum vikum aukist um rúmlega 1,3 milljón. Enginn Íslendingur hefur fleiri fylgjendur á samfélagsmiðlum. Aðallega er um að ræða konur frá Argentínu og Brasilíu að sögn Rúriks. Rúrik kíkti í heimsókn í Brennsluna á FM957 og svaraði spurningum hlustenda. Hann sagði meðal annars að Kári Árnason, miðvörður landsliðsins, hefði sett mynd á Instagram á Keflavíkurflugvelli af landsliðinu og merkt hana #sexyrurik. Þetta væri því Kára að þakka, að mati miðvarðarins. „Það er búið að hægjast töluvert á þessu núna. En það tikkar inn. Þetta er orðið dálítið meira ópersónulegt en þetta var,“ segir Rúrik sem gat lítið skoðað símann sinn á meðan fylgjendur streymdi inn. Ekkert hafi verið hægt að lesa. Það hafi einfaldlega verið flóð af skilaboðum. Síðan hefur Rúrik fengið aðstoð við Instagram. „Það voru svo háværar raddir um að ég ætti að nýta mér þetta. Á meðan HM var í gangi fannst mér rétt að blanda einhverjum í málið,“ segir Rúrik. Snorri Baron aðstoði hann en sé ekki sáttur við Rúrik því hann sé ekki nógu virkur á miðlinum. Bárbara Córdoba er fyrirsæta og sjónvarpskona frá Argentínu. Hún hitti Rúrik Gíslason í Miami á dögunum og segir þau hafa varið tíma saman þar.vísir Enginn reminder á símanum Argentínsk fyrirsæta greindi frá því á dögunum að hafa varið tíma með Rúrik á Miami nýlega. Upplifun Rúriks af þeirra samskiptum var ekki alveg sú sama. Hann sagði strákunum þó að hann væri á lausu. „Já, ég er á lausu. Það er svoleiðis,“ sagði Rúrik. Hlustandi vildi fá að vita hvort Rúrik, sem varð þrítugur í febrúar, væri farinn að huga að barneignum. Og þá hvenær? „Eftir fjögur ár,“ áætlaði Rúrik lauslega. „Verð ég þá ekki kominn með eitt lítið kvikyndi?“ svaraði Rúrik. Auðvitað verður maður að finna sér fyrst konu, það er dálítið erfitt á þessum tímapunkti í Þýskalandi. Maður er mikið út og suður, lítið heima „Ef það gerist þá gerist það en ég er ekki með reminder á símanum: Fá mér kærustu. Það var ekki nýársheit.“Aðspurður hvernig stelpu hann sjái fyrir sér að hefja samband með segir Rúrik að hann langi í „góða stelpu“ og „jákvæða“. Sú gæti reyndar þurft að hafa dálæti á Kaupmannahöfn því landsliðsmaðurinn elskar borgina. „Það eru mjög miklar líkur á að ég muni búa í Kaupmannahöfn,“ sagði Rúrik sem spilaði um tíma með FCK í dönsku höfuðborginni. „Það er geggjaður staður.“Rúrik Gíslason var gestur í Sumarmessunni í fyrrakvöld.Vísir/Stöð 2 SportGeggjað þegar komið er mikið hár í hliðarnarRúrik segist ekki átta sig á því hvers vegna vinsældir hans séu svo miklar. „Ég hef ekkert vel því fyrir mér,“ sagði Rúrik. Hjörvar Hafliðason og Kjartan Atli Kjartansson veltu því fyrir sér hvort það tengdist ekki eitthvað hárinu. Rúrik er hárprúður en ekki alltaf verið með jafnmikið ár og síðan hann flutti til Þýskalands.„Þegar ég flutti til Nürnberg var bara einn almennilegur klippari á svæðinu. Hann jlippti alla í liðinu. Á tímabili leyst mér ekkert á þetta. Millisíddin var ekki að gera mikið fyrir mig. Þetta er rosa þolinmæðis jobb,“ segir Rúrik. Þegar hárið í hliðunum sé orðið mikið og hægt að mynda snúða þá sé þetta þess virði.„Það er geggjað.“Rúrik Gíslason lét Cristiano Ronaldo finna fyirr sér í Meistaradeildarleik í október 2013. Rúrik lék þá með FCK á móti Real Madrid á Santiago Bernabeu leikvanginum í Madrid.Vísir/GettyGylfi mesti atvinnumaðurinnAthygli vakti á EM 2016 þegar Cristiano Ronaldo vildi ekki skiptast á treyjum við Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliða. Rúrik segir portúgalska snillinginn þann besta sem hann hefur mætt. Rúrik hefur bæði mætt honum í landsleik og með FCK gegn Real Madrid.Rúrik upplýsti í viðtalinu að hann hefði lagt upp treyjuskipti við portúgölsku stjörnuna.„Ég fékk treyjuna hans eftir Meistaradeildarleikinn. Við töpuðum 4-1. Ég setti mynd á Instagram eftir leik. Það fékk misjafnar móttökur,“ segir Rúrik.Þótt Ronaldo sé besti leikmaður sem Rúrik hefur mætt þá segir hann Gylfa Þór Sigurðsson einhvern mesta atvinnumann sem hann viti um.„Hann er frábær. Hann æfir miklu meira en allir aðrir,“ segir Rúrik. Gylfi var í kapphlaupi við tímann fyrir HM í Rússlandi eftir að hafa meiðst í leik með Everton í vor. „Þegar ég var að mæta í morgunmat á hótelinu var hann búinn að fara að synda í Laugardalslaug eða búinn að fara á æfingu. Ég hef aldrei séð mann æfa jafnmikið og hann fyrir HM. Einn mesti atvinnumaður sem ég hef kynnst.“Ungur og efnilegur Rúrik ásamt Theodóri Elmari Bjarnasyni og Bjarna Þór Viðarssyni.Hélt hann þyrfti aldrei að vinna meira Rúrik þótti mikið efni strax á grunnskólaaldri og er sá HK-ingur sem lengst hefur náð í knattspyrnu. Erlend félög sýndu honum snemma athygli og hann fór víða á reynslu.„Ég fór tvisvar til Heerenveen og þeir buðu töluvert betri samning en hjá Anderlecht. Svo var ég líka hjá Bolton og Chelsea. Ég valdi Anderlecht eiginlega af því að Luka Kostic var U17 landsliðsþjálfari og ráðlagði mér að fara í Anderlecht. Ég var ungur og átti kærustu á Íslandi. Þetta var allt dálítið erfitt.“Hann segir árin hjá Anderlecht ekki hafa verið sérstaklega sigursæl en hann hafi lært mikið og þroskast.„Í Belgíu voru hálaunamenn svo ég hélt að ég þyrfti aldrei að vinna meira,“ segir Rúrik. Hann lauk samræmdu prófunum á réttum tíma og stúdentsprófi frá Keili nokkrum árum síðar. Hann stefnir á frekara nám og hefur áhuga á viðskiptum.„Ég sótti um að komast í viðskiptafræði fyrir síðasta vetur en var of seinn að sækja um,“ segir Rúrik. Hann ætli að læra eitthvað fjármálatengt og vera sinn eiginn herra.„Ég er búinn að vera með svo mikið af reglum allt mitt líf. Mæta hér, sofa hér.“Rúrik segist vel geta hugsað sér módelstörf í framtíðinni. Þorgrímur Þráinsson náði þessari mynd af kappanum í Rússlandi.Þorgrímur ÞráinssonMeira en til í módelstörfinAnnars hefur Rúrik mjög gaman af því að sitja fyrir, sinna fyrirsætustörfum.„Mér finnst ekkert leiðinlegt að sitja fyrir og vera í módelgiggum. Ég hefði ekkert á móti því að það myndi þróast í þá áttina,“ segir Rúrik. Hann segir nýtt fyrir sér hin nýja Instagram frægð. Að vera orðinn andlit landsliðsins eins og umsjónarmenn Brennslunnar komust að orði.„Þetta er svo nýtt fyrir mér. Ég hef alltaf verið lokuð týpa, ekki verið að hleypa mörgum að mér. Fólk hefur verið að geta í eyðurnar, hvernig týpa ég er. Jafnvel henda inn einni tveimur sögum.“Í frístundum spilar hann á gítar en þó aðeins fyrir sjálfan sig inni í lokuðum herbergjum. Hann komi þó ekki nálægt því að velja hvað strákarnir í landsliðinu hlusti á. Jóhann Berg Guðmundsson sjái um það og Rúrik greindi frá viðurnefni Jóa vegna tónlistarsmekksins. „DJ Sisaster hefur séð um þetta. Einhver alveg skelfileg tónlist. Samansafn af því sem hann fílar og við fílum ekki,“ segir Rúrik og hlær.Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason bíða saman eftir brottför í Leifsstöð á leiðinni til Rússlands.Vísir/VilhelmVonar að Raggi sé ekki hætturÁ persónulegri nótum segir Rúrik stærstu vonbrigðin á ferlinum hafa verið þau þegar hann var ekki valinn í lokahópinnn fyrir EM 2016. Margir töldu að um eina stórmót karlalandsliðsins yrði að ræða og Rúrik hafði verið í hópnum í lengri tíma.„Það voru langstærstu vonbrigðin. En vonbrigði leiða oft eitthvað gott af sér. Ég náði að rífa mig upp,“ segir Rúrik.„Mig langar enn þá að standa mig með landsliðinu. Ég hef ekki spilað stórt hlutverk undanfarin ár og langar mikið að breyta því.“Breytingar eru framundan hjá landsliðinu. Kári Árnason og Ólafur Ingi Skúlason reikna með að hafa spilað sinn síðasta leik þó svo sá fyrrnefndi hafi ekki lagt landsliðsskóna formlega á hilluna. Svo tilkynnti Ragnar Sigurðsson óvænt að hann væri hættur í landsliðinu.„Svo segir hann. Auðvitað vonum við allir að svo sé ekki,“ segir Rúrik. Þá viti hann ekki hvað Heimir Hallgrímsson ætli sér en fram hefur komið að hann hafi áhuga á að skoða hvað sé í boði. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist binda vonir við að semja við Heimi.„Fyrir mér að hafa stöðugleika skiptir rosalega miklu máli. Við höfum verið lengi saman. Ég veit ekki hvort það myndi riðla stöðugleikanum að fá nýjan þjálfara.“Rúrik Gíslason og Kolbeinn Sigþórsson á ferðalagi með íslenska landsliðinu.Vísir/VilhelmBíður eftir að Kolbeinn snúi afturÞá vonast margir til að Kolbeinn Sigþórsson, sem spilaði með HK í 4. flokki, snúi aftur í landsliðið en meiðsli hafa haldið honum frá keppni. „Ég hef ekkert heyrt í honum í dálítinn tíma. Ég held að hnéð sem hann var í basli með sé að detta í lag,“ segir Rúrik. Kolbeinn var ekki valinn í lokahópinn fyrir HM og voru skoðanir skiptar.„Að einhverju leyti skil ég ákvörðun Heimis að velja hann ekki. Það var örugglega erfið ákvörðun en örugglega erfitt að réttlæta gagnvart hinum í liðinu að velja hann, hann hafði verið frá svo lengi,“ segir Rúrik.„Hann er frábær leikmaður. Vonandi kemst hann í lag fljótlega og kemur aftur í landsliðið.“Viðtalið í heild má heyra hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rúrik og Raggi tóku lagið með Sverri Bergmann á Pablo Discobar Nokkrir leikmenn íslenska landsliðsins skemmtu sér saman ásamt sínum nánustu í gær. 28. júní 2018 11:15 Argentísk fyrirsæta segist hafa varið tíma með Rúrik í Miami Argentíska fyrirsætan og sjónvarpskonan Bárbara Córdoba hitti Rúrik Gíslason, landsliðsmann í knattspyrnu, í Miami á dögunum. 12. júlí 2018 10:30 Rúrik orðinn vinsælasti Íslendingurinn á Instagram Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason er orðinn vinsælasti Íslendingurinn á Instagram en hann fór fram úr aflraunamanninum Hafþóri Júlíusi Björnsson rétt í þessu. 2. júlí 2018 19:15 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
„Hvað er að gerast? Hvað gerði ég? Komst einhver inn í símann minn?“ Þetta voru fyrstu viðbrögð Rúriks Gíslasonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, eftir að hafa kíkt í símann sinn eftir 1-1 jafntefli Íslands og Argentínu á HM í Rússlandi. Fylgjendafjöldi hans hafði aukist á augabragði. Hann var um 35 þúsund fyrir leikinn en hefur á fjórum vikum aukist um rúmlega 1,3 milljón. Enginn Íslendingur hefur fleiri fylgjendur á samfélagsmiðlum. Aðallega er um að ræða konur frá Argentínu og Brasilíu að sögn Rúriks. Rúrik kíkti í heimsókn í Brennsluna á FM957 og svaraði spurningum hlustenda. Hann sagði meðal annars að Kári Árnason, miðvörður landsliðsins, hefði sett mynd á Instagram á Keflavíkurflugvelli af landsliðinu og merkt hana #sexyrurik. Þetta væri því Kára að þakka, að mati miðvarðarins. „Það er búið að hægjast töluvert á þessu núna. En það tikkar inn. Þetta er orðið dálítið meira ópersónulegt en þetta var,“ segir Rúrik sem gat lítið skoðað símann sinn á meðan fylgjendur streymdi inn. Ekkert hafi verið hægt að lesa. Það hafi einfaldlega verið flóð af skilaboðum. Síðan hefur Rúrik fengið aðstoð við Instagram. „Það voru svo háværar raddir um að ég ætti að nýta mér þetta. Á meðan HM var í gangi fannst mér rétt að blanda einhverjum í málið,“ segir Rúrik. Snorri Baron aðstoði hann en sé ekki sáttur við Rúrik því hann sé ekki nógu virkur á miðlinum. Bárbara Córdoba er fyrirsæta og sjónvarpskona frá Argentínu. Hún hitti Rúrik Gíslason í Miami á dögunum og segir þau hafa varið tíma saman þar.vísir Enginn reminder á símanum Argentínsk fyrirsæta greindi frá því á dögunum að hafa varið tíma með Rúrik á Miami nýlega. Upplifun Rúriks af þeirra samskiptum var ekki alveg sú sama. Hann sagði strákunum þó að hann væri á lausu. „Já, ég er á lausu. Það er svoleiðis,“ sagði Rúrik. Hlustandi vildi fá að vita hvort Rúrik, sem varð þrítugur í febrúar, væri farinn að huga að barneignum. Og þá hvenær? „Eftir fjögur ár,“ áætlaði Rúrik lauslega. „Verð ég þá ekki kominn með eitt lítið kvikyndi?“ svaraði Rúrik. Auðvitað verður maður að finna sér fyrst konu, það er dálítið erfitt á þessum tímapunkti í Þýskalandi. Maður er mikið út og suður, lítið heima „Ef það gerist þá gerist það en ég er ekki með reminder á símanum: Fá mér kærustu. Það var ekki nýársheit.“Aðspurður hvernig stelpu hann sjái fyrir sér að hefja samband með segir Rúrik að hann langi í „góða stelpu“ og „jákvæða“. Sú gæti reyndar þurft að hafa dálæti á Kaupmannahöfn því landsliðsmaðurinn elskar borgina. „Það eru mjög miklar líkur á að ég muni búa í Kaupmannahöfn,“ sagði Rúrik sem spilaði um tíma með FCK í dönsku höfuðborginni. „Það er geggjaður staður.“Rúrik Gíslason var gestur í Sumarmessunni í fyrrakvöld.Vísir/Stöð 2 SportGeggjað þegar komið er mikið hár í hliðarnarRúrik segist ekki átta sig á því hvers vegna vinsældir hans séu svo miklar. „Ég hef ekkert vel því fyrir mér,“ sagði Rúrik. Hjörvar Hafliðason og Kjartan Atli Kjartansson veltu því fyrir sér hvort það tengdist ekki eitthvað hárinu. Rúrik er hárprúður en ekki alltaf verið með jafnmikið ár og síðan hann flutti til Þýskalands.„Þegar ég flutti til Nürnberg var bara einn almennilegur klippari á svæðinu. Hann jlippti alla í liðinu. Á tímabili leyst mér ekkert á þetta. Millisíddin var ekki að gera mikið fyrir mig. Þetta er rosa þolinmæðis jobb,“ segir Rúrik. Þegar hárið í hliðunum sé orðið mikið og hægt að mynda snúða þá sé þetta þess virði.„Það er geggjað.“Rúrik Gíslason lét Cristiano Ronaldo finna fyirr sér í Meistaradeildarleik í október 2013. Rúrik lék þá með FCK á móti Real Madrid á Santiago Bernabeu leikvanginum í Madrid.Vísir/GettyGylfi mesti atvinnumaðurinnAthygli vakti á EM 2016 þegar Cristiano Ronaldo vildi ekki skiptast á treyjum við Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliða. Rúrik segir portúgalska snillinginn þann besta sem hann hefur mætt. Rúrik hefur bæði mætt honum í landsleik og með FCK gegn Real Madrid.Rúrik upplýsti í viðtalinu að hann hefði lagt upp treyjuskipti við portúgölsku stjörnuna.„Ég fékk treyjuna hans eftir Meistaradeildarleikinn. Við töpuðum 4-1. Ég setti mynd á Instagram eftir leik. Það fékk misjafnar móttökur,“ segir Rúrik.Þótt Ronaldo sé besti leikmaður sem Rúrik hefur mætt þá segir hann Gylfa Þór Sigurðsson einhvern mesta atvinnumann sem hann viti um.„Hann er frábær. Hann æfir miklu meira en allir aðrir,“ segir Rúrik. Gylfi var í kapphlaupi við tímann fyrir HM í Rússlandi eftir að hafa meiðst í leik með Everton í vor. „Þegar ég var að mæta í morgunmat á hótelinu var hann búinn að fara að synda í Laugardalslaug eða búinn að fara á æfingu. Ég hef aldrei séð mann æfa jafnmikið og hann fyrir HM. Einn mesti atvinnumaður sem ég hef kynnst.“Ungur og efnilegur Rúrik ásamt Theodóri Elmari Bjarnasyni og Bjarna Þór Viðarssyni.Hélt hann þyrfti aldrei að vinna meira Rúrik þótti mikið efni strax á grunnskólaaldri og er sá HK-ingur sem lengst hefur náð í knattspyrnu. Erlend félög sýndu honum snemma athygli og hann fór víða á reynslu.„Ég fór tvisvar til Heerenveen og þeir buðu töluvert betri samning en hjá Anderlecht. Svo var ég líka hjá Bolton og Chelsea. Ég valdi Anderlecht eiginlega af því að Luka Kostic var U17 landsliðsþjálfari og ráðlagði mér að fara í Anderlecht. Ég var ungur og átti kærustu á Íslandi. Þetta var allt dálítið erfitt.“Hann segir árin hjá Anderlecht ekki hafa verið sérstaklega sigursæl en hann hafi lært mikið og þroskast.„Í Belgíu voru hálaunamenn svo ég hélt að ég þyrfti aldrei að vinna meira,“ segir Rúrik. Hann lauk samræmdu prófunum á réttum tíma og stúdentsprófi frá Keili nokkrum árum síðar. Hann stefnir á frekara nám og hefur áhuga á viðskiptum.„Ég sótti um að komast í viðskiptafræði fyrir síðasta vetur en var of seinn að sækja um,“ segir Rúrik. Hann ætli að læra eitthvað fjármálatengt og vera sinn eiginn herra.„Ég er búinn að vera með svo mikið af reglum allt mitt líf. Mæta hér, sofa hér.“Rúrik segist vel geta hugsað sér módelstörf í framtíðinni. Þorgrímur Þráinsson náði þessari mynd af kappanum í Rússlandi.Þorgrímur ÞráinssonMeira en til í módelstörfinAnnars hefur Rúrik mjög gaman af því að sitja fyrir, sinna fyrirsætustörfum.„Mér finnst ekkert leiðinlegt að sitja fyrir og vera í módelgiggum. Ég hefði ekkert á móti því að það myndi þróast í þá áttina,“ segir Rúrik. Hann segir nýtt fyrir sér hin nýja Instagram frægð. Að vera orðinn andlit landsliðsins eins og umsjónarmenn Brennslunnar komust að orði.„Þetta er svo nýtt fyrir mér. Ég hef alltaf verið lokuð týpa, ekki verið að hleypa mörgum að mér. Fólk hefur verið að geta í eyðurnar, hvernig týpa ég er. Jafnvel henda inn einni tveimur sögum.“Í frístundum spilar hann á gítar en þó aðeins fyrir sjálfan sig inni í lokuðum herbergjum. Hann komi þó ekki nálægt því að velja hvað strákarnir í landsliðinu hlusti á. Jóhann Berg Guðmundsson sjái um það og Rúrik greindi frá viðurnefni Jóa vegna tónlistarsmekksins. „DJ Sisaster hefur séð um þetta. Einhver alveg skelfileg tónlist. Samansafn af því sem hann fílar og við fílum ekki,“ segir Rúrik og hlær.Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason bíða saman eftir brottför í Leifsstöð á leiðinni til Rússlands.Vísir/VilhelmVonar að Raggi sé ekki hætturÁ persónulegri nótum segir Rúrik stærstu vonbrigðin á ferlinum hafa verið þau þegar hann var ekki valinn í lokahópinnn fyrir EM 2016. Margir töldu að um eina stórmót karlalandsliðsins yrði að ræða og Rúrik hafði verið í hópnum í lengri tíma.„Það voru langstærstu vonbrigðin. En vonbrigði leiða oft eitthvað gott af sér. Ég náði að rífa mig upp,“ segir Rúrik.„Mig langar enn þá að standa mig með landsliðinu. Ég hef ekki spilað stórt hlutverk undanfarin ár og langar mikið að breyta því.“Breytingar eru framundan hjá landsliðinu. Kári Árnason og Ólafur Ingi Skúlason reikna með að hafa spilað sinn síðasta leik þó svo sá fyrrnefndi hafi ekki lagt landsliðsskóna formlega á hilluna. Svo tilkynnti Ragnar Sigurðsson óvænt að hann væri hættur í landsliðinu.„Svo segir hann. Auðvitað vonum við allir að svo sé ekki,“ segir Rúrik. Þá viti hann ekki hvað Heimir Hallgrímsson ætli sér en fram hefur komið að hann hafi áhuga á að skoða hvað sé í boði. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist binda vonir við að semja við Heimi.„Fyrir mér að hafa stöðugleika skiptir rosalega miklu máli. Við höfum verið lengi saman. Ég veit ekki hvort það myndi riðla stöðugleikanum að fá nýjan þjálfara.“Rúrik Gíslason og Kolbeinn Sigþórsson á ferðalagi með íslenska landsliðinu.Vísir/VilhelmBíður eftir að Kolbeinn snúi afturÞá vonast margir til að Kolbeinn Sigþórsson, sem spilaði með HK í 4. flokki, snúi aftur í landsliðið en meiðsli hafa haldið honum frá keppni. „Ég hef ekkert heyrt í honum í dálítinn tíma. Ég held að hnéð sem hann var í basli með sé að detta í lag,“ segir Rúrik. Kolbeinn var ekki valinn í lokahópinn fyrir HM og voru skoðanir skiptar.„Að einhverju leyti skil ég ákvörðun Heimis að velja hann ekki. Það var örugglega erfið ákvörðun en örugglega erfitt að réttlæta gagnvart hinum í liðinu að velja hann, hann hafði verið frá svo lengi,“ segir Rúrik.„Hann er frábær leikmaður. Vonandi kemst hann í lag fljótlega og kemur aftur í landsliðið.“Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rúrik og Raggi tóku lagið með Sverri Bergmann á Pablo Discobar Nokkrir leikmenn íslenska landsliðsins skemmtu sér saman ásamt sínum nánustu í gær. 28. júní 2018 11:15 Argentísk fyrirsæta segist hafa varið tíma með Rúrik í Miami Argentíska fyrirsætan og sjónvarpskonan Bárbara Córdoba hitti Rúrik Gíslason, landsliðsmann í knattspyrnu, í Miami á dögunum. 12. júlí 2018 10:30 Rúrik orðinn vinsælasti Íslendingurinn á Instagram Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason er orðinn vinsælasti Íslendingurinn á Instagram en hann fór fram úr aflraunamanninum Hafþóri Júlíusi Björnsson rétt í þessu. 2. júlí 2018 19:15 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Rúrik og Raggi tóku lagið með Sverri Bergmann á Pablo Discobar Nokkrir leikmenn íslenska landsliðsins skemmtu sér saman ásamt sínum nánustu í gær. 28. júní 2018 11:15
Argentísk fyrirsæta segist hafa varið tíma með Rúrik í Miami Argentíska fyrirsætan og sjónvarpskonan Bárbara Córdoba hitti Rúrik Gíslason, landsliðsmann í knattspyrnu, í Miami á dögunum. 12. júlí 2018 10:30
Rúrik orðinn vinsælasti Íslendingurinn á Instagram Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason er orðinn vinsælasti Íslendingurinn á Instagram en hann fór fram úr aflraunamanninum Hafþóri Júlíusi Björnsson rétt í þessu. 2. júlí 2018 19:15