Íslandsáhrifin eru sterk á stórmótunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2018 16:30 Króatíski snillingurinn Luka Modric reynir að loka á Jóhann Berg Guðmundsson í leik Íslands og Króatíu á HM 2018. Vísir/Getty Bestu lið heims fagna því örugglega þegar þau dragast næst í riðil með íslensku landsliði á stórmóti á vegum FIBA, FIFA eða UEFA. Þau mega vissulega búast við erfiðum leikjum á móti baráttuglöðum íslenskum landsliðsmönnum en um leið fylla þau á lukkubensíntankinn sinn. Pétur Hrafn Sigurðsson, fyrrum framkvæmdastjóri Körfuknattleikssamband Íslands, benti á skemmtilega staðreynd á fésbókinni eftir að Króatar komust í úrslitaleikinn á HM. Það hefur nefnilega verið mjög gott að vera í riðli með Íslandi á stórmótum í fótbolta og körfubolta eins og reynsla síðustu fjögurra ára hefur sannað.Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu unnu EM 2016.Vísir/GettyÍslandsáhrifin sterk á stórmótunum 2015-2018:EM í körfu 2015, Ísland í riðli með Spáni og Spánn Evrópumeistari.EM í fótbolta 2016, Ísland í riðli með Portúgal og Portúgal Evrópumeistari.EM í körfu 2017, Ísland í riðli með Slóveníu og Slóvenía Evrópumeistari.HM í fótbolta 2018, Ísland í riðli með Króatíu og ??????Goran Dragic og félagar í slóvenska landsliðinu unnu EM í körfu 2017.Vísir/GettyKróatarnir eiga reyndar eftir að fara í mjög erfiðan úrslitaleika á móti Frökkum þar sem flestir knattspyrnuspekingar spá örugglega franska landsliðinu sigri. Þannig var einnig staða Portúgala á EM fyrir tveimur árum. Þá mættu þeir öflugu frönsku landsliði í úrslitaleiknum en unnu samt og það þótt að Frakkarnir væru á heimavelli. Það bjuggust heldur ekki margir við því að Slóvenar færu alla leið á Eurobasket 2017 en slóvenska landsliðið vann EM í fyrsta sinn síðan landsliðið sleit sig frá Júgóslavíu. Það mun því kannski sanna sig enn á ný að það er góður undirbúningur fyrir farsæla útsláttarkeppni á stórmótum að hafa mætt íslensku landsliði í riðlakeppni mótsins.Spánverjar unnu EM í körfu 2015.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty EM 2015 í Berlín EM 2016 í Frakklandi EM 2017 í Finnlandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Bestu lið heims fagna því örugglega þegar þau dragast næst í riðil með íslensku landsliði á stórmóti á vegum FIBA, FIFA eða UEFA. Þau mega vissulega búast við erfiðum leikjum á móti baráttuglöðum íslenskum landsliðsmönnum en um leið fylla þau á lukkubensíntankinn sinn. Pétur Hrafn Sigurðsson, fyrrum framkvæmdastjóri Körfuknattleikssamband Íslands, benti á skemmtilega staðreynd á fésbókinni eftir að Króatar komust í úrslitaleikinn á HM. Það hefur nefnilega verið mjög gott að vera í riðli með Íslandi á stórmótum í fótbolta og körfubolta eins og reynsla síðustu fjögurra ára hefur sannað.Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu unnu EM 2016.Vísir/GettyÍslandsáhrifin sterk á stórmótunum 2015-2018:EM í körfu 2015, Ísland í riðli með Spáni og Spánn Evrópumeistari.EM í fótbolta 2016, Ísland í riðli með Portúgal og Portúgal Evrópumeistari.EM í körfu 2017, Ísland í riðli með Slóveníu og Slóvenía Evrópumeistari.HM í fótbolta 2018, Ísland í riðli með Króatíu og ??????Goran Dragic og félagar í slóvenska landsliðinu unnu EM í körfu 2017.Vísir/GettyKróatarnir eiga reyndar eftir að fara í mjög erfiðan úrslitaleika á móti Frökkum þar sem flestir knattspyrnuspekingar spá örugglega franska landsliðinu sigri. Þannig var einnig staða Portúgala á EM fyrir tveimur árum. Þá mættu þeir öflugu frönsku landsliði í úrslitaleiknum en unnu samt og það þótt að Frakkarnir væru á heimavelli. Það bjuggust heldur ekki margir við því að Slóvenar færu alla leið á Eurobasket 2017 en slóvenska landsliðið vann EM í fyrsta sinn síðan landsliðið sleit sig frá Júgóslavíu. Það mun því kannski sanna sig enn á ný að það er góður undirbúningur fyrir farsæla útsláttarkeppni á stórmótum að hafa mætt íslensku landsliði í riðlakeppni mótsins.Spánverjar unnu EM í körfu 2015.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
EM 2015 í Berlín EM 2016 í Frakklandi EM 2017 í Finnlandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira