Fimmti Steingrímsson-bróðirinn skoraði fyrir Völsung Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2018 11:30 Ólafur Jóhann Steingrímsson fagnar fyrsta marki sínu fyrir Völsung. mynd/Hafþór-640.is Ólafur Jóhann Steingrímsson, 19 ára gamall leikmaður Völsungs í 2. deild karla í fótbolta, tryggði Húsvíkingum 1-0 sigur á Tindastóli með dramatísku sigurmarki í uppbótartíma í gærkvöldi. Ólafur Jóhann skoraði þarna sitt fyrsta mark í meistaraflokki fyrir Völsung en hann hefur verið stjarna í yngri flokkum félagsins um árabil og var valinn besti leikmaður 2. flokks í fyrra. Hann varð í gærkvöldi fimmti Steingrímsson-bróðirinn sem skorar fyrir Völsung en Ólafur Jóhann á fjóra bræður sem spilað hafa fyrir þá grænu og skorað að minnsta kosti eitt mark.Hallgrímur Mar spilar fyrir KA eins og Hrannar Björnvísir/báraGuðmundur Óli fyrstur Guðmundur Óli Steingrímsson er sá elsti (f. 1986) en hann var í byrjunarliðinu í gær. Ólafur kom inn af bekknum á 75. mínútu og varð hetjan með þessu fyrsta marki sínu fyrir meistaraflokkinn. Guðmundur Óli spilaði sinn fyrsta leik á móti Fjölni 20. maí 2003 og skoraði sitt fyrsta mark í 6-0 bursti á Létti í 2. deildinni níu dögum síðan. Hann á leiki fyrir KA eins og þeir Hallgrímur Mar (f. 1990) og Hrannar Björn (f. 1992) sem báðir eru byrjunarliðsmenn hjá KA í Pepsi-deildinni í dag. Hallgrímur Mar þykir besti sonur Steingríms á fótboltavellinum en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Völsung 21. júlí 2007 á móti Aftureldingu en skoraði sitt fyrsta mark nánast sléttu ári síðar í 3-1 sigri á móti Gróttu.Andri Valur fylgist með bróður sínum taka innkast. Hann er hæstur til að skora.mynd/Hafþór-640.isEinn í viðbót Hrannar Björn spilaði sinn fyrsta leik fyrir Völsung 26. maí 2008 og skoraði sitt fyrsta mark í lok ágúst sama ár í 2-2 jafntefli gegn Reyni en allir skoruðu sitt fyrsta mark fyrir Völsung í 2. deildinni. Eini bróðirinn sem er ekki að spila lengur er Sveinbjörn Már Steingrímsson (f. 1988). Hann lagði skóna á hilluna sem leikmaður Álftanes árið 2015 en spilaði sinn fyrsta leik fyrir Völsung í júlí 2007 í sama leik og Hallgrímur Mar. Hann skoraði sitt fyrsta og eina mark fyrir þá grænu 5. ágúst 2011 í 6-0 sigri á Árborg. Nú ef fólki þykir ekki nóg að fimm Steingrímssynir eru búnir að skora fyrir Völsung þá er von á þeim sjötta eftir nokkur ár. Andri Valur Bergmann Steingrímsson er nefnilega ungur og efnilegur snáði í sjötta flokki Völsungs en hann var boltastrákur á leiknum í gær þar sem að Ólafur Jóhann skoraði sitt fyrsta mark. Íslenski boltinn Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Sjá meira
Ólafur Jóhann Steingrímsson, 19 ára gamall leikmaður Völsungs í 2. deild karla í fótbolta, tryggði Húsvíkingum 1-0 sigur á Tindastóli með dramatísku sigurmarki í uppbótartíma í gærkvöldi. Ólafur Jóhann skoraði þarna sitt fyrsta mark í meistaraflokki fyrir Völsung en hann hefur verið stjarna í yngri flokkum félagsins um árabil og var valinn besti leikmaður 2. flokks í fyrra. Hann varð í gærkvöldi fimmti Steingrímsson-bróðirinn sem skorar fyrir Völsung en Ólafur Jóhann á fjóra bræður sem spilað hafa fyrir þá grænu og skorað að minnsta kosti eitt mark.Hallgrímur Mar spilar fyrir KA eins og Hrannar Björnvísir/báraGuðmundur Óli fyrstur Guðmundur Óli Steingrímsson er sá elsti (f. 1986) en hann var í byrjunarliðinu í gær. Ólafur kom inn af bekknum á 75. mínútu og varð hetjan með þessu fyrsta marki sínu fyrir meistaraflokkinn. Guðmundur Óli spilaði sinn fyrsta leik á móti Fjölni 20. maí 2003 og skoraði sitt fyrsta mark í 6-0 bursti á Létti í 2. deildinni níu dögum síðan. Hann á leiki fyrir KA eins og þeir Hallgrímur Mar (f. 1990) og Hrannar Björn (f. 1992) sem báðir eru byrjunarliðsmenn hjá KA í Pepsi-deildinni í dag. Hallgrímur Mar þykir besti sonur Steingríms á fótboltavellinum en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Völsung 21. júlí 2007 á móti Aftureldingu en skoraði sitt fyrsta mark nánast sléttu ári síðar í 3-1 sigri á móti Gróttu.Andri Valur fylgist með bróður sínum taka innkast. Hann er hæstur til að skora.mynd/Hafþór-640.isEinn í viðbót Hrannar Björn spilaði sinn fyrsta leik fyrir Völsung 26. maí 2008 og skoraði sitt fyrsta mark í lok ágúst sama ár í 2-2 jafntefli gegn Reyni en allir skoruðu sitt fyrsta mark fyrir Völsung í 2. deildinni. Eini bróðirinn sem er ekki að spila lengur er Sveinbjörn Már Steingrímsson (f. 1988). Hann lagði skóna á hilluna sem leikmaður Álftanes árið 2015 en spilaði sinn fyrsta leik fyrir Völsung í júlí 2007 í sama leik og Hallgrímur Mar. Hann skoraði sitt fyrsta og eina mark fyrir þá grænu 5. ágúst 2011 í 6-0 sigri á Árborg. Nú ef fólki þykir ekki nóg að fimm Steingrímssynir eru búnir að skora fyrir Völsung þá er von á þeim sjötta eftir nokkur ár. Andri Valur Bergmann Steingrímsson er nefnilega ungur og efnilegur snáði í sjötta flokki Völsungs en hann var boltastrákur á leiknum í gær þar sem að Ólafur Jóhann skoraði sitt fyrsta mark.
Íslenski boltinn Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn