Hugleiðingar um sumarið sem aldrei kom Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. júlí 2018 11:00 Steingrímur og Pamela hafa ekki komið fram saman síðan 2016 og þá í Hallgrímskirkju. Þau endurtaka leikinn í dag. Fréttablaðið/Anton Brink Hjónin Pamela De Sensi og Steingrímur Þórhallsson troða upp saman á hálftíma löngum tónleikum í Hallgrímskirkju í dag sem hefjast klukkan tólf. Þar leika þau nýleg verk eftir Steingrím, fyrir flautur og orgel. „Við Pamela spilum ekkert oft saman,“ upplýsir hann. „Síðast var það, held ég, í Hallgrímskirkju 2016. Þá frumfluttum við einmitt eitt af verkunum sem við erum með á dagskránni núna.“ Skyldi Steingrímur hafa samið öll lögin með Pamelu í huga og hennar flautur? Hann hlær. „Já, það eru hæg heimatökin hjá henni að þrýsta mér út í það. Reyndar hefur talsverður hluti minna tónsmíða verið gerður fyrir einhver af hennar verkefnum. Hún á svo margar flautur,“ segir hann og nefnir kontrabassaflautu, altflautu, bassaflautu og venjulega þverflautu. „Þegar við Pamela spiluðum saman 2016 samdi ég verk fyrir orgelið og allar flauturnar hennar. Það byrjar rosa djúpt og endar efst uppi.“ Orgel og flauta geta verið skemmtileg saman að sögn Steingríms. „Ég þarf auðvitað að passa sig að kæfa ekki lægri flauturnar, sérstaklega þegar ég sit við hljóðfæri með jafn mikinn styrk og það sem er í Hallgrímskirkju.“ Altflautan er dýrindis hljóðfæri og fellur sérstaklega vel að orgelinu, að sögn Steingríms. „Hún er ekkert mikið lægri en venjuleg þverflauta en hún er með aðeins þykkri tón. Við frumflytjum núna tvær glænýjar rigningarhugleiðingar um sumarið sem aldrei kom. Önnur heitir Fimmtíu gráir skuggar og hin Sólin bak við skýin. Þær eru fyrir altflautur. Auk þess eru tvö orgelstykki sem ég samdi í apríl á síðasta ári, svo þetta eru svolítið egóískir tónleikar.“ Hann segir alltaf rosa gaman að spila á stóra orgelið í Hallgrímskirkju. „Ég samdi þessa músík með það hljóðfæri í hausnum. Sko, þessi orgelstykki mín tvö eru dálítið – ég segi ekki hasarverk, heldur skemmtileg verk um sálma Lúthers og það eru svo mörg á borð á orgelinu í Hallgrímskirkju sem maður getur leikið sér á. Það er erfiðara á minni hljóðfærum, sérstaklega ef enduróm vantar – en hann er fyrir hendi þarna.“ Steingrímur er, sem kunnugt er, organisti og kórstjóri í Neskirkju í Reykjavík. Auk þess var hann að næla sér í mastersgráðu í tónsmíðum í vor frá Listaháskóla Íslands. „Nú er ég búinn að fá nóg af námi í bili,“ segir hann. „En ég hef samið dálítið af kórverkum og nýti mér það að vera með tvo kóra, Neskirkjukórinn og svo Drengjakór Reykjavíkur sem ég hef verið með í þrjú ár en er líklega að sleppa af honum hendinni. Er að reyna að einbeita mér að tónsmíðunum með organistastarfinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hjónin Pamela De Sensi og Steingrímur Þórhallsson troða upp saman á hálftíma löngum tónleikum í Hallgrímskirkju í dag sem hefjast klukkan tólf. Þar leika þau nýleg verk eftir Steingrím, fyrir flautur og orgel. „Við Pamela spilum ekkert oft saman,“ upplýsir hann. „Síðast var það, held ég, í Hallgrímskirkju 2016. Þá frumfluttum við einmitt eitt af verkunum sem við erum með á dagskránni núna.“ Skyldi Steingrímur hafa samið öll lögin með Pamelu í huga og hennar flautur? Hann hlær. „Já, það eru hæg heimatökin hjá henni að þrýsta mér út í það. Reyndar hefur talsverður hluti minna tónsmíða verið gerður fyrir einhver af hennar verkefnum. Hún á svo margar flautur,“ segir hann og nefnir kontrabassaflautu, altflautu, bassaflautu og venjulega þverflautu. „Þegar við Pamela spiluðum saman 2016 samdi ég verk fyrir orgelið og allar flauturnar hennar. Það byrjar rosa djúpt og endar efst uppi.“ Orgel og flauta geta verið skemmtileg saman að sögn Steingríms. „Ég þarf auðvitað að passa sig að kæfa ekki lægri flauturnar, sérstaklega þegar ég sit við hljóðfæri með jafn mikinn styrk og það sem er í Hallgrímskirkju.“ Altflautan er dýrindis hljóðfæri og fellur sérstaklega vel að orgelinu, að sögn Steingríms. „Hún er ekkert mikið lægri en venjuleg þverflauta en hún er með aðeins þykkri tón. Við frumflytjum núna tvær glænýjar rigningarhugleiðingar um sumarið sem aldrei kom. Önnur heitir Fimmtíu gráir skuggar og hin Sólin bak við skýin. Þær eru fyrir altflautur. Auk þess eru tvö orgelstykki sem ég samdi í apríl á síðasta ári, svo þetta eru svolítið egóískir tónleikar.“ Hann segir alltaf rosa gaman að spila á stóra orgelið í Hallgrímskirkju. „Ég samdi þessa músík með það hljóðfæri í hausnum. Sko, þessi orgelstykki mín tvö eru dálítið – ég segi ekki hasarverk, heldur skemmtileg verk um sálma Lúthers og það eru svo mörg á borð á orgelinu í Hallgrímskirkju sem maður getur leikið sér á. Það er erfiðara á minni hljóðfærum, sérstaklega ef enduróm vantar – en hann er fyrir hendi þarna.“ Steingrímur er, sem kunnugt er, organisti og kórstjóri í Neskirkju í Reykjavík. Auk þess var hann að næla sér í mastersgráðu í tónsmíðum í vor frá Listaháskóla Íslands. „Nú er ég búinn að fá nóg af námi í bili,“ segir hann. „En ég hef samið dálítið af kórverkum og nýti mér það að vera með tvo kóra, Neskirkjukórinn og svo Drengjakór Reykjavíkur sem ég hef verið með í þrjú ár en er líklega að sleppa af honum hendinni. Er að reyna að einbeita mér að tónsmíðunum með organistastarfinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira