Ellefu ára píanósnillingur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 10. júlí 2018 06:00 "Ég reyni að æfa mig á hverjum degi, helst þrjár klukkustundir,“ segir Ásta. Fréttablaðið/Þórsteinn Hin ellefu ára gamla Ásta Dóra Finnsdóttir leikur píanókonsert nr. 1 eftir Mendelssohn á lokatónleikum Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu laugardaginn 14. júlí klukkan 17.00. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir snilli sína í píanóleik og unnið til verðlauna í píanókeppnum í Póllandi, Englandi og Belgíu. Ásta byrjaði tæplega fimm ára gömul að læra á píanó. „Pabbi minn setti mig í tónlistarskóla til að prófa og þegar ég fór í píanónám elskaði ég píanó,“ segir hún. „Ég er ekki mikið að leika mér með dúkkur, ef ég kæmi á stað þar sem væru dúkkur og píanó myndi ég ganga að píanóinu.“Ekki mikið stress Ásta, sem hefur stundað nám hjá Kristni Erni Kristinssyni í Allegro Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík, hefur þessa dagana sótt námskeið hjá Alþjóðlegu tónlistarakademíunni í Hörpu. „Ég reyni að æfa mig á hverjum degi, helst þrjár klukkustundir. Um daginn kom ég heim klukkan hálf átta eftir námskeið í Hörpu og fór að æfa mig og klukkan var næstum tíu þegar ég var búin,“ segir hún. Hún er vön því að spila opinberlega og segist ekki finna mikið fyrir stressi. „Ég er kannski smástressuð þegar ég er að byrja að spila en þegar ég er komin inn í lagið þá er ég búin að venjast því og er ekki lengur stressuð,“ segir hún. Spilað fyrir forsetann Hún spilaði á Bessastöðum í tengslum við alþjóðlega EPTA-ráðstefnu sem haldin var hér á landi í september 2016 og meðal áheyrenda voru, auk forseta Íslands, margir erlendir píanókennarar. „Það var bara gaman. Ég spilaði nokturnu eftir Chopin. Þegar ég fór að píanóinu var fólk að horfa á mig og ég var aðeins stressuð af því það eru erfiðir tónstigar í laginu og ég þurfti að spila mjög hátt. Ég náði því alveg og gerði eiginlega engin mistök. Ég var mjög glöð því ég vissi að ég spilaði vel og það var það sem mig langaði til að gera.“ Hún spilaði einnig á hundrað ára afmæli Viðskiptaráðs í Háskólabíói þar sem áheyrendur voru 800 og forsetinn var meðal gesta. „Hann kom til mín og sagði: Ég man eftir þér. Ég var mjög hissa að hann skyldi muna eftir mér,“ segir Ásta. Engar sérstakar fyrirmyndir Hún segist ekki eiga neinar sérstakar fyrirmyndir í píanóheiminum: „Ég elska að hlusta á góða píanóleikara en ég er ekki mikið að líta upp til þeirra.“ Uppáhaldsverkin eru svo breytileg hverju sinni: „Á síðasta ári þurfti ég að spila Schumann-kvintett og ég elskaði það og sagði að það væri uppáhaldsverkið mitt. Núna er ég að æfa sónötu eftir Grieg og sagði: Þetta er uppáhaldsverkið mitt.“ Spurð um uppáhaldstónskáld segir hún: „Þetta er erfitt. Má ég segja þrjá?“ Það má hún að sjálfsögðu og nefnir þá Grieg, Chopin og Mendelssohn.Píanókonsertinn sem Ásta Dóra ætlar að spila má heyra hér að neðan. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Hin ellefu ára gamla Ásta Dóra Finnsdóttir leikur píanókonsert nr. 1 eftir Mendelssohn á lokatónleikum Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu laugardaginn 14. júlí klukkan 17.00. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir snilli sína í píanóleik og unnið til verðlauna í píanókeppnum í Póllandi, Englandi og Belgíu. Ásta byrjaði tæplega fimm ára gömul að læra á píanó. „Pabbi minn setti mig í tónlistarskóla til að prófa og þegar ég fór í píanónám elskaði ég píanó,“ segir hún. „Ég er ekki mikið að leika mér með dúkkur, ef ég kæmi á stað þar sem væru dúkkur og píanó myndi ég ganga að píanóinu.“Ekki mikið stress Ásta, sem hefur stundað nám hjá Kristni Erni Kristinssyni í Allegro Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík, hefur þessa dagana sótt námskeið hjá Alþjóðlegu tónlistarakademíunni í Hörpu. „Ég reyni að æfa mig á hverjum degi, helst þrjár klukkustundir. Um daginn kom ég heim klukkan hálf átta eftir námskeið í Hörpu og fór að æfa mig og klukkan var næstum tíu þegar ég var búin,“ segir hún. Hún er vön því að spila opinberlega og segist ekki finna mikið fyrir stressi. „Ég er kannski smástressuð þegar ég er að byrja að spila en þegar ég er komin inn í lagið þá er ég búin að venjast því og er ekki lengur stressuð,“ segir hún. Spilað fyrir forsetann Hún spilaði á Bessastöðum í tengslum við alþjóðlega EPTA-ráðstefnu sem haldin var hér á landi í september 2016 og meðal áheyrenda voru, auk forseta Íslands, margir erlendir píanókennarar. „Það var bara gaman. Ég spilaði nokturnu eftir Chopin. Þegar ég fór að píanóinu var fólk að horfa á mig og ég var aðeins stressuð af því það eru erfiðir tónstigar í laginu og ég þurfti að spila mjög hátt. Ég náði því alveg og gerði eiginlega engin mistök. Ég var mjög glöð því ég vissi að ég spilaði vel og það var það sem mig langaði til að gera.“ Hún spilaði einnig á hundrað ára afmæli Viðskiptaráðs í Háskólabíói þar sem áheyrendur voru 800 og forsetinn var meðal gesta. „Hann kom til mín og sagði: Ég man eftir þér. Ég var mjög hissa að hann skyldi muna eftir mér,“ segir Ásta. Engar sérstakar fyrirmyndir Hún segist ekki eiga neinar sérstakar fyrirmyndir í píanóheiminum: „Ég elska að hlusta á góða píanóleikara en ég er ekki mikið að líta upp til þeirra.“ Uppáhaldsverkin eru svo breytileg hverju sinni: „Á síðasta ári þurfti ég að spila Schumann-kvintett og ég elskaði það og sagði að það væri uppáhaldsverkið mitt. Núna er ég að æfa sónötu eftir Grieg og sagði: Þetta er uppáhaldsverkið mitt.“ Spurð um uppáhaldstónskáld segir hún: „Þetta er erfitt. Má ég segja þrjá?“ Það má hún að sjálfsögðu og nefnir þá Grieg, Chopin og Mendelssohn.Píanókonsertinn sem Ásta Dóra ætlar að spila má heyra hér að neðan.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira