Knattspyrnan oft haft áhrif á afmælisfögnuð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júlí 2018 15:15 Skúli Jón Friðgeirsson segir kærustu sína, Jennifer Berg, þurfa að sjá um afmæliskökuna fyrir liðsfélagana í KR. Fréttablaðið/Þórsteinn Varnarmaðurinn Skúli Jón Friðgeirsson er þrítugur í dag. Hann heldur upp á afmælið inni vellinum þegar KR mætir Grindavík. Að stórafmælið hitti á leikdag hefur áhrif á það hvað hægt er að gera í tilefni dagsins. Skúli Jón vonar að gleðin verði með KR í liði. „Við eigum leik heima þarna um kvöldið svo það verður ekki gert mikið á sjálfan afmælisdaginn. Mögulega verður eitthvað gert um kvöldið ef leikurinn fer eins og hann á að fara,“ segir Skúli Jón. Lið Skúla, Knattspyrnufélag Reykjavíkur, tekur í kvöld á móti Grindavík í Frostaskjóli í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Fyrir leik eru liðin jöfn með tuttugu stig í fjórða og fimmta sæti en fimm stig eru í Stjörnuna og Breiðablik í öðru og þriðja sæti. Sú staðreynd að stórafmælið hitti á leikdag hefur nokkur áhrif á það hvað hægt er að gera í tilefni dagsins. Í gær var Skúli með boð fyrir sína nánustu en óvíst er hvenær haldið verður upp á afmælið með pompi og prakt. Rútínan á leikdag mun haldast sú sama og því fátt planað á afmælisdaginn sjálfan sem ekki tengist undirbúningi fyrir leikinn. „Það hefur oft verið þannig að ég hef ekki getað haldið upp á daginn. Annars vegar hittir þetta oft á leik, eða mjög nálægt leikjum, og hins vegar út af verslunarmannahelginni. Oft voru leikir á mánudag eða þriðjudag og þá gat maður ekki farið úr bænum. Allir aðrir, bæði vinir og fjölskylda, höfðu hins vegar stungið af út á land. Þannig maður var oft nánast einn eftir hérna,“ segir Skúli og hlær. Tilfinningin sem fylgir því að verða þrítugur segir Skúli að sé ágæt. Sennilega muni fátt breytast við nýjan áratug en það fylgi því alltaf smá fiðringur að fá nýja tölu. „Ég held að síðast hafi verið haldið upp á afmælið fyrir fimm árum. Þá átti ég leik snemma um daginn og kærastan mín var búin að skipuleggja óvænta afmælisveislu um kvöldið,“ segir Skúli. Hjá KR er sú hefð að þegar leikmaður á afmæli þarf hann að bjóða liðsfélögunum upp á köku. Sá bakstur lendir sennilega á kærustu Skúla, hinni sænsku Jennifer Berg, en að sögn varnarmannsins er hún mikill matgæðingur og unir sér einna best við að elda góðan mat. Þau kynntust þegar Skúli var atvinnumaður með Elfsborg í Svíþjóð. „Það verður ekki aukapressa á liðsfélagana að vinna leikinn í kvöld svo ég geti fengið það í afmælisgjöf. Það verður vonandi bara meiri gleði hjá okkur og oft þegar gleðin er með manni í liði þá smitar það út frá sér og hlutirnir fara vel. Við stefnum á það á í kvöld,“ segir Skúli. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Ástfangin á ný Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
Varnarmaðurinn Skúli Jón Friðgeirsson er þrítugur í dag. Hann heldur upp á afmælið inni vellinum þegar KR mætir Grindavík. Að stórafmælið hitti á leikdag hefur áhrif á það hvað hægt er að gera í tilefni dagsins. Skúli Jón vonar að gleðin verði með KR í liði. „Við eigum leik heima þarna um kvöldið svo það verður ekki gert mikið á sjálfan afmælisdaginn. Mögulega verður eitthvað gert um kvöldið ef leikurinn fer eins og hann á að fara,“ segir Skúli Jón. Lið Skúla, Knattspyrnufélag Reykjavíkur, tekur í kvöld á móti Grindavík í Frostaskjóli í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Fyrir leik eru liðin jöfn með tuttugu stig í fjórða og fimmta sæti en fimm stig eru í Stjörnuna og Breiðablik í öðru og þriðja sæti. Sú staðreynd að stórafmælið hitti á leikdag hefur nokkur áhrif á það hvað hægt er að gera í tilefni dagsins. Í gær var Skúli með boð fyrir sína nánustu en óvíst er hvenær haldið verður upp á afmælið með pompi og prakt. Rútínan á leikdag mun haldast sú sama og því fátt planað á afmælisdaginn sjálfan sem ekki tengist undirbúningi fyrir leikinn. „Það hefur oft verið þannig að ég hef ekki getað haldið upp á daginn. Annars vegar hittir þetta oft á leik, eða mjög nálægt leikjum, og hins vegar út af verslunarmannahelginni. Oft voru leikir á mánudag eða þriðjudag og þá gat maður ekki farið úr bænum. Allir aðrir, bæði vinir og fjölskylda, höfðu hins vegar stungið af út á land. Þannig maður var oft nánast einn eftir hérna,“ segir Skúli og hlær. Tilfinningin sem fylgir því að verða þrítugur segir Skúli að sé ágæt. Sennilega muni fátt breytast við nýjan áratug en það fylgi því alltaf smá fiðringur að fá nýja tölu. „Ég held að síðast hafi verið haldið upp á afmælið fyrir fimm árum. Þá átti ég leik snemma um daginn og kærastan mín var búin að skipuleggja óvænta afmælisveislu um kvöldið,“ segir Skúli. Hjá KR er sú hefð að þegar leikmaður á afmæli þarf hann að bjóða liðsfélögunum upp á köku. Sá bakstur lendir sennilega á kærustu Skúla, hinni sænsku Jennifer Berg, en að sögn varnarmannsins er hún mikill matgæðingur og unir sér einna best við að elda góðan mat. Þau kynntust þegar Skúli var atvinnumaður með Elfsborg í Svíþjóð. „Það verður ekki aukapressa á liðsfélagana að vinna leikinn í kvöld svo ég geti fengið það í afmælisgjöf. Það verður vonandi bara meiri gleði hjá okkur og oft þegar gleðin er með manni í liði þá smitar það út frá sér og hlutirnir fara vel. Við stefnum á það á í kvöld,“ segir Skúli.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Ástfangin á ný Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira