Ryan Reynolds gerir Home Alone fyrir fullorðna Birgir Olgeirsson skrifar 26. júlí 2018 10:59 Myndin sem Ryan Reynolds framleiðir hefur hlotið nafnið Stoned Alone og er sögð innihalda mikinn hamagang og blóðugt ofbeldi. Vísir/EPA Leikarinn Ryan Reynolds er með mynd í pípunum sem er nokkurskonar fullorðins útgáfa af Home Alone-myndinni frægu. Í Home Alone þurfti hinn átta ára gamli Kevin McCallister að kljást einn síns liðs við innbrotsþjófa eftir að fjölskylda hans gleymdi að taka hann með í jólafrí. Myndin sem Ryan Reynolds framleiðir hefur hlotið nafnið Stoned Alone og er sögð innihalda mikinn hamagang og blóðugt ofbeldi.Ryan Reynolds er án efa þekktastur fyrir hlutverk sitt sem andhetjan Deadpool en myndunum tveimur um þann karakter hefur vegnað afar vel. Líkt og Stoned Alone innihalda Deadpool-myndirnar grófan húmor og mikið ofbeldi.Stoned Alone mun segja frá manni á þrítugsaldri sem gerir lítið annað en að haugast í gegnum lífið. Eftir að hafa misst af flugi í jólafrí reynir hann að gera það besta úr stöðunni með því að reykja kannabisefni heima hjá sér. Ofsóknaræði færist yfir hann sem veldur því að hann stendur í þeirri trú að verið sé að brjótast inn hjá honum. Honum verður það hins vegar fljótlega ljóst að innbrotsþjófar eru raunverulega að reyna að brjótast inn hjá honum og verður hann því að leita allra ráða til að verja heimili sitt. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Leikarinn Ryan Reynolds er með mynd í pípunum sem er nokkurskonar fullorðins útgáfa af Home Alone-myndinni frægu. Í Home Alone þurfti hinn átta ára gamli Kevin McCallister að kljást einn síns liðs við innbrotsþjófa eftir að fjölskylda hans gleymdi að taka hann með í jólafrí. Myndin sem Ryan Reynolds framleiðir hefur hlotið nafnið Stoned Alone og er sögð innihalda mikinn hamagang og blóðugt ofbeldi.Ryan Reynolds er án efa þekktastur fyrir hlutverk sitt sem andhetjan Deadpool en myndunum tveimur um þann karakter hefur vegnað afar vel. Líkt og Stoned Alone innihalda Deadpool-myndirnar grófan húmor og mikið ofbeldi.Stoned Alone mun segja frá manni á þrítugsaldri sem gerir lítið annað en að haugast í gegnum lífið. Eftir að hafa misst af flugi í jólafrí reynir hann að gera það besta úr stöðunni með því að reykja kannabisefni heima hjá sér. Ofsóknaræði færist yfir hann sem veldur því að hann stendur í þeirri trú að verið sé að brjótast inn hjá honum. Honum verður það hins vegar fljótlega ljóst að innbrotsþjófar eru raunverulega að reyna að brjótast inn hjá honum og verður hann því að leita allra ráða til að verja heimili sitt.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira