Þarf að markaðssetja mig betur Hjörvar Ólafsson skrifar 26. júlí 2018 09:00 Haraldur kemur til Eyja frá Skotlandi. vísir/getty Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, er kominn hingað til lands til þess að taka þátt í Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer í Vestmannaeyjum um helgina. Haraldur Franklín mætir til leiks á mótið eftir að að hafa tekið þátt í Opna breska meistaramótinu fyrstur íslenskra karlkylfinga. Eftir fínan fyrsta hring lenti hann í kröppum dansi á öðrum hringnum. Þar af leiðandi þurfti hann að spila árásargjarnara golf á seinni hluta annars hringsins til þess að freista þess að komast í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Honum tókst ekki ætlunarverk sitt og hann kveðst vera með blendnar tilfinningar eftir þátttöku sína í mótinu. „Þetta var auðvitað mjög gaman, að fá að spreyta sig á svona stóru sviði var eitthvað sem ég hef stefnt að og það var mikil upplifun að vera þarna. Ég hefði hins vegar viljað gera betur. Eftir að hafa misst flugið á tveimur holum á öðrum hringnum þurfti ég að taka áhættu á lokaholunum og þær holur á þessum velli eru ekki hentugar fyrir þannig spilamennsku,“ sagði Haraldur um frumraun sína á Opna breska sem fram fór á Carnoustie-vellinum í Skotlandi sem þykir ansi erfiður á köflum. „Það er mér hins vegar efst í huga eftir þessa helgi hvað mig langar að endurtaka þetta og ég stefni að því að fara þangað aftur. Þá langar mig mikið að taka þátt í fleiri sterkum boðsmótum og komast í Áskorendamótaröðina eða Evrópumótaröðina. Það er vonandi að spilamennska mín í Nordic-mótaröðinni tryggi mér sæti í Áskorendamótaröðinni, en ég var nálægt því í fyrra. Ég ætla svo taka þátt í Qualifying school í september síðar á þessu ári og freista þess að komast inn á Evrópumótaröðina þar,“ sagði hann um markmið sín í golfinu. „Ég lærði mikið af því að spila á Opna breska, bæði hvað varðar að spila fyrir fleiri áhorfendur en ég er vanur og takast á við aukna fjölmiðlaathygli. Það er ekki mín sterka hlið að ræða við fjölmiðla og selja sjálfan mig með markaðsstarfi. Ég verð annaðhvort að fækka fjölmiðlaviðtölum eða læra betur að tækla fjölmiðla. Líklega er blanda af hvoru tveggja heillavænlegust. Það er að veita fjölmiðlum hæfilega athygli og gefa meira af mér þegar ég geri það. Þannig eyk ég líkurnar á að fá fleiri tækifæri á boðsmótum. Það er pirrandi að sjá kylfinga sem ég tel vera á mínu kalíberi fá að taka þátt á þeim mótum sökum þess að þeir eru öflugri en ég að láta vita af sér,“ sagði hinn hógværi og lítilláti Vesturbæingur. „Nú er hugur minn hins vegar á næstu helgi og mótinu í Vestmannaeyjum. Það er orðið allt of langt síðan ég vann þetta mót og ég stefni á að bæta úr því um helgina. Það verður gaman að takast á við völlinn og veðrið í Vestmannaeyjum. Það eru þrjú ár síðan ég spilaði þennan völl síðast, en ég þekki hann ágætlega og hef spilað hann þó nokkrum sinnum. Síðan fer ég út í upphafi næstu viku og geri mig kláran fyrir næsta mót í Nordic-mótaröðinni,“ sagði hann um næstu verkefni sín, en hann varð síðast Íslandsmeistari í höggleik árið 2012. Golf Tengdar fréttir Axel hættur við að vera í fríi og mætir til að verja titilinn Haraldur Franklín Magnús fær alvöru samkeppni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 24. júlí 2018 15:15 Haraldur og þeir bestu reyna við 16 ára gamalt vallarmet í Eyjum Maðurinn sem á vallarmetið á golfvellinum í Vestmannaeyjum ætlaði ekki einu sinni að keppa á mótinu sem að hann setti það á. 23. júlí 2018 17:30 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, er kominn hingað til lands til þess að taka þátt í Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer í Vestmannaeyjum um helgina. Haraldur Franklín mætir til leiks á mótið eftir að að hafa tekið þátt í Opna breska meistaramótinu fyrstur íslenskra karlkylfinga. Eftir fínan fyrsta hring lenti hann í kröppum dansi á öðrum hringnum. Þar af leiðandi þurfti hann að spila árásargjarnara golf á seinni hluta annars hringsins til þess að freista þess að komast í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Honum tókst ekki ætlunarverk sitt og hann kveðst vera með blendnar tilfinningar eftir þátttöku sína í mótinu. „Þetta var auðvitað mjög gaman, að fá að spreyta sig á svona stóru sviði var eitthvað sem ég hef stefnt að og það var mikil upplifun að vera þarna. Ég hefði hins vegar viljað gera betur. Eftir að hafa misst flugið á tveimur holum á öðrum hringnum þurfti ég að taka áhættu á lokaholunum og þær holur á þessum velli eru ekki hentugar fyrir þannig spilamennsku,“ sagði Haraldur um frumraun sína á Opna breska sem fram fór á Carnoustie-vellinum í Skotlandi sem þykir ansi erfiður á köflum. „Það er mér hins vegar efst í huga eftir þessa helgi hvað mig langar að endurtaka þetta og ég stefni að því að fara þangað aftur. Þá langar mig mikið að taka þátt í fleiri sterkum boðsmótum og komast í Áskorendamótaröðina eða Evrópumótaröðina. Það er vonandi að spilamennska mín í Nordic-mótaröðinni tryggi mér sæti í Áskorendamótaröðinni, en ég var nálægt því í fyrra. Ég ætla svo taka þátt í Qualifying school í september síðar á þessu ári og freista þess að komast inn á Evrópumótaröðina þar,“ sagði hann um markmið sín í golfinu. „Ég lærði mikið af því að spila á Opna breska, bæði hvað varðar að spila fyrir fleiri áhorfendur en ég er vanur og takast á við aukna fjölmiðlaathygli. Það er ekki mín sterka hlið að ræða við fjölmiðla og selja sjálfan mig með markaðsstarfi. Ég verð annaðhvort að fækka fjölmiðlaviðtölum eða læra betur að tækla fjölmiðla. Líklega er blanda af hvoru tveggja heillavænlegust. Það er að veita fjölmiðlum hæfilega athygli og gefa meira af mér þegar ég geri það. Þannig eyk ég líkurnar á að fá fleiri tækifæri á boðsmótum. Það er pirrandi að sjá kylfinga sem ég tel vera á mínu kalíberi fá að taka þátt á þeim mótum sökum þess að þeir eru öflugri en ég að láta vita af sér,“ sagði hinn hógværi og lítilláti Vesturbæingur. „Nú er hugur minn hins vegar á næstu helgi og mótinu í Vestmannaeyjum. Það er orðið allt of langt síðan ég vann þetta mót og ég stefni á að bæta úr því um helgina. Það verður gaman að takast á við völlinn og veðrið í Vestmannaeyjum. Það eru þrjú ár síðan ég spilaði þennan völl síðast, en ég þekki hann ágætlega og hef spilað hann þó nokkrum sinnum. Síðan fer ég út í upphafi næstu viku og geri mig kláran fyrir næsta mót í Nordic-mótaröðinni,“ sagði hann um næstu verkefni sín, en hann varð síðast Íslandsmeistari í höggleik árið 2012.
Golf Tengdar fréttir Axel hættur við að vera í fríi og mætir til að verja titilinn Haraldur Franklín Magnús fær alvöru samkeppni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 24. júlí 2018 15:15 Haraldur og þeir bestu reyna við 16 ára gamalt vallarmet í Eyjum Maðurinn sem á vallarmetið á golfvellinum í Vestmannaeyjum ætlaði ekki einu sinni að keppa á mótinu sem að hann setti það á. 23. júlí 2018 17:30 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Axel hættur við að vera í fríi og mætir til að verja titilinn Haraldur Franklín Magnús fær alvöru samkeppni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 24. júlí 2018 15:15
Haraldur og þeir bestu reyna við 16 ára gamalt vallarmet í Eyjum Maðurinn sem á vallarmetið á golfvellinum í Vestmannaeyjum ætlaði ekki einu sinni að keppa á mótinu sem að hann setti það á. 23. júlí 2018 17:30
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti