Kátt á Klambra verður haldið í þriðja skiptið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júlí 2018 06:00 Um þrjú þúsund mættu á hátíðina í fyrra, stórir sem smáir FRÉTTABLAÐIÐ/LAUFEY Fjölskylduhátíðin Kátt á Klambra fer fram í þriðja skipti um helgina. Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir alla fjölskylduna. Markmið hátíðarinnar er að bjóða fjölskyldum upp á fjölbreytta menningar- og listviðburði á grænu svæði í Reykjavík. Hátíðin er haldin á Klambratúni en á svæðinu verður skiptiaðstaða, svæði þar sem hægt er að gefa brjóst í ró og næði auk allrar þeirrar afþreyingar sem í boði er. „Hugmyndin kom upphaflega frá Jónu Ottesen en þetta var lokaverkefni hennar í námi í hagnýtri menningarmiðlun í Háskóla Íslands. Hún hafði samband við mig árið 2016 og við ýttum þessu úr vör með ómetanlegri aðstoð,“ segir Valdís Helga Þorgeirsdóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar ásamt Hildi Soffíu Vignisdóttur, Ásu Ottesen og Viktoríu Blöndal. Síðan þá hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg. Fyrsta árið mættu um fimmtán hundruð en í fyrra mættu tvöfalt fleiri. Samhliða aukinni aðsókn hefur fjölgað í hópi skipuleggjenda og telja þeir nú um tug.Valdís Helga Þorgeirsdóttir og Jóna Elísabet Ottsen ýttu hátíðinni úr vör fyrir tveimur árum.FRÉTTABLAÐIÐ/LAUFEY„Í ár verða tvö svið, eitt stórt og annað minna. Þá verða ýmsar listasmiðjur fyrir krakka, ljóðaupplestur, leiksýningar og svo mætti lengi telja. Þetta er fyrir fjölskyldur með börn frá núll og upp úr,“ segir Valdís. Meðal þess sem má finna á dagskránni í ár eru tónleikar með Friðriki Dór, JóaPé og Króla og Emmsjé Gauta. Ævar vísindamaður mun lesa upp úr væntanlegri bók sinni og Lalli töframaður lítur við. Þá verður í boði graffitikennsla, barnanudd, sérstakt föndurtjald verður á svæðinu og boðið verður upp á andlitsmálningu fyrir gesti. Upptalningin er ekki tæmandi. „Miðaverði á hátíðina er stillt í hóf og miðar í raun að því að hátíðin komi út á sléttu. Aðgangseyrir fer til að mynda í að tryggja öryggi á svæðinu en ekkert barn fer út af því nema í fylgd með fullorðnum. Þá gefum við fjölskylduhjálp Rauða kross Íslands miða til að útdeila,“ segir Valdís. Herlegheitin hefjast á slaginu 11 á sunnudag og er veðurspáin með betra móti miðað við það sem verið hefur í sumar. Hafi fólk áhuga á að vera sjálfboðaliðar á hátíðinni er hægt að setja sig í samband við skipuleggjendur. „Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Valdís að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Lífið Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira
Fjölskylduhátíðin Kátt á Klambra fer fram í þriðja skipti um helgina. Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir alla fjölskylduna. Markmið hátíðarinnar er að bjóða fjölskyldum upp á fjölbreytta menningar- og listviðburði á grænu svæði í Reykjavík. Hátíðin er haldin á Klambratúni en á svæðinu verður skiptiaðstaða, svæði þar sem hægt er að gefa brjóst í ró og næði auk allrar þeirrar afþreyingar sem í boði er. „Hugmyndin kom upphaflega frá Jónu Ottesen en þetta var lokaverkefni hennar í námi í hagnýtri menningarmiðlun í Háskóla Íslands. Hún hafði samband við mig árið 2016 og við ýttum þessu úr vör með ómetanlegri aðstoð,“ segir Valdís Helga Þorgeirsdóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar ásamt Hildi Soffíu Vignisdóttur, Ásu Ottesen og Viktoríu Blöndal. Síðan þá hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg. Fyrsta árið mættu um fimmtán hundruð en í fyrra mættu tvöfalt fleiri. Samhliða aukinni aðsókn hefur fjölgað í hópi skipuleggjenda og telja þeir nú um tug.Valdís Helga Þorgeirsdóttir og Jóna Elísabet Ottsen ýttu hátíðinni úr vör fyrir tveimur árum.FRÉTTABLAÐIÐ/LAUFEY„Í ár verða tvö svið, eitt stórt og annað minna. Þá verða ýmsar listasmiðjur fyrir krakka, ljóðaupplestur, leiksýningar og svo mætti lengi telja. Þetta er fyrir fjölskyldur með börn frá núll og upp úr,“ segir Valdís. Meðal þess sem má finna á dagskránni í ár eru tónleikar með Friðriki Dór, JóaPé og Króla og Emmsjé Gauta. Ævar vísindamaður mun lesa upp úr væntanlegri bók sinni og Lalli töframaður lítur við. Þá verður í boði graffitikennsla, barnanudd, sérstakt föndurtjald verður á svæðinu og boðið verður upp á andlitsmálningu fyrir gesti. Upptalningin er ekki tæmandi. „Miðaverði á hátíðina er stillt í hóf og miðar í raun að því að hátíðin komi út á sléttu. Aðgangseyrir fer til að mynda í að tryggja öryggi á svæðinu en ekkert barn fer út af því nema í fylgd með fullorðnum. Þá gefum við fjölskylduhjálp Rauða kross Íslands miða til að útdeila,“ segir Valdís. Herlegheitin hefjast á slaginu 11 á sunnudag og er veðurspáin með betra móti miðað við það sem verið hefur í sumar. Hafi fólk áhuga á að vera sjálfboðaliðar á hátíðinni er hægt að setja sig í samband við skipuleggjendur. „Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Valdís að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Lífið Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira