Í vondum málum eftir að hafa mölvað Hollywood stjörnu Donalds Trump Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 25. júlí 2018 20:45 Verkamenn fjarlægja það sem eftir er af stórlaskaðri stjörnu Trumps. Svo óheppilega vill til að næsta stjarna fyrir neðan er merkt Kevin Spacey. Þarf ekki eitthvað að fara að endurskoða það? Vísir/EPA Búið er að stórskemma stjörnu Donalds Trump á Hollywood Boulevard í Los Angeles. Stjarnan var á einni af rúmlega 2600 gangstéttarhellum sem hafa verið lagðar í götuna til að minnast goðsagna úr heimi skemmtanaiðnaðarins. Þessi kafli götunnar er þekktur sem The Walk of Fame. Skemmdarvargurinn kom á vettvang fyrr í dag með gítartösku. Sjónarvottar segja að hann hafi skyndilega opnað töskuna og tekið upp stærðarinnar haka sem hann geymdi þar. Hann hafi síðan ráðist á stjörnuna af alefli með hakanum og hoggið hana í spað með látum. Öryggisverðir á staðnum lögðu ekki í manninn þar sem þeir voru óvopnaðir og leist ekki á að yfirbuga mann sem fór hamförum með haka á miðri götunni. Þetta er ekki fyrsta árásin á stjörnu Trumps í Hollywood. Fyrir tveimur árum réðst maður til atlögu með haka og loftpressu til að reyna að fjarlægja nafn Trumps af gangstéttinni. Sagðist maðurinn hafa verið að bregðast við myndbandinu sem tekið var af Trump þar sem hann talaði um að hann gæti gripið í kynfæri kvenna að vild vegna frægðar sinnar og auðs. Maðurinn fékk þriggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm, þurfti að borga hálfa milljón króna fyrir skemmdirnar og vinna 20 daga í samfélagsþjónustu. Skemmdarvargurinn í dag gaf sig fram við lögreglu og verður að líkindum ákærður fyrir gróf eignaspjöll. Það telst „felony“ eða alvarlegur glæpur í bandaríska dómskerfinu. Lífið Donald Trump Hollywood Mál Kevin Spacey MeToo Tengdar fréttir Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11 Eyðilagði stjörnu Trump á Hollywood Walk of Fame með sleggju Maðurinn segist hafa fengið nóg af niðrandi tali Trump til kvenna og hegðunar hans í garð þeirra. 19. nóvember 2016 15:32 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira
Búið er að stórskemma stjörnu Donalds Trump á Hollywood Boulevard í Los Angeles. Stjarnan var á einni af rúmlega 2600 gangstéttarhellum sem hafa verið lagðar í götuna til að minnast goðsagna úr heimi skemmtanaiðnaðarins. Þessi kafli götunnar er þekktur sem The Walk of Fame. Skemmdarvargurinn kom á vettvang fyrr í dag með gítartösku. Sjónarvottar segja að hann hafi skyndilega opnað töskuna og tekið upp stærðarinnar haka sem hann geymdi þar. Hann hafi síðan ráðist á stjörnuna af alefli með hakanum og hoggið hana í spað með látum. Öryggisverðir á staðnum lögðu ekki í manninn þar sem þeir voru óvopnaðir og leist ekki á að yfirbuga mann sem fór hamförum með haka á miðri götunni. Þetta er ekki fyrsta árásin á stjörnu Trumps í Hollywood. Fyrir tveimur árum réðst maður til atlögu með haka og loftpressu til að reyna að fjarlægja nafn Trumps af gangstéttinni. Sagðist maðurinn hafa verið að bregðast við myndbandinu sem tekið var af Trump þar sem hann talaði um að hann gæti gripið í kynfæri kvenna að vild vegna frægðar sinnar og auðs. Maðurinn fékk þriggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm, þurfti að borga hálfa milljón króna fyrir skemmdirnar og vinna 20 daga í samfélagsþjónustu. Skemmdarvargurinn í dag gaf sig fram við lögreglu og verður að líkindum ákærður fyrir gróf eignaspjöll. Það telst „felony“ eða alvarlegur glæpur í bandaríska dómskerfinu.
Lífið Donald Trump Hollywood Mál Kevin Spacey MeToo Tengdar fréttir Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11 Eyðilagði stjörnu Trump á Hollywood Walk of Fame með sleggju Maðurinn segist hafa fengið nóg af niðrandi tali Trump til kvenna og hegðunar hans í garð þeirra. 19. nóvember 2016 15:32 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira
Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11
Eyðilagði stjörnu Trump á Hollywood Walk of Fame með sleggju Maðurinn segist hafa fengið nóg af niðrandi tali Trump til kvenna og hegðunar hans í garð þeirra. 19. nóvember 2016 15:32
Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31