Býst við að halda sætinu í liðinu Hjörvar Ólafsson skrifar 25. júlí 2018 16:30 Leikmenn Norrköping fagna innilega einu af þremur deildarmörkum Skagamannsins Arnórs Sigurðssonar. vísir/Getty Arnór Sigurðsson hefur verið að komast í æ stærra hlutverk hjá sænska liðinu Norrköping sem er í toppbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla. Arnór hefur skorað þrjú mörk í 13 leikjum á tímabilinu og þar að auki lagt upp þrjú mörk fyrir samherja sína. Mörkin hafa skilað liðinu sex stigum, en eftir að hafa komið inn á af varamannabekknum í upphafi leiktíðarinnar hefur hann fest sig í sessi á vinstri vængnum hjá liðinu. „Ég er að spila á vinstri kantinum í leikkerfinu 3-4-3 og kann bara mjög vel við mig í þeirri stöðu. Það er svo þægilegt að hafa Gumma [Guðmund Þórarinsson] í vinstri vængbakverðinum og við höfum verið að ná vel saman vinstra megin á vellinum. Ég er að upplagi miðjumaður og gæti líka leyst af þar ef þess þyrfti. Þetta er lið sem vill spila boltanum með jörðinni og spilar skemmtilegan sóknarfótbolta. Sá leikstíll hentar mér mjög vel,“ sagði Arnór í samtali við Fréttablaðið um hlutverk sitt hjá liðinu. „Ég er búinn að byrja sex af síðustu sjö leikjum og standa mig vel að mínu mati. Ég held að ég sé búinn að tryggja mér þessa stöðu eins og staðan er núna og það væri sérstakt að taka mig út úr liðinu þegar tekið er mið af því hversu vel ég hef verið að spila og að árangur liðsins hefur verið góður í þeim leikjum þar sem ég hef verið í byrjunarliðinu,“ sagði hann um síðustu leik hjá liðinu. „Þegar ég kom hingað fyrir tæpu einu og hálfu ári þá var ég bara 17 ára gamall og það var bara geggjað að æfa með aðalliðinu. Mér fannst ég hins vegar í upphafi þessa tímabils vera kominn á þann stað að geta gert mig gildandi með liðinu. Það er ofboðslega gaman að vera í liði sem er í toppbaráttu í Svíþjóð og smá viðbrigði að spila reglulega fyrir framan 20.000 manns,“ sagði hann enn fremur um þróun sína hjá sænska liðinu. Norrköping, sem er í öðru til þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Hauki Heiðari Haukssyni og félögum hans hjá AIK sem tróna á toppi deildarinnar er hálfgerð Íslendinganýlenda. Auk Arnórs og Guðmundar er Jón Guðni Fjóluson í lykilhlutverki í vörn liðsins og Alfons Sampsted er einnig á mála hjá liðinu. „Mér líður mjög vel hérna í Norrköping, þetta er fallegur bær og Svíar hafa komið mér skemmtilega á óvart. Það skemmir ekki fyrir að hafa svona marga íslenska leikmenn með sér í liðinu og svo eru vinir og ættingjar duglegir að heimsækja mig. Nú er bara vonandi að mér og liðinu haldi áfram að ganga svona vel. Ég vona svo að þessi góða frammistaða mín skili mér fleiri leikjum með U-21 árs landsliðinu,“ sagði þessi geðþekki 19 ára gamli Skagastrákur sem fékk smjörþefinn af U-21 árs liðinu þegar hann spilaði í vináttuleik með liðinu gegn Írlandi í mars fyrr á þessu ári. Norðurlönd Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Sjá meira
Arnór Sigurðsson hefur verið að komast í æ stærra hlutverk hjá sænska liðinu Norrköping sem er í toppbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla. Arnór hefur skorað þrjú mörk í 13 leikjum á tímabilinu og þar að auki lagt upp þrjú mörk fyrir samherja sína. Mörkin hafa skilað liðinu sex stigum, en eftir að hafa komið inn á af varamannabekknum í upphafi leiktíðarinnar hefur hann fest sig í sessi á vinstri vængnum hjá liðinu. „Ég er að spila á vinstri kantinum í leikkerfinu 3-4-3 og kann bara mjög vel við mig í þeirri stöðu. Það er svo þægilegt að hafa Gumma [Guðmund Þórarinsson] í vinstri vængbakverðinum og við höfum verið að ná vel saman vinstra megin á vellinum. Ég er að upplagi miðjumaður og gæti líka leyst af þar ef þess þyrfti. Þetta er lið sem vill spila boltanum með jörðinni og spilar skemmtilegan sóknarfótbolta. Sá leikstíll hentar mér mjög vel,“ sagði Arnór í samtali við Fréttablaðið um hlutverk sitt hjá liðinu. „Ég er búinn að byrja sex af síðustu sjö leikjum og standa mig vel að mínu mati. Ég held að ég sé búinn að tryggja mér þessa stöðu eins og staðan er núna og það væri sérstakt að taka mig út úr liðinu þegar tekið er mið af því hversu vel ég hef verið að spila og að árangur liðsins hefur verið góður í þeim leikjum þar sem ég hef verið í byrjunarliðinu,“ sagði hann um síðustu leik hjá liðinu. „Þegar ég kom hingað fyrir tæpu einu og hálfu ári þá var ég bara 17 ára gamall og það var bara geggjað að æfa með aðalliðinu. Mér fannst ég hins vegar í upphafi þessa tímabils vera kominn á þann stað að geta gert mig gildandi með liðinu. Það er ofboðslega gaman að vera í liði sem er í toppbaráttu í Svíþjóð og smá viðbrigði að spila reglulega fyrir framan 20.000 manns,“ sagði hann enn fremur um þróun sína hjá sænska liðinu. Norrköping, sem er í öðru til þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Hauki Heiðari Haukssyni og félögum hans hjá AIK sem tróna á toppi deildarinnar er hálfgerð Íslendinganýlenda. Auk Arnórs og Guðmundar er Jón Guðni Fjóluson í lykilhlutverki í vörn liðsins og Alfons Sampsted er einnig á mála hjá liðinu. „Mér líður mjög vel hérna í Norrköping, þetta er fallegur bær og Svíar hafa komið mér skemmtilega á óvart. Það skemmir ekki fyrir að hafa svona marga íslenska leikmenn með sér í liðinu og svo eru vinir og ættingjar duglegir að heimsækja mig. Nú er bara vonandi að mér og liðinu haldi áfram að ganga svona vel. Ég vona svo að þessi góða frammistaða mín skili mér fleiri leikjum með U-21 árs landsliðinu,“ sagði þessi geðþekki 19 ára gamli Skagastrákur sem fékk smjörþefinn af U-21 árs liðinu þegar hann spilaði í vináttuleik með liðinu gegn Írlandi í mars fyrr á þessu ári.
Norðurlönd Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Sjá meira