50 laxa dagar í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 24. júlí 2018 10:00 Það hefur komið heldur betur kippur í Eystri Rangá síðustu daga og undanfarið hafa verið að veiðast um og yfir 50 laxar á dag. Ástundun hefur líklega ekki verið mikil en eins og kom fram í miðlum var stórt holl afbókað og því leit út fyrir að áin myndi bara renna í einhverja daga. Það hafa þó einhverjir verið við veiðar enda má sjá á mörgum Facebooksíðum nokkurra góðra vina Veiðivísis að það er feykna veiði í ánni. Það er greinilega mikill kraftur í göngunum og eftir þeim heimildum sem við höfum þá eru stangirnar auðveldlega að taka 10-12 laxa á dag og þá sýnist okkur að það séu kannski 5-6 að veiða ánna sem annars er veidd á 18 stangir sé hún fullmönnuð. Þegar göngurnar í Eystri eru jafn sterkar og raun virðist vera er bara spurning um tíma hvenær fyrstu 100 laxa dagarnir detta inn. Mest lesið Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Gamla metið slegið tvöfalt Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði
Það hefur komið heldur betur kippur í Eystri Rangá síðustu daga og undanfarið hafa verið að veiðast um og yfir 50 laxar á dag. Ástundun hefur líklega ekki verið mikil en eins og kom fram í miðlum var stórt holl afbókað og því leit út fyrir að áin myndi bara renna í einhverja daga. Það hafa þó einhverjir verið við veiðar enda má sjá á mörgum Facebooksíðum nokkurra góðra vina Veiðivísis að það er feykna veiði í ánni. Það er greinilega mikill kraftur í göngunum og eftir þeim heimildum sem við höfum þá eru stangirnar auðveldlega að taka 10-12 laxa á dag og þá sýnist okkur að það séu kannski 5-6 að veiða ánna sem annars er veidd á 18 stangir sé hún fullmönnuð. Þegar göngurnar í Eystri eru jafn sterkar og raun virðist vera er bara spurning um tíma hvenær fyrstu 100 laxa dagarnir detta inn.
Mest lesið Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Gamla metið slegið tvöfalt Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði