Frá Cannes í heilt maraþon í Reykjavík Stefán Þór Hjartarson skrifar 23. júlí 2018 06:00 María Thelma var ekki lítið glæsileg þegar hún gekk rauða dregilinn í Cannes Vísir/Getty María Thelma Smáradóttir leikkona sló heldur betur í gegn á kvikmyndahátíðinni á Cannes í vor en hún var þangað mætt til að kynna nýjustu myndina sína Arctic sem hún leikur í ásamt Mads Mikkelsen. María ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, því að eftir að hafa sigrað Cannes er hún núna búin að skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið þar sem hún ætlar alla leið og hleypur fullt maraþon – eina 42 kílómetra. „Ég er reyndar ekki að gera þetta í fyrsta skiptið, þannig að þetta er ekki beint nýtt af nálinni hjá mér – en samt er alltaf mjög langt æfingaferli sem fylgir þessu. Ég er búin að stunda langhlaup mjög lengi – ég byrjaði að hlaupa þegar ég var líklega 21 ára. Mér finnst rosalega heilandi að hlaupa og fæ mikla útrás við það. Ég varð alveg háð þessari hreyfingu þegar ég byrjaði að stunda hana. Það finna allir sína íþrótt og hlaupið er mín íþrótt. Ég byrja flesta morgna á því að hlaupa – alveg sama hvað klukkan er þá verð ég að hlaupa,“ segir María Thelma. Hún hleypur fyrir UNICEF í ár en hún er búin að hitta fólkið hjá UNICEF til að fræðast um starfsemina og hvert styrkurinn fer hjá þeim í ár. „Ég hef verið mjög áhugasöm um samstarfið í mjög langan tíma. Það er mjög gefandi að sjá árangurinn frá okkur skila sér einhvers staðar hinum megin á hnettinum. Maður er aldrei búinn að styrkja málefni – það eru alltaf milljón manns sem þurfa á hjálp að halda bæði á stríðssvæðunum og í þróunarlöndunum. Þetta er svo lítil upphæð fyrir okkur sem gerir gæfumuninn og getur jafnvel bjargað lífi. Þúsund krónur, sem er svona einn bjór hjá okkur, samsvarar viku næringarmeðferð hjá barni. Þannig að það þarf lítið til að hafa góð áhrif. Ég tala nú ekki um að ef maður er leikari og er svo heppin að fá einhverja rödd til að þjóna æðri tilgangi þá er góðgerðastarfsemi algjörlega það sem röddin ætti að nýtast í.“María Thelma og Mads Mikkelsen leika saman í myndinni.Vísir/GettyÍslendingar öllu vanir María er að vonum ánægð með árangurinn hjá sér í Cannes og hlutverk sitt í myndinni Arctic – en hún gefur nú ekki mikið fyrir að hún sé fræg þegar blaðamaður ber það upp við hana, enda erum við öll bara Íslendingar sem sjáumst í Kringlunni á sunnudögum. „Ég var í Cannes að frumsýna mína fyrstu kvikmynd sem heitir Arctic og var tekin upp hérna á Íslandi fyrir ári. Hún var tekin upp í snjó og kulda og erfiðum aðstæðum. Við erum tvö í myndinni, ég og Mads Mikkelsen. Þetta var auðvitað alveg æðislegt. Mér þótti vænst um að sjá alla sem komu að myndinni – „crewið“ var allt Íslendingar. Það var alveg geggjað að sjá hvert Íslendingar eru komnir á heimsmælikvarða hvað varðar kvikmyndagerð – þetta er svo mikið fagfólk. Ég er endalaust stolt af okkar mönnum og án þeirra væri myndin ekki til. Ég vil meina að við Íslendingar séum vanir öllum mögulegum aðstæðum. Við vorum að taka upp í alveg ótrúlega miklum kulda, snjór upp að hné allan tímann – krúið þarf að vera úti allan tímann. Þannig að ég get ekki annað en verið stolt.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Mads Mikkelsen sagði ekki umboðsmönnum sínum frá því að hann væri á leið til Íslands til að taka upp mynd Leikstjórinn vissi ekki að hægt væri að fá rafmagnshitaðan fatnað fyrr en hann kom til Íslands. 13. maí 2018 21:33 Rosaleg á rauða dreglinum Leikkonan María Thelma Smáradóttir birtist í Cannes í hátískukjólum og háum hælum ásamt stórstjörnunni Mads Mikkelsen en saman leika þau í myndinni Arctic sem tekin var upp hér á landi. 15. maí 2018 06:00 Sterkari vegna upprunans María Thelma Smáradóttir er íslensk-taílensk og nýútskrifuð leikkona frá Listaháskóla Íslands. Hún segir menningararfinn vera sinn styrk og vinnur með hann í list sinni. Tækifærum Íslendinga af erlendum uppruna sé að fjölga. 20. ágúst 2016 10:30 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Sjá meira
María Thelma Smáradóttir leikkona sló heldur betur í gegn á kvikmyndahátíðinni á Cannes í vor en hún var þangað mætt til að kynna nýjustu myndina sína Arctic sem hún leikur í ásamt Mads Mikkelsen. María ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, því að eftir að hafa sigrað Cannes er hún núna búin að skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið þar sem hún ætlar alla leið og hleypur fullt maraþon – eina 42 kílómetra. „Ég er reyndar ekki að gera þetta í fyrsta skiptið, þannig að þetta er ekki beint nýtt af nálinni hjá mér – en samt er alltaf mjög langt æfingaferli sem fylgir þessu. Ég er búin að stunda langhlaup mjög lengi – ég byrjaði að hlaupa þegar ég var líklega 21 ára. Mér finnst rosalega heilandi að hlaupa og fæ mikla útrás við það. Ég varð alveg háð þessari hreyfingu þegar ég byrjaði að stunda hana. Það finna allir sína íþrótt og hlaupið er mín íþrótt. Ég byrja flesta morgna á því að hlaupa – alveg sama hvað klukkan er þá verð ég að hlaupa,“ segir María Thelma. Hún hleypur fyrir UNICEF í ár en hún er búin að hitta fólkið hjá UNICEF til að fræðast um starfsemina og hvert styrkurinn fer hjá þeim í ár. „Ég hef verið mjög áhugasöm um samstarfið í mjög langan tíma. Það er mjög gefandi að sjá árangurinn frá okkur skila sér einhvers staðar hinum megin á hnettinum. Maður er aldrei búinn að styrkja málefni – það eru alltaf milljón manns sem þurfa á hjálp að halda bæði á stríðssvæðunum og í þróunarlöndunum. Þetta er svo lítil upphæð fyrir okkur sem gerir gæfumuninn og getur jafnvel bjargað lífi. Þúsund krónur, sem er svona einn bjór hjá okkur, samsvarar viku næringarmeðferð hjá barni. Þannig að það þarf lítið til að hafa góð áhrif. Ég tala nú ekki um að ef maður er leikari og er svo heppin að fá einhverja rödd til að þjóna æðri tilgangi þá er góðgerðastarfsemi algjörlega það sem röddin ætti að nýtast í.“María Thelma og Mads Mikkelsen leika saman í myndinni.Vísir/GettyÍslendingar öllu vanir María er að vonum ánægð með árangurinn hjá sér í Cannes og hlutverk sitt í myndinni Arctic – en hún gefur nú ekki mikið fyrir að hún sé fræg þegar blaðamaður ber það upp við hana, enda erum við öll bara Íslendingar sem sjáumst í Kringlunni á sunnudögum. „Ég var í Cannes að frumsýna mína fyrstu kvikmynd sem heitir Arctic og var tekin upp hérna á Íslandi fyrir ári. Hún var tekin upp í snjó og kulda og erfiðum aðstæðum. Við erum tvö í myndinni, ég og Mads Mikkelsen. Þetta var auðvitað alveg æðislegt. Mér þótti vænst um að sjá alla sem komu að myndinni – „crewið“ var allt Íslendingar. Það var alveg geggjað að sjá hvert Íslendingar eru komnir á heimsmælikvarða hvað varðar kvikmyndagerð – þetta er svo mikið fagfólk. Ég er endalaust stolt af okkar mönnum og án þeirra væri myndin ekki til. Ég vil meina að við Íslendingar séum vanir öllum mögulegum aðstæðum. Við vorum að taka upp í alveg ótrúlega miklum kulda, snjór upp að hné allan tímann – krúið þarf að vera úti allan tímann. Þannig að ég get ekki annað en verið stolt.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Mads Mikkelsen sagði ekki umboðsmönnum sínum frá því að hann væri á leið til Íslands til að taka upp mynd Leikstjórinn vissi ekki að hægt væri að fá rafmagnshitaðan fatnað fyrr en hann kom til Íslands. 13. maí 2018 21:33 Rosaleg á rauða dreglinum Leikkonan María Thelma Smáradóttir birtist í Cannes í hátískukjólum og háum hælum ásamt stórstjörnunni Mads Mikkelsen en saman leika þau í myndinni Arctic sem tekin var upp hér á landi. 15. maí 2018 06:00 Sterkari vegna upprunans María Thelma Smáradóttir er íslensk-taílensk og nýútskrifuð leikkona frá Listaháskóla Íslands. Hún segir menningararfinn vera sinn styrk og vinnur með hann í list sinni. Tækifærum Íslendinga af erlendum uppruna sé að fjölga. 20. ágúst 2016 10:30 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Sjá meira
Mads Mikkelsen sagði ekki umboðsmönnum sínum frá því að hann væri á leið til Íslands til að taka upp mynd Leikstjórinn vissi ekki að hægt væri að fá rafmagnshitaðan fatnað fyrr en hann kom til Íslands. 13. maí 2018 21:33
Rosaleg á rauða dreglinum Leikkonan María Thelma Smáradóttir birtist í Cannes í hátískukjólum og háum hælum ásamt stórstjörnunni Mads Mikkelsen en saman leika þau í myndinni Arctic sem tekin var upp hér á landi. 15. maí 2018 06:00
Sterkari vegna upprunans María Thelma Smáradóttir er íslensk-taílensk og nýútskrifuð leikkona frá Listaháskóla Íslands. Hún segir menningararfinn vera sinn styrk og vinnur með hann í list sinni. Tækifærum Íslendinga af erlendum uppruna sé að fjölga. 20. ágúst 2016 10:30