Síðustu heiðarlegu Skálmaldartónleikar ársins Stefán Þór Hjartarson skrifar 20. júlí 2018 06:00 Snæbjörn Ragnarsson getur ekki lofað því að Skálmöld spili mikið oftar á þessu ári Fréttablaðið/Anton Brink Hljómsveitin Skálmöld gerir sér lítið fyrir í kvöld og treður upp á tvennum tónleikum á hinum goðsagnakennda rokkbar Gauknum. Fyrri tónleikarnir hefjast klukkan 16 og eru ætlaðir fyrir fjölskyldufólk enda aðdáendur sveitarinnar á öllum aldri. Seinni tónleikarnir hefjast svo klukkan 21 og verða, eins og sveitin orðar það, minna settlegir. Það er orðið ansi langt síðan Skálmöld hefur spilað á landinu. „Það er búið að vera svo mikið brölt á okkur að við höfum ekki náð að spila hérna heima alltof lengi. Og reyndar var ekkert útlit fyrir að við kæmum því við á þessu ári, en svo opnaðist þarna möguleiki með frekar stuttum fyrirvara og við stukkum á hann,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar og textahöfundur. Hann undirstrikar að menn ættu að hoppa á þetta tækifæri vegna þess að það sé alls ekki víst að sveitin spili aftur á landinu á árinu, utan tónleika með Sinfóníuhljómsveitinni í ágúst. Hann segir jafnframt að Gaukurinn sé einn af hans uppáhaldsstöðum að spila á og að sveitin hafi í raun stigið sín fyrstu spor þar á bæ. „Auðvitað hefur það mikið með fólkið að gera og þá staðreynd að Gaukurinn hefur fylgt okkur frá upphafi. Ég meina, fyrsta giggið okkar var þarna, okkar allra fyrsta. Það er einhvern veginn bara svo skemmtilegt og auðvelt og allir glaðir.“Hvað er það við Gaukinn sem er svona frábært? „Þetta er góð spurning. Þröngt, dimmt, skítugt og allt frekar voðalegt. Þetta hljómar nú ekki eins og uppskrift að góðum tónleikastað. En kannski er það einmitt þetta. Þetta er einn heiðarlegasti rokkklúbbur sem ég hef komið á og ég hef orðið komið á þá ansi marga. Ef eitthvað er rokkenról þá er Gaukurinn rokkenról.“Tónleikar Skálmaldar í Eldborg eru ætíð mikið sjónarspil.Lalli SIgÆtliði að telja í nýtt efni? „Ég get því miður ekki lofað nýju efni strax. Við erum búnir að taka upp plötuna og hún er í raun tilbúin. En við höfum ekki enn náð að keyra í æfingar og svo kannski langar okkur heldur ekkert alveg til að spila þetta á tónleikum strax. Það er frekar að eitthvað gerist í lok ágúst...“ Til að bæta fyrir það hvað þeir hafa spilað lítið á Íslandi upp á síðkastið mun Skálmöld líka gera sér lítið fyrir og bruna norður til að spila á sínum allra besta Græna hatti. „Já, það kom nú bara upp með enn skemmri fyrirvara. Ég veit ekki hvernig þessi helgi púslaðist svona glæsilega. Venjulega þarf að gera allt með fleiri vikna og mánaða fyrirvara en þetta bara féll allt réttum megin. Og það gleður nú ekkert minna. Það sem gerist á Græna hattinum gerist hvergi annars staðar í heiminum, það fullyrði ég. Maður hefði fljótt á litið ekki haldið að sitjandi tónleikar og hlé væri eitthvað sem hentaði Skálmöld vel, og sennilega er það ekki þannig. En á Hattinum er þetta algerlega sjálfsagt og steinliggur. Ég held að ég sé alveg heiðarlegur með það þegar ég segi að þetta sé minn uppáhaldstónleikastaður í allri veröldinni.“ Eins og áður sagði hefur sveitin verið á miklu brölti erlendis við spilamennsku og segir Snæbjörn að það sé bara farið að ganga ansi vel að ferðast svona. „Já, við erum nú farin að kunna á þetta og hvert á annað. Ég segi farin því Helga systir leysti Gunna af einu sinni sem oftar. Að vera í svona túrandi bandi er eins og að vera í flóknasta hjónabandi í heimi og við náum nú bara að láta það ganga ágætlega. Lykilinn er nú held ég fyrst og fremst umburðarlyndi og hreinskilni. Ef einhver vill vera einn fær hann að vera einn. Ef einhver þarf félagsskap þá fær hann félagsskap.“ Næst á dagskrá eru tónleikar með Sinfó í ágúst og meiri tónlist. „Já, það virðist aldrei ætla að hægja á þessu. Rétt að segja uppselt á ferna tónleika með Sinfóníunni og fimmta stúdíóplatan að koma út í haust. Vá, þetta verða orðin tíu ár á næsta ári. Sjitt. Eitthvað sem átti nú kannski ekkert að verða meira en nokkrar æfingar og góður kallaklúbbur. Magnað alveg.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Seldist upp á 12 mínútum Miðar á tónleika Skálmaldar og Sinfó í ágúst seldust upp á örskotsstundu. Snæbjörn Ragnarsson segir að unnið sé að því hörðum höndum að setja saman þriðju tónleikana en gríðarlegur fjöldi kemur að þeim og því þurfa margir frá að hverfa. 4. apríl 2018 06:00 Breytt mynd Skálmaldar í Bretlandstúr Þungarokkararnir í Skálmöld flugu til Bristol í gær í breyttri mynd en hljómsveitin mun spila á fimm tónleikum á næstu fimm dögum í Bretlandi. Í staðinn fyrir Gunna Ben og Baldur Ragnarsson eru mætt systirin Helga og Einar Þór Jóhannsson. 27. apríl 2018 05:57 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Hljómsveitin Skálmöld gerir sér lítið fyrir í kvöld og treður upp á tvennum tónleikum á hinum goðsagnakennda rokkbar Gauknum. Fyrri tónleikarnir hefjast klukkan 16 og eru ætlaðir fyrir fjölskyldufólk enda aðdáendur sveitarinnar á öllum aldri. Seinni tónleikarnir hefjast svo klukkan 21 og verða, eins og sveitin orðar það, minna settlegir. Það er orðið ansi langt síðan Skálmöld hefur spilað á landinu. „Það er búið að vera svo mikið brölt á okkur að við höfum ekki náð að spila hérna heima alltof lengi. Og reyndar var ekkert útlit fyrir að við kæmum því við á þessu ári, en svo opnaðist þarna möguleiki með frekar stuttum fyrirvara og við stukkum á hann,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar og textahöfundur. Hann undirstrikar að menn ættu að hoppa á þetta tækifæri vegna þess að það sé alls ekki víst að sveitin spili aftur á landinu á árinu, utan tónleika með Sinfóníuhljómsveitinni í ágúst. Hann segir jafnframt að Gaukurinn sé einn af hans uppáhaldsstöðum að spila á og að sveitin hafi í raun stigið sín fyrstu spor þar á bæ. „Auðvitað hefur það mikið með fólkið að gera og þá staðreynd að Gaukurinn hefur fylgt okkur frá upphafi. Ég meina, fyrsta giggið okkar var þarna, okkar allra fyrsta. Það er einhvern veginn bara svo skemmtilegt og auðvelt og allir glaðir.“Hvað er það við Gaukinn sem er svona frábært? „Þetta er góð spurning. Þröngt, dimmt, skítugt og allt frekar voðalegt. Þetta hljómar nú ekki eins og uppskrift að góðum tónleikastað. En kannski er það einmitt þetta. Þetta er einn heiðarlegasti rokkklúbbur sem ég hef komið á og ég hef orðið komið á þá ansi marga. Ef eitthvað er rokkenról þá er Gaukurinn rokkenról.“Tónleikar Skálmaldar í Eldborg eru ætíð mikið sjónarspil.Lalli SIgÆtliði að telja í nýtt efni? „Ég get því miður ekki lofað nýju efni strax. Við erum búnir að taka upp plötuna og hún er í raun tilbúin. En við höfum ekki enn náð að keyra í æfingar og svo kannski langar okkur heldur ekkert alveg til að spila þetta á tónleikum strax. Það er frekar að eitthvað gerist í lok ágúst...“ Til að bæta fyrir það hvað þeir hafa spilað lítið á Íslandi upp á síðkastið mun Skálmöld líka gera sér lítið fyrir og bruna norður til að spila á sínum allra besta Græna hatti. „Já, það kom nú bara upp með enn skemmri fyrirvara. Ég veit ekki hvernig þessi helgi púslaðist svona glæsilega. Venjulega þarf að gera allt með fleiri vikna og mánaða fyrirvara en þetta bara féll allt réttum megin. Og það gleður nú ekkert minna. Það sem gerist á Græna hattinum gerist hvergi annars staðar í heiminum, það fullyrði ég. Maður hefði fljótt á litið ekki haldið að sitjandi tónleikar og hlé væri eitthvað sem hentaði Skálmöld vel, og sennilega er það ekki þannig. En á Hattinum er þetta algerlega sjálfsagt og steinliggur. Ég held að ég sé alveg heiðarlegur með það þegar ég segi að þetta sé minn uppáhaldstónleikastaður í allri veröldinni.“ Eins og áður sagði hefur sveitin verið á miklu brölti erlendis við spilamennsku og segir Snæbjörn að það sé bara farið að ganga ansi vel að ferðast svona. „Já, við erum nú farin að kunna á þetta og hvert á annað. Ég segi farin því Helga systir leysti Gunna af einu sinni sem oftar. Að vera í svona túrandi bandi er eins og að vera í flóknasta hjónabandi í heimi og við náum nú bara að láta það ganga ágætlega. Lykilinn er nú held ég fyrst og fremst umburðarlyndi og hreinskilni. Ef einhver vill vera einn fær hann að vera einn. Ef einhver þarf félagsskap þá fær hann félagsskap.“ Næst á dagskrá eru tónleikar með Sinfó í ágúst og meiri tónlist. „Já, það virðist aldrei ætla að hægja á þessu. Rétt að segja uppselt á ferna tónleika með Sinfóníunni og fimmta stúdíóplatan að koma út í haust. Vá, þetta verða orðin tíu ár á næsta ári. Sjitt. Eitthvað sem átti nú kannski ekkert að verða meira en nokkrar æfingar og góður kallaklúbbur. Magnað alveg.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Seldist upp á 12 mínútum Miðar á tónleika Skálmaldar og Sinfó í ágúst seldust upp á örskotsstundu. Snæbjörn Ragnarsson segir að unnið sé að því hörðum höndum að setja saman þriðju tónleikana en gríðarlegur fjöldi kemur að þeim og því þurfa margir frá að hverfa. 4. apríl 2018 06:00 Breytt mynd Skálmaldar í Bretlandstúr Þungarokkararnir í Skálmöld flugu til Bristol í gær í breyttri mynd en hljómsveitin mun spila á fimm tónleikum á næstu fimm dögum í Bretlandi. Í staðinn fyrir Gunna Ben og Baldur Ragnarsson eru mætt systirin Helga og Einar Þór Jóhannsson. 27. apríl 2018 05:57 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Seldist upp á 12 mínútum Miðar á tónleika Skálmaldar og Sinfó í ágúst seldust upp á örskotsstundu. Snæbjörn Ragnarsson segir að unnið sé að því hörðum höndum að setja saman þriðju tónleikana en gríðarlegur fjöldi kemur að þeim og því þurfa margir frá að hverfa. 4. apríl 2018 06:00
Breytt mynd Skálmaldar í Bretlandstúr Þungarokkararnir í Skálmöld flugu til Bristol í gær í breyttri mynd en hljómsveitin mun spila á fimm tónleikum á næstu fimm dögum í Bretlandi. Í staðinn fyrir Gunna Ben og Baldur Ragnarsson eru mætt systirin Helga og Einar Þór Jóhannsson. 27. apríl 2018 05:57