Valdís Þóra: Völlurinn mýkri en í Skotlandi Anton Ingi Leifsson skrifar 31. júlí 2018 19:15 Valdís er spennt fyrir helginni. vísir/getty Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hefur leik á fimmtudaginn á Opna breska meistaramótinu sem fer fram á Englandi um helgina. Valdís Þóra var við keppni á Opna skoska um síðustu helgi en komst þar ekki í gegnum niðurskurðinn eftir erfiðan fyrsta hring. Hún fór beint frá Opna skoska yfir til Englands þar sem hún hefur æft síðustu daga og er spennt fyrir komandi dögum á þessu risamóti. „Tilfinningin er bara fín og það er gaman að vera komin hingað á þetta risamót,“ segir Valdís Þóra i samtali við Golf.is. „Royal Lytham & St Annes er í hæsta gæðaflokki. Hann er aðeins mýkri en völlurinn í síðasta móti í Skotlandi.” „Það hefur rignt aðeins hérna s.l. daga. Völlurinn er með nokkrar langar par 4 holur og einnig nokkrar stuttar par 4. Markmiðið er að spila eins og vel og hægt er, og vonandi verður skorið gott.” Þetta er annað risamót Valdísar á ferlinum en hún spilaði á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Hún verður með kylfubera frá Skotlandi. „Ég verð með kylfubera frá Skotlandi en hann var með mér í síðustu viku á mótinu í Skotlandi. Hann heitir Paul MacMichael og starfar sem kylfuberi á Gleneagles vellinum í Skotlandi,“ sagði Valdís. Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hefur leik á fimmtudaginn á Opna breska meistaramótinu sem fer fram á Englandi um helgina. Valdís Þóra var við keppni á Opna skoska um síðustu helgi en komst þar ekki í gegnum niðurskurðinn eftir erfiðan fyrsta hring. Hún fór beint frá Opna skoska yfir til Englands þar sem hún hefur æft síðustu daga og er spennt fyrir komandi dögum á þessu risamóti. „Tilfinningin er bara fín og það er gaman að vera komin hingað á þetta risamót,“ segir Valdís Þóra i samtali við Golf.is. „Royal Lytham & St Annes er í hæsta gæðaflokki. Hann er aðeins mýkri en völlurinn í síðasta móti í Skotlandi.” „Það hefur rignt aðeins hérna s.l. daga. Völlurinn er með nokkrar langar par 4 holur og einnig nokkrar stuttar par 4. Markmiðið er að spila eins og vel og hægt er, og vonandi verður skorið gott.” Þetta er annað risamót Valdísar á ferlinum en hún spilaði á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Hún verður með kylfubera frá Skotlandi. „Ég verð með kylfubera frá Skotlandi en hann var með mér í síðustu viku á mótinu í Skotlandi. Hann heitir Paul MacMichael og starfar sem kylfuberi á Gleneagles vellinum í Skotlandi,“ sagði Valdís.
Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira