Makrílinn mættur við bryggjur landsins Karl Lúðvíksson skrifar 9. ágúst 2018 10:00 Börnum fnnst bara gaman að veiða markíll. Mynd: KL Veiði þarf ekki bara að snúast um lax eða silung og bryggjur landsins hafa í gegnum tíðina verið fín uppvaxtarstöð fyrir framtíðar veiðimenn. Við bryggjuna er hægt að veiða hinar ýmsu tegundir þó að þorskur, ufsi, marhnútur og koli séu líklega algengustu tegundirar en síðustu ár hefur makríll líka gert sig heimakominn við hafnir landsins og okkur eru að berast fréttir síðustu daga um oft ágæta makrílveiði við sumar hafnir landins. Makrílinn er ansi sprettharður og tökuglaður fiskur og það er reglulega gaman fyrir krakka og reyndar veiðimenn á öllum aldri að glíma við hann. Það sem er líka gott við makrílinn er að hann má hirða og borða en hann er ansi góður matfiskur ólíkt mörgum fiskinum sem veiðist við bryggjurnar og hefur þar alist mest alt sitt líf. Makrílinn tekur á allt segja sumir og það virðist vera mikið til í því. Hann tekur oft við yfirborðið og það sést vel þegar það er torfa í nánd því þá er hann mikið að sýna sig. Það er þó lykilatriði ef þú ætlar að fara niður á bryggju til að veiða makríl að vera með t.d. frauðplastkassa með ís eða eitthvað til að kæla fiskinn strax því hann er mjög fljótur að skemmast, ég tala ekki um ef það það gott veður. Það eru síðan fjölmargar leiðir til að elda hann og ég hvet ykkur til að kíkja á Google og skoða uppskriftir því makríll er nefnilega herramannsmatur en ekki bara Veiðivatnabeita. Mest lesið Nýtt veiðisvæði hjá Fish Partner Veiði Leiðinleg veðurspá fyrstu veiðihelgina í rjúpu Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Góðar laxagöngur á Vesturlandi Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Velur hýsilinn vandlega Veiði 22 punda lax úr Þverá í Borgarfirði Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði
Veiði þarf ekki bara að snúast um lax eða silung og bryggjur landsins hafa í gegnum tíðina verið fín uppvaxtarstöð fyrir framtíðar veiðimenn. Við bryggjuna er hægt að veiða hinar ýmsu tegundir þó að þorskur, ufsi, marhnútur og koli séu líklega algengustu tegundirar en síðustu ár hefur makríll líka gert sig heimakominn við hafnir landsins og okkur eru að berast fréttir síðustu daga um oft ágæta makrílveiði við sumar hafnir landins. Makrílinn er ansi sprettharður og tökuglaður fiskur og það er reglulega gaman fyrir krakka og reyndar veiðimenn á öllum aldri að glíma við hann. Það sem er líka gott við makrílinn er að hann má hirða og borða en hann er ansi góður matfiskur ólíkt mörgum fiskinum sem veiðist við bryggjurnar og hefur þar alist mest alt sitt líf. Makrílinn tekur á allt segja sumir og það virðist vera mikið til í því. Hann tekur oft við yfirborðið og það sést vel þegar það er torfa í nánd því þá er hann mikið að sýna sig. Það er þó lykilatriði ef þú ætlar að fara niður á bryggju til að veiða makríl að vera með t.d. frauðplastkassa með ís eða eitthvað til að kæla fiskinn strax því hann er mjög fljótur að skemmast, ég tala ekki um ef það það gott veður. Það eru síðan fjölmargar leiðir til að elda hann og ég hvet ykkur til að kíkja á Google og skoða uppskriftir því makríll er nefnilega herramannsmatur en ekki bara Veiðivatnabeita.
Mest lesið Nýtt veiðisvæði hjá Fish Partner Veiði Leiðinleg veðurspá fyrstu veiðihelgina í rjúpu Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Góðar laxagöngur á Vesturlandi Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Velur hýsilinn vandlega Veiði 22 punda lax úr Þverá í Borgarfirði Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði