Stefnir í að ég verði í toppformi í haust Hjörvar Ólafsson skrifar 8. ágúst 2018 11:30 Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir/Getty Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og leikmaður Wolfsburg, er að koma sér aftur af stað eftir að hafa meiðst á hásin í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðastliðið vor. Sara Björk hefur verið í stífri endurhæfingu í sumar og hóf nýverið að æfa af fullum krafti með liði sínu á nýjan leik. Fram undan eru spennandi verkefni hjá Söru Björk, en handan við hornið eru gríðarlega mikilvægir landsleikir í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Frakklandi næsta sumar, auk þess sem titilvörn þýska liðsins hefst eftir rúman mánuð. „Ég var á sérstöku æfingaprógrammi fyrstu vikurnar eftir að ég meiddist. Það voru alls konar tilfinningar eftir svekkelsið í úrslitaleiknum og ég var meðal annars hrædd um að ná ekki leikjunum gegn Þýskalandi og Tékklandi í byrjun september. Ég var ekkert viss um það hversu lengi það tæki hásinina að jafna sig og hvernig hún myndi svo bregðast við auknu álagi þegar þar að kæmi,“ sagði Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. „Æfingarnar sem ég gerði hafa hins vegar skilað sér og ég byrjaði að mæta á fótboltaæfingar með liðinu í síðustu viku. Ég fann ekki fyrir meiðslunum, en er bara stíf eins og gengur og gerist á erfiðu undirbúningstímabili hér í Þýskalandi. Nú er bara að hlaupa og djöflast og koma mér í almennilegt stand. Við erum á leiðinni í æfingaferð til Austurríkis í næstu viku og þaðan fer ég svo til móts við landsliðið,“ sagði Sara Björk. Leikurinn gegn Þýskalandi fer fram á Laugardalsvellinum laugardaginn 1. september og íslenska liðið mætir svo Tékkum á þriðjudeginum þar á eftir. „Við verðum allar að vera í okkar besta formi þegar við mætum Þjóðverjum og eiga aftur fullkominn leik ef við ætlum að leggja þær aftur að velli. Æfingaplanið mitt miðast við það að toppa í byrjun september og mér sýnist það ætla að takast. Hugur minn er allur við þessa tvo leiki núna þar sem keppnistímabilið hér í Þýskalandi byrjar ekki fyrr en um miðjan september,“ sagði þessi öflugi miðjumaður um komandi verkefni hjá sér. Ísland er fyrir leikina tvo í efsta sæti riðilsins með 16 stig, en Þýskaland sæti neðar með einu stigi minna. Efsta sætið fer beint í lokakeppni heimsmeistaramótsins, en annað sætið gæti gefið þátttökurétt í umspili um laust sæti. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur aldrei komist í lokakeppni mótsins og Sara Björk og félagar hennar í liðinu eru staðráðnar í að skrá sig á spjöld sögunnar. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og leikmaður Wolfsburg, er að koma sér aftur af stað eftir að hafa meiðst á hásin í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðastliðið vor. Sara Björk hefur verið í stífri endurhæfingu í sumar og hóf nýverið að æfa af fullum krafti með liði sínu á nýjan leik. Fram undan eru spennandi verkefni hjá Söru Björk, en handan við hornið eru gríðarlega mikilvægir landsleikir í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Frakklandi næsta sumar, auk þess sem titilvörn þýska liðsins hefst eftir rúman mánuð. „Ég var á sérstöku æfingaprógrammi fyrstu vikurnar eftir að ég meiddist. Það voru alls konar tilfinningar eftir svekkelsið í úrslitaleiknum og ég var meðal annars hrædd um að ná ekki leikjunum gegn Þýskalandi og Tékklandi í byrjun september. Ég var ekkert viss um það hversu lengi það tæki hásinina að jafna sig og hvernig hún myndi svo bregðast við auknu álagi þegar þar að kæmi,“ sagði Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. „Æfingarnar sem ég gerði hafa hins vegar skilað sér og ég byrjaði að mæta á fótboltaæfingar með liðinu í síðustu viku. Ég fann ekki fyrir meiðslunum, en er bara stíf eins og gengur og gerist á erfiðu undirbúningstímabili hér í Þýskalandi. Nú er bara að hlaupa og djöflast og koma mér í almennilegt stand. Við erum á leiðinni í æfingaferð til Austurríkis í næstu viku og þaðan fer ég svo til móts við landsliðið,“ sagði Sara Björk. Leikurinn gegn Þýskalandi fer fram á Laugardalsvellinum laugardaginn 1. september og íslenska liðið mætir svo Tékkum á þriðjudeginum þar á eftir. „Við verðum allar að vera í okkar besta formi þegar við mætum Þjóðverjum og eiga aftur fullkominn leik ef við ætlum að leggja þær aftur að velli. Æfingaplanið mitt miðast við það að toppa í byrjun september og mér sýnist það ætla að takast. Hugur minn er allur við þessa tvo leiki núna þar sem keppnistímabilið hér í Þýskalandi byrjar ekki fyrr en um miðjan september,“ sagði þessi öflugi miðjumaður um komandi verkefni hjá sér. Ísland er fyrir leikina tvo í efsta sæti riðilsins með 16 stig, en Þýskaland sæti neðar með einu stigi minna. Efsta sætið fer beint í lokakeppni heimsmeistaramótsins, en annað sætið gæti gefið þátttökurétt í umspili um laust sæti. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur aldrei komist í lokakeppni mótsins og Sara Björk og félagar hennar í liðinu eru staðráðnar í að skrá sig á spjöld sögunnar.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira