Utan vallar: Er „copy/paste“ rétta leiðin í þjálfaraleitinni fyrir íslenska fótboltalandsliðið? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2018 09:30 Erik Hamrén. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leitar sér að þjálfara þessa dagana og í gær fréttist að því að Knattspyrnusamband Íslands sé í viðræðum við Svíann Erik Hamrén. Viðræður við Erik Hamrén eiga að vera langt komnar en hann hefur ekki þjálfað síðan að hann ætti með sænska landsliðið fyrir tveimur árum. Annar Svíi, Lars Lagerbäck, gerði stórkostlega hluti með íslenska landsliðið frá 2012 til 2016 og breytti allri menningunni innan og í kringum landsliðið. Staðan á landsliðinu í dag er hinsvegar allt önnur en þegar Lars Lagerbäck tók við og Ísland var varla búið að vinna keppnisleik í mörg ár. Íslenska landsliðið í dag hefur brotið hvern múrinn á fætur öðrum og tekið þátt í HM og EM í fyrsta sinn. Gullkynslóðin hefur blómstrað og hún á enn eftir nokkur góð ár. Ísland er nú í hópi tólf útvaldra þjóða sem fær að taka þátt í A-deild hinnar nýju Þjóðardeildar í ár. Knattspyrnusamband Íslands hefur líklega aldrei verið í betri samningsstöðu þegar kemur að því að ráða landsliðsþjálfara. Íslensku strákarnir hafa vakið heimsathygli og hafa fengið mjög jákvæða umfjöllun út í hinum stóra heimi og árangurstengdir peningar hafa streymt inn á reikninga KSÍ á síðustu stórmótum. Það er ekki mikill tími í fyrsta leik en menn verða engu að síður að vanda til verka ætli ævintýri íslenska landsliðsins að halda áfram. Lars Lagerbäck hafði þjálfað upp eftirmann sinn í Heimi Hallgrímssyni en Heimir ákvað að hætta með liðið og snúa sér að öðru. KSÍ var því tilneytt að finna annan þjálfara og næsti leikur er strax í byrjun september (8. september á móti Belgíu). En er það rétt hjá KSÍ að elta „copy/paste“ leiðina þegar kemur að því að ráða næsta landsliðsþjálfara? Það lítur út fyrir að sambandið ætli sér að finna annan Lars Lagerbäck á þessum tímapunkti. Lagerbäck er upptekinn með norska landsliðið og hann er því ekki laus og þá var leitaður upp maður með mjög svipaða ferilskrá. Þegar Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu í árslok 2011 þá var hann sextugur Svíi (63 ára) sem hafði þjálfað sænska karlalandsliðið í langan tíma (2000-2009), hætti ári eftir að liðið sat eftir í riðlakeppni EM (EM 2008) og var allt annað en vinsæll meðal sænskra fjölmiðla þegar hann hætti. Erik Hamrén er einmitt sextugur Svíi (verður 62 ára á næsta ári), hann þjálfari sænska karlalandsliðið í langan tíma (2009-2016), hætti eftir að hafa setið eftir í riðlakeppni EM (EM 2016) og var líka allt annað en vinsæll meðal sænskra fjölmiðla þegar hann hætti. Persónuleikarnir eru eflaust allt öðruvísi hjá þessum tveimur reynsluboltum en Erik Hamrén var líka eftirmaður Lars Lagerbäck hjá sænska landsliðinu. Hann myndi taka við af Heimi Hallgrímssyni núna en landsliðið í dag er enn undir sterkum áhrifum frá Lagerbäck. Er Erik Hamrén rétti maðurinn? Það lítur út fyrir að hann sé maðurinn hans Guðna Bergssonar. Hvort að ráðning Guðna á sextugum Svía gangi jafnvel upp og ráðning Geirs Þorsteinssonar á sextugum Svía verður hinsvegar að koma í ljós. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leitar sér að þjálfara þessa dagana og í gær fréttist að því að Knattspyrnusamband Íslands sé í viðræðum við Svíann Erik Hamrén. Viðræður við Erik Hamrén eiga að vera langt komnar en hann hefur ekki þjálfað síðan að hann ætti með sænska landsliðið fyrir tveimur árum. Annar Svíi, Lars Lagerbäck, gerði stórkostlega hluti með íslenska landsliðið frá 2012 til 2016 og breytti allri menningunni innan og í kringum landsliðið. Staðan á landsliðinu í dag er hinsvegar allt önnur en þegar Lars Lagerbäck tók við og Ísland var varla búið að vinna keppnisleik í mörg ár. Íslenska landsliðið í dag hefur brotið hvern múrinn á fætur öðrum og tekið þátt í HM og EM í fyrsta sinn. Gullkynslóðin hefur blómstrað og hún á enn eftir nokkur góð ár. Ísland er nú í hópi tólf útvaldra þjóða sem fær að taka þátt í A-deild hinnar nýju Þjóðardeildar í ár. Knattspyrnusamband Íslands hefur líklega aldrei verið í betri samningsstöðu þegar kemur að því að ráða landsliðsþjálfara. Íslensku strákarnir hafa vakið heimsathygli og hafa fengið mjög jákvæða umfjöllun út í hinum stóra heimi og árangurstengdir peningar hafa streymt inn á reikninga KSÍ á síðustu stórmótum. Það er ekki mikill tími í fyrsta leik en menn verða engu að síður að vanda til verka ætli ævintýri íslenska landsliðsins að halda áfram. Lars Lagerbäck hafði þjálfað upp eftirmann sinn í Heimi Hallgrímssyni en Heimir ákvað að hætta með liðið og snúa sér að öðru. KSÍ var því tilneytt að finna annan þjálfara og næsti leikur er strax í byrjun september (8. september á móti Belgíu). En er það rétt hjá KSÍ að elta „copy/paste“ leiðina þegar kemur að því að ráða næsta landsliðsþjálfara? Það lítur út fyrir að sambandið ætli sér að finna annan Lars Lagerbäck á þessum tímapunkti. Lagerbäck er upptekinn með norska landsliðið og hann er því ekki laus og þá var leitaður upp maður með mjög svipaða ferilskrá. Þegar Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu í árslok 2011 þá var hann sextugur Svíi (63 ára) sem hafði þjálfað sænska karlalandsliðið í langan tíma (2000-2009), hætti ári eftir að liðið sat eftir í riðlakeppni EM (EM 2008) og var allt annað en vinsæll meðal sænskra fjölmiðla þegar hann hætti. Erik Hamrén er einmitt sextugur Svíi (verður 62 ára á næsta ári), hann þjálfari sænska karlalandsliðið í langan tíma (2009-2016), hætti eftir að hafa setið eftir í riðlakeppni EM (EM 2016) og var líka allt annað en vinsæll meðal sænskra fjölmiðla þegar hann hætti. Persónuleikarnir eru eflaust allt öðruvísi hjá þessum tveimur reynsluboltum en Erik Hamrén var líka eftirmaður Lars Lagerbäck hjá sænska landsliðinu. Hann myndi taka við af Heimi Hallgrímssyni núna en landsliðið í dag er enn undir sterkum áhrifum frá Lagerbäck. Er Erik Hamrén rétti maðurinn? Það lítur út fyrir að hann sé maðurinn hans Guðna Bergssonar. Hvort að ráðning Guðna á sextugum Svía gangi jafnvel upp og ráðning Geirs Þorsteinssonar á sextugum Svía verður hinsvegar að koma í ljós.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti