Nýsköpunarfyrirtækið Dohop skilaði ríflega fimm milljón króna hagnaði á síðasta ári samkvæmt ársreikningi. Til samanburðar tapaði félagið 204 milljónum króna árið 2016.
Rekstrartekjur Dohop, sem á meðal annars og rekur ferða- og flugleitarvélina Dohop.is, námu tæpum 396 milljónum króna í fyrra og jukust um 30 prósent frá fyrra ári þegar þær voru 304 milljónir. Rekstrargjöldin voru um 384 milljónir á árinu og lækkuðu um 23 prósent á milli ára.
Félagið Vivaldi Ísland, í eigu Jóns von Tetzchner, var stærsti hluthafi Dohop í lok síðasta árs með 17,4 prósenta hlut en Frosti Sigurjónsson var sá næststærsti með 12,6 prósenta hlut.
Dohop snýr rekstrinum við
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið

Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur
Viðskipti innlent

Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu
Viðskipti innlent

Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað
Viðskipti innlent


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

„Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum
Viðskipti innlent

Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára
Viðskipti innlent

Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum
Viðskipti innlent

Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma
Viðskipti innlent

Verðbólga lækkar um 0,4 stig
Viðskipti innlent