Erum með mæðgnaspuna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 06:00 Mæðgurnar Jóní Jónsdóttir og Sigurlína Jóhannsdóttir innan um listaverkin í Mosfellsbænum. Fréttablaðið/Þórsteinn „Ég er að opna einkasýningu en hún er til heiðurs mömmu og hún hefur unnið hana með mér. Mamma er minn fyrsti áhrifavaldur og hefur kennt mér svo margt sem ég hef notað í listinni,“ segir Jóní Jónsdóttir myndlistarmaður. Sýningin nefnist Frá móður til dóttur – frá dóttur til móður og verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar að Þverholti 2 á morgun, 3. ágúst. Þar getur að líta teikningar og málverk, líka vefnað og önnur textílverk. „Um það leyti sem ég fæddist tók mamma námskeið í teikningu og málun og svo hafa alltaf fylgt henni og formæðrum hennar miklar hannyrðir,“ segir Jóní og heldur áfram. „Við erum með tilvísun í ömmu hennar, sem hét Sigurlína eins og hún, hún lét mömmu og systur hennar snúa saman band þannig að það líktist köðlum og vinna fleira í höndunum, meðan hún prjónaði á prjónavél. Við mamma bjuggum til snúrur og ófum úr þeim. Einnig erum við með mæðgnaspuna, enda vann mamma á spunavélum í gamla daga, bæði í Gefjun og á Álafossi. Við notum meira að segja garn sem henni áskotnaðist þar og er á stórum keilum.“ Jóní var einn af stofnendum Gjörningaklúbbsins og hefur síðustu 22 ár unnið við flesta miðla á sviði myndlistar. „Ég er viss um að ef mamma hefði farið sömu braut og ég og í alla þessa listaskóla hefði hún náð miklu lengra en ég. Hún er svo flink. Svo er hún músíkölsk, er með 7. stig á píanó, syngur frábærlega, spilar á gítar, kann alla texta og semur ljóð.“ Verkin á sýningunni eru öll ný. Jóní segir þau flest hafa orðið til á heimili móður hennar og nefnir eitt þeirra. „Ég bað mömmu að teikna mynd eftir mínu minni. Það var fyrsta myndin sem ég sá hana teikna en er nú löngu týnd og mamma var búin að gleyma henni. Myndin var af konu með snák um hálsinn sem er að kyrkja hana. Hún var dálítið ógnandi. Þá átti mamma erfitt í lífinu en henni líður svo vel í dag að á myndinni núna er konan voða sæt og undrandi.“ Sjálf kveðst Jóní bæta pönkgöddum inn í textílverk og einnig pendúl. „Við mamma höfum skemmt okkur yfir þessu verkefni og líka grátið,“ segir hún. „Sum af okkar umræðuefnum koma í ljós á sýningunni, til dæmis í innsetningu sem er alger flækja og heitir Fjölskyldan.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég er að opna einkasýningu en hún er til heiðurs mömmu og hún hefur unnið hana með mér. Mamma er minn fyrsti áhrifavaldur og hefur kennt mér svo margt sem ég hef notað í listinni,“ segir Jóní Jónsdóttir myndlistarmaður. Sýningin nefnist Frá móður til dóttur – frá dóttur til móður og verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar að Þverholti 2 á morgun, 3. ágúst. Þar getur að líta teikningar og málverk, líka vefnað og önnur textílverk. „Um það leyti sem ég fæddist tók mamma námskeið í teikningu og málun og svo hafa alltaf fylgt henni og formæðrum hennar miklar hannyrðir,“ segir Jóní og heldur áfram. „Við erum með tilvísun í ömmu hennar, sem hét Sigurlína eins og hún, hún lét mömmu og systur hennar snúa saman band þannig að það líktist köðlum og vinna fleira í höndunum, meðan hún prjónaði á prjónavél. Við mamma bjuggum til snúrur og ófum úr þeim. Einnig erum við með mæðgnaspuna, enda vann mamma á spunavélum í gamla daga, bæði í Gefjun og á Álafossi. Við notum meira að segja garn sem henni áskotnaðist þar og er á stórum keilum.“ Jóní var einn af stofnendum Gjörningaklúbbsins og hefur síðustu 22 ár unnið við flesta miðla á sviði myndlistar. „Ég er viss um að ef mamma hefði farið sömu braut og ég og í alla þessa listaskóla hefði hún náð miklu lengra en ég. Hún er svo flink. Svo er hún músíkölsk, er með 7. stig á píanó, syngur frábærlega, spilar á gítar, kann alla texta og semur ljóð.“ Verkin á sýningunni eru öll ný. Jóní segir þau flest hafa orðið til á heimili móður hennar og nefnir eitt þeirra. „Ég bað mömmu að teikna mynd eftir mínu minni. Það var fyrsta myndin sem ég sá hana teikna en er nú löngu týnd og mamma var búin að gleyma henni. Myndin var af konu með snák um hálsinn sem er að kyrkja hana. Hún var dálítið ógnandi. Þá átti mamma erfitt í lífinu en henni líður svo vel í dag að á myndinni núna er konan voða sæt og undrandi.“ Sjálf kveðst Jóní bæta pönkgöddum inn í textílverk og einnig pendúl. „Við mamma höfum skemmt okkur yfir þessu verkefni og líka grátið,“ segir hún. „Sum af okkar umræðuefnum koma í ljós á sýningunni, til dæmis í innsetningu sem er alger flækja og heitir Fjölskyldan.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira