Mamma Mia myndum skákað af Titanic einni Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. ágúst 2018 06:00 Andy Garcia og Cher á heimsfrumsýningu nýju myndarinnar. Vísir/epa Mamma Mia æði þjóðarinnar virðist engan enda ætla að taka. Þannig hafa um 42 þúsund manns séð framhaldsmyndina Mamma Mia! Here we go again. Myndin var frumsýnd þann 18. júlí síðastliðinn og því ljóst að aðsóknartölur eiga eftir að aukast enn frekar. Að sögn Söndru Bjarkar Magnúsdóttur, markaðsstjóra hjá Myndformi sem er dreifingaraðili myndarinnar á Íslandi, er hún komin í þriðja sæti yfir aðsóknarmestu myndir ársins. Aðeins Avengers: Infinity War með 57 þúsund gesti og Incredibles 2 með 48 þúsund eru fyrir ofan það sem af er ári. „Við erum afar ánægð með þessa góðu byrjun og við væntum þess að myndin haldi áfram að gera mjög vel. Við erum bjartsýn á að hún nái sömu hæðum og fyrri myndin,“ segir Sandra. Hún bendir þó á að aðsóknin á framhaldsmyndina hafi verið meiri en á fyrri myndina fyrstu helgina sem þær hafi verið í sýningum. Þegar 30 þúsund manns höfðu séð fyrri myndina, höfðu á sama tíma 36 þúsund séð framhaldsmyndina. Alls sáu 119 þúsund manns fyrri myndina sem hét einfaldlega Mamma Mia!. Hún var frumsýnd sumarið 2008. Er hún að sögn Söndru önnur aðsóknarmesta myndin frá upphafi hérlendis og sú þriðja tekjuhæsta. Það er aðeins Titanic frá 1997 sem fleiri hafa séð í íslenskum kvikmyndahúsum. Sjálf segist Sandra afar ánægð með nýju myndina.„Þetta er hugljúf saga og yndisleg mynd. Hún heldur alveg sama fíling og fyrri myndin. Maður er oft hræddur um svona framhaldsmyndir en það var ástæðulaust í þessu tilviki.“ Hún segist þekkja mörg dæmi þess að fólk hafi séð fyrri myndina oft, jafnvel fjórum sinnum. „Ég er farin að heyra af því með þessa mynd að sumir eru byrjaðir að fara aftur. Svo heyrir maður af heilu konuhópunum og saumaklúbbunum sem fjölmenna. Stundum fá karlarnir að laumast með.“ Líkt og gert var með fyrri myndina stendur til að halda sérstakar sing-a-long sýningar þar sem gestir eru hvattir til að syngja með ABBA-lögunum sem eru ófá í myndinni. „Það styttist í það og við byrjum væntanlega síðar í ágúst. Eins og síðast munum við gera þetta í samstarfi við Guðbjörgu Ósk, þerapista og jógakennara.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Mamma Mia æði þjóðarinnar virðist engan enda ætla að taka. Þannig hafa um 42 þúsund manns séð framhaldsmyndina Mamma Mia! Here we go again. Myndin var frumsýnd þann 18. júlí síðastliðinn og því ljóst að aðsóknartölur eiga eftir að aukast enn frekar. Að sögn Söndru Bjarkar Magnúsdóttur, markaðsstjóra hjá Myndformi sem er dreifingaraðili myndarinnar á Íslandi, er hún komin í þriðja sæti yfir aðsóknarmestu myndir ársins. Aðeins Avengers: Infinity War með 57 þúsund gesti og Incredibles 2 með 48 þúsund eru fyrir ofan það sem af er ári. „Við erum afar ánægð með þessa góðu byrjun og við væntum þess að myndin haldi áfram að gera mjög vel. Við erum bjartsýn á að hún nái sömu hæðum og fyrri myndin,“ segir Sandra. Hún bendir þó á að aðsóknin á framhaldsmyndina hafi verið meiri en á fyrri myndina fyrstu helgina sem þær hafi verið í sýningum. Þegar 30 þúsund manns höfðu séð fyrri myndina, höfðu á sama tíma 36 þúsund séð framhaldsmyndina. Alls sáu 119 þúsund manns fyrri myndina sem hét einfaldlega Mamma Mia!. Hún var frumsýnd sumarið 2008. Er hún að sögn Söndru önnur aðsóknarmesta myndin frá upphafi hérlendis og sú þriðja tekjuhæsta. Það er aðeins Titanic frá 1997 sem fleiri hafa séð í íslenskum kvikmyndahúsum. Sjálf segist Sandra afar ánægð með nýju myndina.„Þetta er hugljúf saga og yndisleg mynd. Hún heldur alveg sama fíling og fyrri myndin. Maður er oft hræddur um svona framhaldsmyndir en það var ástæðulaust í þessu tilviki.“ Hún segist þekkja mörg dæmi þess að fólk hafi séð fyrri myndina oft, jafnvel fjórum sinnum. „Ég er farin að heyra af því með þessa mynd að sumir eru byrjaðir að fara aftur. Svo heyrir maður af heilu konuhópunum og saumaklúbbunum sem fjölmenna. Stundum fá karlarnir að laumast með.“ Líkt og gert var með fyrri myndina stendur til að halda sérstakar sing-a-long sýningar þar sem gestir eru hvattir til að syngja með ABBA-lögunum sem eru ófá í myndinni. „Það styttist í það og við byrjum væntanlega síðar í ágúst. Eins og síðast munum við gera þetta í samstarfi við Guðbjörgu Ósk, þerapista og jógakennara.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira