Vil leyfa öðrum komast að Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2018 08:45 Margrét kveðst stefna að því að verða ögn rólegri en hún hefur verið. Fréttablaðið/Eyþór Margrét Pálmadóttir söngstjóri hefur ákveðið að sleppa hendi af kórnum Vox feminae og einbeita sér að Söngskólanum Domus vox, Stúlknakór Reykjavíkur og nýjum drengjakór. Ég hef stjórnað þessum konum í aldarfjórðung og starfinu fylgir rosa mikill kraftur. En ég er ekki að hætta að vinna, heldur afhenda þetta hljóðfæri vonandi yngri manneskju. Fyrirsögnin má ekki vera „Magga að gefast upp!““ segir Margrét Pálmadóttir kórstjóri þegar stungið er upp á tímamótaviðtali í tilefni þess að hún ætlar að hætta með kvennakórinn Vox feminae. „Ég vil bara leyfa öðrum komast að, fara í allar heimsins keppnir og halda áfram með kyndilinn,“ tekur hún fram og bendir á að Listaháskólinn sé að unga út frábæru listafólki sem hafi áhuga á söng og kórstjórn.Margrét segir árin með kvennakórunum hafa verið fljót að líða.Sjálf kveðst hún stefna að því að verða ögn rólegri en hún hafi verið. „Ég er með fallegar hugmyndir fyrir konur sem eru 50+. Þar legg ég flauelsmjúkan tón. Er með elstu deildirnar og yngstu deildirnar í Söngskólanum Vox, er að verða ömmuleg og langar að iðka jóga, ganga Jakobsveginn og syngja gömlu lögin!“ Margrét kveðst kvíða því að hætta með Vox feminae en lofar sjálfri sér því að verða dugleg að sækja tónleika kórsins. „Ég hef farið út um allan heim með Vox feminae, og hann hefur hvarvetna vakið athygli,“ segir hún. Rifjar upp að fyrst hafi Kvennakór Reykjavíkur orðið til sem lítil hugmynd í Kramhúsinu en síðan orðið að risabatteríi margra kóra. „Ég held við höfum verið um 600 þegar við skiptum honum upp í nokkra kóra, þar á meðal Vox Feminae. Nú eru fimmtíu konur í honum. Ég fékk líka Stúlknakór Reykjavíkur í mínar hendur og er nú að byrja með drengjakór, hann kemur vonandi fram með stúlkunum á jólatónleikum Sinfóníunnar. Hápunktarnir mínir eru þátttaka kóranna með Sinfóníuhljómsveit Íslands.“ Margrét segir árin 25 með kvennakórunum hafa verið fljót að líða. „Áður þekktust hér bara blandaðir kórar, karlakórar og barnakórar og ég er svo þakklát fyrir breytinguna. Ég segi því – áfram konur, alla leið!“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Margrét Pálmadóttir söngstjóri hefur ákveðið að sleppa hendi af kórnum Vox feminae og einbeita sér að Söngskólanum Domus vox, Stúlknakór Reykjavíkur og nýjum drengjakór. Ég hef stjórnað þessum konum í aldarfjórðung og starfinu fylgir rosa mikill kraftur. En ég er ekki að hætta að vinna, heldur afhenda þetta hljóðfæri vonandi yngri manneskju. Fyrirsögnin má ekki vera „Magga að gefast upp!““ segir Margrét Pálmadóttir kórstjóri þegar stungið er upp á tímamótaviðtali í tilefni þess að hún ætlar að hætta með kvennakórinn Vox feminae. „Ég vil bara leyfa öðrum komast að, fara í allar heimsins keppnir og halda áfram með kyndilinn,“ tekur hún fram og bendir á að Listaháskólinn sé að unga út frábæru listafólki sem hafi áhuga á söng og kórstjórn.Margrét segir árin með kvennakórunum hafa verið fljót að líða.Sjálf kveðst hún stefna að því að verða ögn rólegri en hún hafi verið. „Ég er með fallegar hugmyndir fyrir konur sem eru 50+. Þar legg ég flauelsmjúkan tón. Er með elstu deildirnar og yngstu deildirnar í Söngskólanum Vox, er að verða ömmuleg og langar að iðka jóga, ganga Jakobsveginn og syngja gömlu lögin!“ Margrét kveðst kvíða því að hætta með Vox feminae en lofar sjálfri sér því að verða dugleg að sækja tónleika kórsins. „Ég hef farið út um allan heim með Vox feminae, og hann hefur hvarvetna vakið athygli,“ segir hún. Rifjar upp að fyrst hafi Kvennakór Reykjavíkur orðið til sem lítil hugmynd í Kramhúsinu en síðan orðið að risabatteríi margra kóra. „Ég held við höfum verið um 600 þegar við skiptum honum upp í nokkra kóra, þar á meðal Vox Feminae. Nú eru fimmtíu konur í honum. Ég fékk líka Stúlknakór Reykjavíkur í mínar hendur og er nú að byrja með drengjakór, hann kemur vonandi fram með stúlkunum á jólatónleikum Sinfóníunnar. Hápunktarnir mínir eru þátttaka kóranna með Sinfóníuhljómsveit Íslands.“ Margrét segir árin 25 með kvennakórunum hafa verið fljót að líða. „Áður þekktust hér bara blandaðir kórar, karlakórar og barnakórar og ég er svo þakklát fyrir breytinguna. Ég segi því – áfram konur, alla leið!“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“