Vekja athygli með söng Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2018 10:00 Hlíf Sigurjónsdóttir, Gunnþór Sigurðsson, Þuríður Sigurðardóttir og Þorsteinn H. Gunnarsson. Fréttablaðið/Eyþór Hóllinn, sem iðaði af bústörfum og leikjum, sleðaferðum og hestaheimsóknum er í algjörri óhirðu. En í dag klukkan 12 ætlum við Laugarnesvinir að standa þar og heiðra hlauparana með fjöldasöng. Um leið viljum við vekja athygli á þessum stað sem geymir kirkjugarð og búsetuminjar allt frá landnámi,“ segir Þuríður Sigurðardóttir myndlistarmaður. Hugmyndina að söngstundinni segir Þuríður Þorstein H. Gunnarson eiga. „Þorsteinn ólst upp í Laugarneskampnum og var aðdáandi pabba, Sigurðar Ólafssonar, sem bjó á hólnum með kindur og hross, auk þess að vera söngvari og hestamaður. Síðar varð Þorsteinn bóndi norður í Húnaþingi og er einn af Laugarnesvinum sem halda úti síðu á fésbók.“ Þuríði er sárt um hólinn enda um sögulegan stað að ræða. „Sagnir herma að Hallgerður langbrók hafi búið í Laugarnesi og hvíli þar. Þar stóð kirkja, altaristaflan er á Þjóðminjasafninu og þar var fyrsti kirkjugarður Reykjavíkur. Hóllinn er á minjaskrá, samt er enginn að sinna honum heldur fá njóli og kerfill að vaða uppi.“ Þuríður er fædd og uppalin á hólnum. „Húsið sem þar stóð var ekki stórt en þó áberandi kennileiti í Reykjavík. Við vorum átta manns á 57 fermetrum og leið vel þó engin væru þægindin. Okkur krökkunum var kennt að bera virðingu fyrir kirkjugarðinum, þar mótaði enn fyrir gröfum og pabbi sló hann í sjálfboðavinnu,“ segir hún. Þuríður segir Laugarnesvini vilja taka á móti hlaupurunum með viðhöfn enda hlaupi þeir fyrir góð málefni. „Jafnframt beinum við athygli að því brýna málefni að Laugarneshólnum verði sýnd sú virðing sem hann á skilið,“ segir hún. En hvaða lög verða sungin? „Bara gömlu lögin sem við krakkarnir æfðum í morgunsöng í Laugarnesskólanum og svo verða spilaðar gamlar upptökur með pabba.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Hóllinn, sem iðaði af bústörfum og leikjum, sleðaferðum og hestaheimsóknum er í algjörri óhirðu. En í dag klukkan 12 ætlum við Laugarnesvinir að standa þar og heiðra hlauparana með fjöldasöng. Um leið viljum við vekja athygli á þessum stað sem geymir kirkjugarð og búsetuminjar allt frá landnámi,“ segir Þuríður Sigurðardóttir myndlistarmaður. Hugmyndina að söngstundinni segir Þuríður Þorstein H. Gunnarson eiga. „Þorsteinn ólst upp í Laugarneskampnum og var aðdáandi pabba, Sigurðar Ólafssonar, sem bjó á hólnum með kindur og hross, auk þess að vera söngvari og hestamaður. Síðar varð Þorsteinn bóndi norður í Húnaþingi og er einn af Laugarnesvinum sem halda úti síðu á fésbók.“ Þuríði er sárt um hólinn enda um sögulegan stað að ræða. „Sagnir herma að Hallgerður langbrók hafi búið í Laugarnesi og hvíli þar. Þar stóð kirkja, altaristaflan er á Þjóðminjasafninu og þar var fyrsti kirkjugarður Reykjavíkur. Hóllinn er á minjaskrá, samt er enginn að sinna honum heldur fá njóli og kerfill að vaða uppi.“ Þuríður er fædd og uppalin á hólnum. „Húsið sem þar stóð var ekki stórt en þó áberandi kennileiti í Reykjavík. Við vorum átta manns á 57 fermetrum og leið vel þó engin væru þægindin. Okkur krökkunum var kennt að bera virðingu fyrir kirkjugarðinum, þar mótaði enn fyrir gröfum og pabbi sló hann í sjálfboðavinnu,“ segir hún. Þuríður segir Laugarnesvini vilja taka á móti hlaupurunum með viðhöfn enda hlaupi þeir fyrir góð málefni. „Jafnframt beinum við athygli að því brýna málefni að Laugarneshólnum verði sýnd sú virðing sem hann á skilið,“ segir hún. En hvaða lög verða sungin? „Bara gömlu lögin sem við krakkarnir æfðum í morgunsöng í Laugarnesskólanum og svo verða spilaðar gamlar upptökur með pabba.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“