Tvennt sem gerðist aldrei hjá Zidane gerðist strax í fyrsta leik Lopetegui Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2018 15:00 Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, gengur framhjá bikarnum í gær. Það hafði hann ekki þurft að gera áður sem leikmaður Real Madrid. Vísir/Getty Það er óhætt að segja að Julen Lopetegui hafi ekki byrjað vel sem þjálfari Real Madrid því liðið tapaði 4-2 á móti Atletico Madrid í Ofurbikar UEFA í gærkvöldi. Julen Lopetegui tók við liði Real Madrid af Zinedine Zidane sem vann níu titla með Real-liðinu á aðeins tveimur og hálfu tímabili. Tvennt sem kom aldrei fyrir undir stjórn Zidane gerðist í fyrsta keppnisleik liðsins undir stjórn Julen Lopetegui. Real Madrid tapaði þarna sínum fyrsta úrslitaleik í átján ár. Liðið spilaði átta úrslitaleiki undir stjórn Zinedine Zidane og vann þá alla þar af voru þrír úrslitaleikir í Meistaradeild Evrópu. Real Madrid var einnig búið að vinna Ofurbikar Evrópu tvö undanfarin ár en í báðum tilfellum var Zinedine Zidane þjálfari liðsins. Zinedine Zidane's record in finals as Real Madrid manager: WWWWWWWW Julen Lopetegui's record in finals as Real Madrid manager: L Tough act to follow. pic.twitter.com/agZSauSv4y — Squawka Football (@Squawka) August 15, 2018 Það var ekki bara að Real Madrid tapaði þessum leik heldur hvernig liðið tapaði honum. Leikmönnum Atletico Madrid tókst nefnilega að skora fjórum sinnum hjá Real-liðinu í leiknum. Zinedine Zidane stjórnaði Real Madrid frá 4. janúar 2016 til 31. maí 2018 og Real-liðið fékk aldrei á sig fjögur mörk í þeim 149 leikjum sem liðið spilaði undir stjórn Frakkans.What never happened to Zidane's Real Madrid has happened to Lopetegui's Real Madrid in their first official game: to get four goals in a match. — MisterChip (English) (@MisterChiping) August 15, 20184 - Julen Lopetegui is the first Real Madrid manager to concede four or more goals in his first competitive game in charge since Michael Keeping against Celta Vigo in February 1948. Stunned. pic.twitter.com/OYoLspZgO5 — OptaJoe (@OptaJoe) August 15, 2018 Svo má ekki gleyma að Real Madrid var þarna að missa tökin á nágrönnum sínum í Atletico Madrid en Real Madrid hafði unnið alla úrslitaleiki liðanna undanfarin ár. Það er því ekkert skrýtið að spænska stórblaðið El Pais héldi því fram að Julen Lopetegui hafi ekki getað byrjað verr í sínum fyrsta opinbera keppnisleik sem þjálfari Real Madrid. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að Julen Lopetegui hafi ekki byrjað vel sem þjálfari Real Madrid því liðið tapaði 4-2 á móti Atletico Madrid í Ofurbikar UEFA í gærkvöldi. Julen Lopetegui tók við liði Real Madrid af Zinedine Zidane sem vann níu titla með Real-liðinu á aðeins tveimur og hálfu tímabili. Tvennt sem kom aldrei fyrir undir stjórn Zidane gerðist í fyrsta keppnisleik liðsins undir stjórn Julen Lopetegui. Real Madrid tapaði þarna sínum fyrsta úrslitaleik í átján ár. Liðið spilaði átta úrslitaleiki undir stjórn Zinedine Zidane og vann þá alla þar af voru þrír úrslitaleikir í Meistaradeild Evrópu. Real Madrid var einnig búið að vinna Ofurbikar Evrópu tvö undanfarin ár en í báðum tilfellum var Zinedine Zidane þjálfari liðsins. Zinedine Zidane's record in finals as Real Madrid manager: WWWWWWWW Julen Lopetegui's record in finals as Real Madrid manager: L Tough act to follow. pic.twitter.com/agZSauSv4y — Squawka Football (@Squawka) August 15, 2018 Það var ekki bara að Real Madrid tapaði þessum leik heldur hvernig liðið tapaði honum. Leikmönnum Atletico Madrid tókst nefnilega að skora fjórum sinnum hjá Real-liðinu í leiknum. Zinedine Zidane stjórnaði Real Madrid frá 4. janúar 2016 til 31. maí 2018 og Real-liðið fékk aldrei á sig fjögur mörk í þeim 149 leikjum sem liðið spilaði undir stjórn Frakkans.What never happened to Zidane's Real Madrid has happened to Lopetegui's Real Madrid in their first official game: to get four goals in a match. — MisterChip (English) (@MisterChiping) August 15, 20184 - Julen Lopetegui is the first Real Madrid manager to concede four or more goals in his first competitive game in charge since Michael Keeping against Celta Vigo in February 1948. Stunned. pic.twitter.com/OYoLspZgO5 — OptaJoe (@OptaJoe) August 15, 2018 Svo má ekki gleyma að Real Madrid var þarna að missa tökin á nágrönnum sínum í Atletico Madrid en Real Madrid hafði unnið alla úrslitaleiki liðanna undanfarin ár. Það er því ekkert skrýtið að spænska stórblaðið El Pais héldi því fram að Julen Lopetegui hafi ekki getað byrjað verr í sínum fyrsta opinbera keppnisleik sem þjálfari Real Madrid.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira