Skínandi foss í svartri eyðimörk Sigtryggur Ari Jóhannesson og Tómas Guðbjartsson skrifar 16. ágúst 2018 09:30 Fossinn Skínandi í Svartá. MYND/HERMANN ÞÓR Á norðausturhálendinu, skammt austan við Dyngjufjöll og sunnan við Vaðöldu eru Svartárbotnar. Þarna á Svartá upptök sín en hún er stærsta bergvatnsáin sem rennur í Jökulsá á Fjöllum. Þetta er risastór lindá þar sem tært vatnið bókstaflega sprettur út úr svörtum sandinum og er meðalrennslið í kringum 15-20 sekúndulítrar. Ferðalangar við Svartárbotna. MYND/hermann þórÍ Svartárbotnum og meðfram Svartá er einstakur hálendisgróður sem meðal annars skartar hvönn og stingur skemmtilega í stúf við svarta eyðimörkina allt í kring. Svartá rennur nokkra kílómetra til austurs en rétt áður en hún sameinast Jökulsá á Fjöllum fellur hún um foss sem heitir því fallega nafni Skínandi. Snotur fossinn kemur ekki síður á óvart í auðninni en gróðurinn við árbakkann.Mosavaxnar eyrar í Svartá. Umhverfið þar er sannkölluð vin í eyðimörk. w MYND/ÓLAFUR MÁRÁður en Holuhrauni skaut upp á yfirborðið í ágúst 2015 voru Svartárbotnar og Skínandi eitt best varðveitta leyndarmálið á hálendinu. Gosið, sem er eitt það stærsta á sögulegum tíma og varði í nærri sex mánuði, ógnaði á tímabili fossinum en sem betur fer stöðvaðist hraunstraumurinn að lokum skammt frá. Nú er Skínandi kominn á landakortið þar sem einfaldast er að skoða Holuhraun við norðurenda þess. L04150818 Holuhraun 02 Ekið í eyðimörkinni. Dyngjufjöll eru í skýjahjúpnum. MYND / HERMANN ÞÓREkið er í hálftíma eftir ógreinilegri en stikaðri leið frá skála Ferðafélags Akureyrar í Drekagili, en Dreki er síðasti viðkomustaður ferðalanga á leið í Öskju og Víti. Hluti leiðarinnar er upphaf Gæsavatna- og Dyngjufjallaleiða en mun auðveldari yfirferðar og ekki yfir neinar stórar ár að fara. Þó getur vað við norðurenda Holuhrauns verið grýtt og erfitt jepplingum.Horft yfir Holuhraun til Kverkfjalla. MYND/hermann þórGangan að bæði Svartárbotnum og Skínanda tekur innan við hálftíma hvora leið. Eftir það er vel þess virði að skoða úfið Holuhraunið en það er að jafnaði um sextán metra þykkt og erfitt yfirferðar. Þess vegna hefur verið útbúin stikuð leið skammt frá bílastæði. Hún er stutt enda þekur Holuhraun 85 ferkílómetra sem er áþekkt yfirborði Manhattan. Hluti leiðarinnar úr Drekagili, með Vaðöldu og að Holuhrauni liggur um mjúkan og stóran sand. MYND/hermann þórÞar sem hraunið hefur kólnað er ekki lengur hægt að baða sig í lækjum sem koma undan Holuhrauni en árfarvegirnir skarta enn grænum gróðri sem rekja má til hitans frá hrauninu.Vatnið streymir undan Holuhrauni. Árbotnarnir eru fagurgrænir. MYND/Ólafur már Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Á norðausturhálendinu, skammt austan við Dyngjufjöll og sunnan við Vaðöldu eru Svartárbotnar. Þarna á Svartá upptök sín en hún er stærsta bergvatnsáin sem rennur í Jökulsá á Fjöllum. Þetta er risastór lindá þar sem tært vatnið bókstaflega sprettur út úr svörtum sandinum og er meðalrennslið í kringum 15-20 sekúndulítrar. Ferðalangar við Svartárbotna. MYND/hermann þórÍ Svartárbotnum og meðfram Svartá er einstakur hálendisgróður sem meðal annars skartar hvönn og stingur skemmtilega í stúf við svarta eyðimörkina allt í kring. Svartá rennur nokkra kílómetra til austurs en rétt áður en hún sameinast Jökulsá á Fjöllum fellur hún um foss sem heitir því fallega nafni Skínandi. Snotur fossinn kemur ekki síður á óvart í auðninni en gróðurinn við árbakkann.Mosavaxnar eyrar í Svartá. Umhverfið þar er sannkölluð vin í eyðimörk. w MYND/ÓLAFUR MÁRÁður en Holuhrauni skaut upp á yfirborðið í ágúst 2015 voru Svartárbotnar og Skínandi eitt best varðveitta leyndarmálið á hálendinu. Gosið, sem er eitt það stærsta á sögulegum tíma og varði í nærri sex mánuði, ógnaði á tímabili fossinum en sem betur fer stöðvaðist hraunstraumurinn að lokum skammt frá. Nú er Skínandi kominn á landakortið þar sem einfaldast er að skoða Holuhraun við norðurenda þess. L04150818 Holuhraun 02 Ekið í eyðimörkinni. Dyngjufjöll eru í skýjahjúpnum. MYND / HERMANN ÞÓREkið er í hálftíma eftir ógreinilegri en stikaðri leið frá skála Ferðafélags Akureyrar í Drekagili, en Dreki er síðasti viðkomustaður ferðalanga á leið í Öskju og Víti. Hluti leiðarinnar er upphaf Gæsavatna- og Dyngjufjallaleiða en mun auðveldari yfirferðar og ekki yfir neinar stórar ár að fara. Þó getur vað við norðurenda Holuhrauns verið grýtt og erfitt jepplingum.Horft yfir Holuhraun til Kverkfjalla. MYND/hermann þórGangan að bæði Svartárbotnum og Skínanda tekur innan við hálftíma hvora leið. Eftir það er vel þess virði að skoða úfið Holuhraunið en það er að jafnaði um sextán metra þykkt og erfitt yfirferðar. Þess vegna hefur verið útbúin stikuð leið skammt frá bílastæði. Hún er stutt enda þekur Holuhraun 85 ferkílómetra sem er áþekkt yfirborði Manhattan. Hluti leiðarinnar úr Drekagili, með Vaðöldu og að Holuhrauni liggur um mjúkan og stóran sand. MYND/hermann þórÞar sem hraunið hefur kólnað er ekki lengur hægt að baða sig í lækjum sem koma undan Holuhrauni en árfarvegirnir skarta enn grænum gróðri sem rekja má til hitans frá hrauninu.Vatnið streymir undan Holuhrauni. Árbotnarnir eru fagurgrænir. MYND/Ólafur már
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira