Rikki G hleypur tíu kílómetra í kleinuhringjabúningi og landsliðsmenn dæla peningum í málefnið Stefán Árni Pálsson skrifar 14. ágúst 2018 10:30 Aron Pálmarsson og Aron Einar hafa gefið 250.000 krónur í söfnun Rikka. Ríkharð Óskar Guðnason, dagskrárstjóri FM957 og íþróttalýsari hjá Stöð 2 Sport, ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn og mun hann hlaupa klæddur í kleinuhringjabúning. Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, byrjaði á sínum tíma að kalla Rikka G kleinuhringinn og hefur stundum gengið svo langt að kalla hann kleinuhringjadraslið. Gælunafnið hefur náð ágætis fótfestu og er til að mynda komin sjeik á veitingastaðnum Shake & Pizza sem ber einfaldlega nafnið Kleinuhringurinn, en þar má sjá mynd af Rikka sjálfum. Til að byrja með ætlaði Ríkharð að taka skemmtiskokkið og hlaupa þrjá kílómetra í búningnum, en þá fóru margir að skora á hann að taka tíu kílómetra. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lofaði til að mynda 150.000 krónum til stuðnings Rikka ef hann færi tíu kílómetra og handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur lofað 100.000 krónum. Rikki ætlar að hlaupa fyrir Ljónshjarta sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur misst maka og börn þeirra. Hann setti sér það markmið að safna 500.000 krónum og þá myndi hann hlaupa í kleinuhringjabúningi.En er Ríkharð stressaður fyrir verkefninu?„Stressaður og ekki stressaður. Þessa vegalengd hef ég ekki hlaupið í háa herrans tíð. Skrokkurinn er ekki upp á sitt besta svo það er spennu- og kvíðahnútur í maganum að hlaupa þessa vegalengd í þessum kleinuhring,“ segir Rikki G sem hefur undanfarin ár einbeitt sér mest að golfinu og þykir hann mjög góður á því sviði. „Helsta ástæðan að ég tók þessa ákvörðun um að lengja hlaupið eru vinir mínir og þjálfarinn minn Auðunn Blöndal sem hafa lesið yfir mér fyrir að hafa ætlað að hlaupa svona stutt. Svo stækkaði þessi snjóbolti þegar besti handboltamaður Íslands og landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, þeir Aron Pálmarsson og Aron Einar Gunnarsson settu extra pressu á mig. Þeir ætluðu að styrkja mig og þetta málefni ef ég myndi hunskast 10 kílómetra. Þá var í raun ekki aftur snúið og er sú vegalengd hér með staðfest.“ Rikki er mjög þakklátur atvinnumönnunum tveimur. „Ég þakka þeim kærlega fyrir að hafa trú á því að ég rúlli upp 10 kílómetrum og þeirra framlag í þessa söfnun. Einnig þakka ég Table vinum mínum sérstaklega fyrir að koma mér af stað og þeirra framlag í söfnunina. Hins vegar skipta upphæðir litlu máli. Þetta telur allt og er ég öllu því góða fólki mjög þakklátur fyrir stuðninginn og ætla mér að ná þessu á góðum tíma,“ segir Rikki að lokum en hann er partur af Facebook-vinahópi sem kallar sig The Table og kom hugmyndin upphaflega frá þeim. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Ríkharð Óskar Guðnason, dagskrárstjóri FM957 og íþróttalýsari hjá Stöð 2 Sport, ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn og mun hann hlaupa klæddur í kleinuhringjabúning. Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, byrjaði á sínum tíma að kalla Rikka G kleinuhringinn og hefur stundum gengið svo langt að kalla hann kleinuhringjadraslið. Gælunafnið hefur náð ágætis fótfestu og er til að mynda komin sjeik á veitingastaðnum Shake & Pizza sem ber einfaldlega nafnið Kleinuhringurinn, en þar má sjá mynd af Rikka sjálfum. Til að byrja með ætlaði Ríkharð að taka skemmtiskokkið og hlaupa þrjá kílómetra í búningnum, en þá fóru margir að skora á hann að taka tíu kílómetra. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lofaði til að mynda 150.000 krónum til stuðnings Rikka ef hann færi tíu kílómetra og handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur lofað 100.000 krónum. Rikki ætlar að hlaupa fyrir Ljónshjarta sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur misst maka og börn þeirra. Hann setti sér það markmið að safna 500.000 krónum og þá myndi hann hlaupa í kleinuhringjabúningi.En er Ríkharð stressaður fyrir verkefninu?„Stressaður og ekki stressaður. Þessa vegalengd hef ég ekki hlaupið í háa herrans tíð. Skrokkurinn er ekki upp á sitt besta svo það er spennu- og kvíðahnútur í maganum að hlaupa þessa vegalengd í þessum kleinuhring,“ segir Rikki G sem hefur undanfarin ár einbeitt sér mest að golfinu og þykir hann mjög góður á því sviði. „Helsta ástæðan að ég tók þessa ákvörðun um að lengja hlaupið eru vinir mínir og þjálfarinn minn Auðunn Blöndal sem hafa lesið yfir mér fyrir að hafa ætlað að hlaupa svona stutt. Svo stækkaði þessi snjóbolti þegar besti handboltamaður Íslands og landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, þeir Aron Pálmarsson og Aron Einar Gunnarsson settu extra pressu á mig. Þeir ætluðu að styrkja mig og þetta málefni ef ég myndi hunskast 10 kílómetra. Þá var í raun ekki aftur snúið og er sú vegalengd hér með staðfest.“ Rikki er mjög þakklátur atvinnumönnunum tveimur. „Ég þakka þeim kærlega fyrir að hafa trú á því að ég rúlli upp 10 kílómetrum og þeirra framlag í þessa söfnun. Einnig þakka ég Table vinum mínum sérstaklega fyrir að koma mér af stað og þeirra framlag í söfnunina. Hins vegar skipta upphæðir litlu máli. Þetta telur allt og er ég öllu því góða fólki mjög þakklátur fyrir stuðninginn og ætla mér að ná þessu á góðum tíma,“ segir Rikki að lokum en hann er partur af Facebook-vinahópi sem kallar sig The Table og kom hugmyndin upphaflega frá þeim.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning