Gríðarlegur áhugi var á PGA-risamótinu í gær enda var Tiger Woods í baráttunni um sigurinn. Mikill fjöldi fylgdi honum hvert fótspor á vellinum og rosalega margir voru að skrifa um Tiger á samfélagsmiðlum á meðan lokahringnum stóð.
Tiger Woods didn't win the #PGAChamp on Sunday, but it sure sounded like he did. Either way, he showed flashes of his former self over frenzied final round: https://t.co/80d7O1y5w8pic.twitter.com/20SR5V9WnQ
— NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 13, 2018
Þessi „Happy Gilmore“ stemmning er kannski það sem koma skal á næstunni. Flestir eru nefnilega sammála um það að Tiger Woods sé kominn aftur og það er mikið gleðiefni fyrir golfheiminn.
Það var sérstaklega gaman að sjá hann fagna sínum bestu höggum þar sem leikgleðin skein úr augunum á honum.
Tiger wins $1,188,000 for 2nd place PGA Championship finish, his first $1M on-course check in more than four years.
— Darren Rovell (@darrenrovell) August 12, 2018
Annað sætið skilar honum upp í 26. sæti á heimslistanum. Tiger byrjaði árið í sæti 656 á heimslistanum og hefur því hækkað sig um 630 sæti á árinu sem er risastökk.
Tiger starts the year at No. 656 in the world. Now up to No. 26
— Doug Ferguson (@dougferguson405) August 12, 2018
Þetta er fyrsta milljón dollara ávísun Tigers í meira en fjögur ár.