Rúrik Gíslason og félagar í Sandhausen steinlágu fyrir Hamburg á heimavelli í annari umferð þýsku B-deildarinnar í fótbolta í dag.
Hamburg féll í fyrsta skipti í sögunni úr efstu deild síðasta vor og því ljóst að um erfitt verkefni var að ræða fyrir Sandhausen.
Khaled Narey kom gestunum yfir strax á 7. mínútu og Rick van Drongelen bætti öðru markinu við áður en flautað var til hálfleiks.
Narey gerði svo út um leikinn í seinni hálfleik, lokatölur 3-0 fyrir Hamburg.
Rúrik var í byrjunarliði Sandhausen en var tekinn út af þegar korter var eftir af leiknum.
Sandhausen er á botni deildarinnar eftir tvær umferðir með fimm mörk í mínus.
