Bubbi og Dimma sameinuð á ný Benedikt Bóas skrifar 11. ágúst 2018 10:00 "Þetta verkefni núna er bara gert af ást og virðingu og vináttu. Við þurfum þetta ekkert, og hann þarf þetta ekkert. Við bara elskum að spila saman,“ segir Birgir Jónsson trommuleikari sem hér stendur í miðjunni. Mynd/Spessi Það er alveg líklegt að við tökum eitthvað nýtt en annars verður fókusinn á Utangarðsmenn, Das Kapital, Egó, þetta rokkstöff sem við allir dýrkum,“ segir Birgir Jónsson, trommarinn taktfasti í Dimmu, en hljómsveitin hefur verið að æfa með Bubba Morthens að undanförnu og dusta rykið af farsælu sambandi. Bubbi og Dimma ætla að spila á nokkrum tónleikum og verður miðasala opnuð á mánudag. Þeir ætla ekki að taka einhverja stórtónleika heldur staði þar sem er heitt og svolítið sveitt. „Við ákváðum að taka smá snúning sem byrjar á Menningarnótt. Fljótlega kviknaði hugmyndin um að fara að gera nýtt efni líka. Eitthvað frumsamið sem við myndum jafnvel gefa út en án allrar pressu. Við ætlum ekki að skuldbinda okkur neitt, kannski kemur plata og kannski eitt lag og kannski ekkert. Þegar allir eru sáttir þá gerist eitthvað,“ segir Birgir. Hann segir að þegar þeir komi saman gerist einhverjir töfrar en allir séu þeir æfinganördar sem elski fátt meira en að telja í. „Við æfðum á hverjum degi í þrjá mánuði fyrir giggið í Hörpu. Alltaf kl. 17 og á laugardagsmorgnum kl 10. Í öllu því ferli skapaðist einhver fílingur og vinskapur sem hefur haldist. Þetta er eiginlega of skemmtilegt til að láta þetta ekki rúlla aðeins lengur.“ Birgir segir að nýja efnið sé svolítið af gamla skólanum og hann sé sáttur við það sem hefur fengið að hljóma á æfingunum sem taka á flesta nema Bubba. Hann blæs varla úr nös. „Bubbi er eins og þrítugur íþróttamaður. Hann er kjarnorkuver, þessi maður. Maður er enn að komast yfir það hverslags forréttindi það eru að flytja lögin hans með honum sjálfum. Hann er einn merkilegasti listamaður þjóðarinnar og maður byrjaði að pikka upp Fjöllin hafa vakað og Hiroshima þegar maður var tíu ára enda samdi hann nánast alla íslensku rokkbiblíuna.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Það er alveg líklegt að við tökum eitthvað nýtt en annars verður fókusinn á Utangarðsmenn, Das Kapital, Egó, þetta rokkstöff sem við allir dýrkum,“ segir Birgir Jónsson, trommarinn taktfasti í Dimmu, en hljómsveitin hefur verið að æfa með Bubba Morthens að undanförnu og dusta rykið af farsælu sambandi. Bubbi og Dimma ætla að spila á nokkrum tónleikum og verður miðasala opnuð á mánudag. Þeir ætla ekki að taka einhverja stórtónleika heldur staði þar sem er heitt og svolítið sveitt. „Við ákváðum að taka smá snúning sem byrjar á Menningarnótt. Fljótlega kviknaði hugmyndin um að fara að gera nýtt efni líka. Eitthvað frumsamið sem við myndum jafnvel gefa út en án allrar pressu. Við ætlum ekki að skuldbinda okkur neitt, kannski kemur plata og kannski eitt lag og kannski ekkert. Þegar allir eru sáttir þá gerist eitthvað,“ segir Birgir. Hann segir að þegar þeir komi saman gerist einhverjir töfrar en allir séu þeir æfinganördar sem elski fátt meira en að telja í. „Við æfðum á hverjum degi í þrjá mánuði fyrir giggið í Hörpu. Alltaf kl. 17 og á laugardagsmorgnum kl 10. Í öllu því ferli skapaðist einhver fílingur og vinskapur sem hefur haldist. Þetta er eiginlega of skemmtilegt til að láta þetta ekki rúlla aðeins lengur.“ Birgir segir að nýja efnið sé svolítið af gamla skólanum og hann sé sáttur við það sem hefur fengið að hljóma á æfingunum sem taka á flesta nema Bubba. Hann blæs varla úr nös. „Bubbi er eins og þrítugur íþróttamaður. Hann er kjarnorkuver, þessi maður. Maður er enn að komast yfir það hverslags forréttindi það eru að flytja lögin hans með honum sjálfum. Hann er einn merkilegasti listamaður þjóðarinnar og maður byrjaði að pikka upp Fjöllin hafa vakað og Hiroshima þegar maður var tíu ára enda samdi hann nánast alla íslensku rokkbiblíuna.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira