Axel og Birgir Leifur í undanúrslit eftir þriðja sigurinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 13:57 Birgir Leifur og Axel eru óstöðvandi í Skotlandi Vísir/Getty Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson leika til undanúrslita á EM í golfi eftir sigur á Norðmönnum í hreinum úrslitaleik um efsta sæti riðilsins. Jarand Ekeland Arnoy og Kristian Krogh Johannessen höfðu unnið báða leiki sína í riðlinum til þessa líkt og Axel og Birgir Leifur. Aðeins efsta lið riðilsins komst áfram í undanúrslit og því um hreinan úrslitaleik að ræða. Leikurinn var nokkuð jafn en Axel og Birgir Leifur voru þó með einnar eða tveggja holu forystu framan af. Eftir að hafa verið jafnir í kringum miðbik hringsins voru Axel og Birgir komnir aftur í eins holu forystu eftir 16. holu, þegar aðeins tvær holur voru eftir. Jafnt var með liðunum á 17. holu og því áfram eins holu forskot fyrir loka holuna. Axel og Birgir Leifur gerðu sér lítið fyrir og unnu lokaholuna og því leikinn í heild sinni með tveimur holum. Þeir leika því til undanúrslita á sunnudaginn. Ekki liggur fyrir eins og er hverjum þeir mæta þar. Birgir Leifur og Axel Bóasson leika í undanúrslitum á meistaramóti Evrópu í liðakeppni atvinnukylfinga. Sterkt lið sem vanna alla þrjá leikina í riðlakeppinnni. pic.twitter.com/HCgSdILXBI — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 10, 2018 Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson leika til undanúrslita á EM í golfi eftir sigur á Norðmönnum í hreinum úrslitaleik um efsta sæti riðilsins. Jarand Ekeland Arnoy og Kristian Krogh Johannessen höfðu unnið báða leiki sína í riðlinum til þessa líkt og Axel og Birgir Leifur. Aðeins efsta lið riðilsins komst áfram í undanúrslit og því um hreinan úrslitaleik að ræða. Leikurinn var nokkuð jafn en Axel og Birgir Leifur voru þó með einnar eða tveggja holu forystu framan af. Eftir að hafa verið jafnir í kringum miðbik hringsins voru Axel og Birgir komnir aftur í eins holu forystu eftir 16. holu, þegar aðeins tvær holur voru eftir. Jafnt var með liðunum á 17. holu og því áfram eins holu forskot fyrir loka holuna. Axel og Birgir Leifur gerðu sér lítið fyrir og unnu lokaholuna og því leikinn í heild sinni með tveimur holum. Þeir leika því til undanúrslita á sunnudaginn. Ekki liggur fyrir eins og er hverjum þeir mæta þar. Birgir Leifur og Axel Bóasson leika í undanúrslitum á meistaramóti Evrópu í liðakeppni atvinnukylfinga. Sterkt lið sem vanna alla þrjá leikina í riðlakeppinnni. pic.twitter.com/HCgSdILXBI — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 10, 2018
Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira