Veiði lokið í Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 29. ágúst 2018 10:40 Þessi 12 punda urriði úr Hraunvötnum var sá stærsti í sumar. Mynd: www.veidivotn.is Veiðitímabilinu er formlega lokið í Veiðivötnum og veiðin á þessu ári er nokkurn veginn á pari miðað við árið í fyrra. Í síðustu viku stangveiðitímans komu 1.357 fiskar á land og var besta veiðin í Litlasjó. Í Litlasjó fengust 688 fiskar í vikunni en færri fiskar komu úr öðrum vötnum enda fáir veiðimenn þar á ferð. Alls veiddust 19.867 fiskar í Veiðivötnum á stangveiðitímanum, 9.609 urriðar og 10.258 bleikjur. Besta veiðin var í Litlasjó, 5.171 urriði komu þar á land og meðalþyngdin yfir 2 pund og heildarþyngd afla 10.966 kg. Þetta er betri veiði en undanfarin ár, og þarf að fara aftur til ársins 2012 til að finna hærri aflatölur úr Litlasjó. Næstmest veiddist í Snjóölduvatni, 5.003 fiskar, en þar var uppistaðan í veiðinni smábleikja þó svo stærri fiskar væru innanum. Stærsti fiskur sumarsins var 12,0 pd urriði úr Hraunvötnum sem veiddist í fyrstu veiðivikunni og mesta meðalþyngdin var 3,52 í Grænavatni. Til samanburðar þá fengust alls 20.315 fiskar á stangveiðitímanum sumarið 2018, 8.482 urriðar og 11.833 bleikjur. Það sumar veiddust flestir fiskar í Snjóölduvatni, 6.825 en nokkru færri í Litlasjó, 4.936 fiskar. Mest lesið Hressileg maðkaopnun í Ytri Rangá Veiði Haustveiðin að komast í gang í Stóru Laxá Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Hreindýraveiðar ganga vel Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Árleg Veiðimessa Veiðiflugna stendur yfir um helgina Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði
Veiðitímabilinu er formlega lokið í Veiðivötnum og veiðin á þessu ári er nokkurn veginn á pari miðað við árið í fyrra. Í síðustu viku stangveiðitímans komu 1.357 fiskar á land og var besta veiðin í Litlasjó. Í Litlasjó fengust 688 fiskar í vikunni en færri fiskar komu úr öðrum vötnum enda fáir veiðimenn þar á ferð. Alls veiddust 19.867 fiskar í Veiðivötnum á stangveiðitímanum, 9.609 urriðar og 10.258 bleikjur. Besta veiðin var í Litlasjó, 5.171 urriði komu þar á land og meðalþyngdin yfir 2 pund og heildarþyngd afla 10.966 kg. Þetta er betri veiði en undanfarin ár, og þarf að fara aftur til ársins 2012 til að finna hærri aflatölur úr Litlasjó. Næstmest veiddist í Snjóölduvatni, 5.003 fiskar, en þar var uppistaðan í veiðinni smábleikja þó svo stærri fiskar væru innanum. Stærsti fiskur sumarsins var 12,0 pd urriði úr Hraunvötnum sem veiddist í fyrstu veiðivikunni og mesta meðalþyngdin var 3,52 í Grænavatni. Til samanburðar þá fengust alls 20.315 fiskar á stangveiðitímanum sumarið 2018, 8.482 urriðar og 11.833 bleikjur. Það sumar veiddust flestir fiskar í Snjóölduvatni, 6.825 en nokkru færri í Litlasjó, 4.936 fiskar.
Mest lesið Hressileg maðkaopnun í Ytri Rangá Veiði Haustveiðin að komast í gang í Stóru Laxá Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Hreindýraveiðar ganga vel Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Árleg Veiðimessa Veiðiflugna stendur yfir um helgina Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði