Bandaríkin og Mexíkó semja nýjan viðskiptasamning Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2018 17:45 Trump hefur lengi kvartað undan gamla samkomulaginu, sem kallast NAFTA, og segir það hafa leitt til þess að störfum hafi fækkað í Bandaríkjunum. Vísir/AP Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Mexíkó hafa komist að samkomulagi um að binda enda á frjálsverslunarsamning Norður-Ameríku og gera nýjan samning í staðinn. Ríkisstjórn Donald Trump segir nýja samninginn koma Bandaríkjunum mun betur en sá gamli. Kanada kemur þó ekki enn að nýja samningnum. Trump sagði í dag að hann myndi hringja í Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og ræða við hann um málið. Hann sagði að Kanada gæti gengið inn í nýja samkomulagið, ef Kanadamenn yrðu „sanngjarnir“.Því næst hótaði Trump beita frekari tollum gegn nágrönnum Bandaríkjanna í norðri og sömuleiðis að leyfa þeim ekki að koma að samkomulaginu og gera þess í stað sérstakt samkomulag við Kanada.Forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, sagði þó í samtali hans og Trump í dag að hann vildi fá Kanada að borðinu einnig. Trump hefur lengi kvartað undan gamla samkomulaginu, sem kallast NAFTA, og segir það hafa leitt til þess að störfum hafi fækkað í Bandaríkjunum. Fyrirtæki hafi flutt sig um set til Mexíkó þar sem laun þar séu lág. Meðal annars snýr samkomulagið að 40 til 45 prósent hvers bíls þurfi að framleiddur af starfsmönnum sem fái minnst 16 dali á klukkustund. Er því ætlað að koma í veg fyrir að bandarískir bílaframleiðendur flytji verksmiðjur sínar til Mexíkó.Viðræður á milli Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada hafa staðið yfir í rúmt ár og á þeim tíma hefur Trump ítrekað hótað að fella NAFTA úr gildi án nýs samnings. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kanada sagði blaðamönnum í dag að ríkisstjórnin myndi skrifa undir samkomulag sem Kanada, og sérstaklega miðstétt landsins, hagnaðist á. Bandaríkin Donald Trump Kanada Mexíkó Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Mexíkó hafa komist að samkomulagi um að binda enda á frjálsverslunarsamning Norður-Ameríku og gera nýjan samning í staðinn. Ríkisstjórn Donald Trump segir nýja samninginn koma Bandaríkjunum mun betur en sá gamli. Kanada kemur þó ekki enn að nýja samningnum. Trump sagði í dag að hann myndi hringja í Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og ræða við hann um málið. Hann sagði að Kanada gæti gengið inn í nýja samkomulagið, ef Kanadamenn yrðu „sanngjarnir“.Því næst hótaði Trump beita frekari tollum gegn nágrönnum Bandaríkjanna í norðri og sömuleiðis að leyfa þeim ekki að koma að samkomulaginu og gera þess í stað sérstakt samkomulag við Kanada.Forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, sagði þó í samtali hans og Trump í dag að hann vildi fá Kanada að borðinu einnig. Trump hefur lengi kvartað undan gamla samkomulaginu, sem kallast NAFTA, og segir það hafa leitt til þess að störfum hafi fækkað í Bandaríkjunum. Fyrirtæki hafi flutt sig um set til Mexíkó þar sem laun þar séu lág. Meðal annars snýr samkomulagið að 40 til 45 prósent hvers bíls þurfi að framleiddur af starfsmönnum sem fái minnst 16 dali á klukkustund. Er því ætlað að koma í veg fyrir að bandarískir bílaframleiðendur flytji verksmiðjur sínar til Mexíkó.Viðræður á milli Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada hafa staðið yfir í rúmt ár og á þeim tíma hefur Trump ítrekað hótað að fella NAFTA úr gildi án nýs samnings. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kanada sagði blaðamönnum í dag að ríkisstjórnin myndi skrifa undir samkomulag sem Kanada, og sérstaklega miðstétt landsins, hagnaðist á.
Bandaríkin Donald Trump Kanada Mexíkó Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira